Vaknar á undan öllum öðrum á aðfangadag

mbl.is/Unnur Karen

Svava Traustadóttir er háskólanemi sem vinnur í búsetukjarna fyrir fólk með fatlanir í Mosfellsbæ. Sjálf býr hún í Grafarvogi með unnusta sínum, Birki Frey Bjarkasyni.

Svava er mikið jólabarn og elskar allt við þennan tíma ársins.

„Ég elska öll ljósin og skreytingarnar og tel niður dagana fram að fyrsta í aðventu því þá byrja ég að skreyta heimilið. Ég er ekki alin upp við að vera með stórt tré og finnst lítil tré svo falleg og bjóða upp á svo huggulega stemningu. Í fyrra voru reyndar líka fyrstu jólin okkar saman hjá mér og unnustanum. Við erum bara ennþá tvö og ætluðum vestur um jólin. Ég er frá Bolungarvík og fer oftast vestur að njóta hátíðanna með fjölskyldunni minni. Núna ætlum við að vera hér í Reykjavík og vera með hans fólki. Seinna þegar við erum komin með barn þá vil ég að við fáum okkur stærra tré.“

mbl.is/Unnur Karen

Setur upp jólagluggatjöld og aðventuljós

Hvað fleira setur þú upp fyrir jólin?

„Ég set seríur í alla glugga og seríu á handriðið á svölunum hjá okkur. Í eldhúsgluggann set ég upp jólagluggatjöld og aðventuljós. Í stofunni er aðventukrans og jóladúkur á sófaborðinu. Öðru jólaskrauti er dreift um íbúðina hjá okkur, styttur, kertastjakar og englahár.“

Getur þú sagt mér skemmtilega sögu af þér á jólunum?

„Þar sem ég er að vestan þá er frekar fyndið að segja frá jólunum þegar allt var rafmagslaust á Vestfjörðum í nokkra daga vegna hræðilegs veðurs. Þá var rafmagninu skammtað á bæi í visst langan tíma svo allir næðu að elda jólamatinn. Svo var bara borðað við kertaljós.“

Hvað gerir þú alltaf á jólunum?

„Frá því ég var lítil stelpa hef ég þann sið að vakna snemma á aðfangadag. Helst á undan öllum öðrum þar sem ég sit í morgunkyrrðinni inni í stofu og dáist að fallega skreyttu jólatrénu og fallegu jólapökkunum sem ég bíð spennt eftir að opna um kvöldið. Þá er ég helst með Swiss Miss-kakó og smákökur. Svo eru öll jólaboðin. Við erum með afgangahitting hjá bróður mínum á jóladag og svo jólaboð hjá mömmu annan í jólum.“

mbl.is/Unnur Karen

Hefur aldrei farið í messu á jólunum

Hvað gerir þú aldrei?

„Ég hef aldrei skorið laufabrauð fyrir jólin en væri alveg til í að prófa það. Ég hef líka aldrei farið í messu á jólunum.“

Hvað minna jólin þig á?

„Ég elska jólin. Öll ljósin og skreytingarnar, gleðin sem umlykur allt samfélagið, jólalögin og jólabjórarnir og gjafmildi fólks. Jólin eru tími fjölskyldunnar og líka tíminn þar sem ég fæ pakka. Ég er mikil pakkamanneskja. Bæði kann ég að meta að fá pakka og að gefa pakka.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál