Töfraðu fram jólamat á klukkutíma

Það ríkti mikil gleði í eldhúsinu þegar jólamaturinn var eldaður. …
Það ríkti mikil gleði í eldhúsinu þegar jólamaturinn var eldaður. Hér erum við Guðrún Selma. Á myndina vantar Sonju Sif Þórólfsdóttur og Irju Gröndal. mbl.is/Irja Gröndal

Hvað er það allra besta sem þú getur fengið þér þegar það eru jól? Eftir að hafa lagst í heilmikla rannsóknarvinnu settu fjórir rannsóknarblaðamenn á sig svuntu og elduðu jólakræsingar og bökuðu smákökur. 

Áður en svunturnar voru settar upp var farið í Nettó og keypt inn. Þar er til dæmis hægt að kaupa frosna kalkúnaleggi sem hægt er að elda á einfaldan hátt og það tekur ekki nema rúmlega klukkutíma – ekki heilan vinnudag. Síðustu ár hefur kalkúnn verið einn af vinsælustu hátíðarréttunum. Sem er ekki skrýtið. Það er fátt sem toppar vel eldaðan kalkún. Vandamálið er að hann hentar kannski ekki á öllum heimilum. Ef það eru bara tveir eða þrír í heimili er kannski svolítið vel í lagt að elda þriggja til fjögurra kílóa fugl. Þá getur verið sniðugt að elda kalkúnaleggi. Tveir af rannsóknarblaðamönnunum eru miklir crossfit-aðdáendur og vildu helst fá sykurlausan jólamat. Rannsóknarblaðamennirnir útbjuggu sykurlaust rauðkál, sætkartöflumús, sveppasósu og ofursmart perusalat með pekanhnetum.

mbl.is/Irja Gröndal

Kalkúnaleggir

2½ kg kalkúnaleggir, keyptir frosnir í Nettó

þurrkuð salvía

indversk karríblanda frá Kryddhúsinu

lífræn ólífuolía frá Änglamark

salt og pipar eftir smekk

Aðferð

Stillið ofninn á 190°C.

Það er best að elda kalkúnaleggina í ofnskúffu. Leggja þá snyrtilega í skúffuna og hella örlítilli ólífuolíu yfir og krydda svo með salvíu og indversku karríblöndunni. Indverska kryddblandan inniheldur túrmerik, kóríander, negulnagla, kummín, hvítan pipar, engifer, múskat, kardimommur og cayennepipar. Svo er gott að bæta smá salti og pipar við eftir smekk.

Kalkúnaleggirnir þurfa að vera í klukkutíma í ofninum og gott er að snúa þeim einu sinni eða tvisvar á meðan.

mbl.is/Irja Gröndal

Sykurlaust rauðkál

Það eru ekki jól nema heimagert rauðkál fái að vera með á hátíðarborðinu. Það er heldur ekki verra að rauðkálið sé sykurlaust.

1 kg rauðkál

100 g smjör

2 dl lífrænt eplaedik frá Änglamark

2 msk kanill eða eftir smekk

1 dl sykurlaust síróp (má vera meira ef vill)

Aðferð

Byrjið á því að sækja pott inn í skáp. Takið 100 g af smjöri og bræðið í potti á meðan þið skerið rauðkálið niður. Brúnið það í smjörinu og bætið svo lífræna eplaedikinu saman við ásamt sykurlausu sírópi. Þá er kanil bætt út í og rauðkálið er látið brúnast þangað til það er orðið mjúkt og gott.

mbl.is/Irja Gröndal

Sætkartöflumús

1 kg sæt kartafla

½ dl rjómaostur

salt og pipar eftir smekk

Aðferð

Skerið sætar kartöflur í bita og setjið í pott og sjóðið þar til þær eru orðnar mjúkar. Þá er vatnið sigtað frá og kartöflurnar stappaðar saman við rjómaost. Bætið við salti og pipar eftir smekk.

mbl.is/Irja Gröndal

Sveppasósa

Það verður að vera góð sósa með kalkúnaleggjunum og þá kemur sveppasósa til bjargar.

1 askja af sveppum

4 dl af matreiðslurjóma

50 g smjör

1 msk salvía

½ dl rjómaostur

pipar eftir smekk

Aðferð

Sneiðið sveppina smátt. Takið smjörið og bræðið það á pönnu og steikið sveppina upp úr því. Þá er salvíunni bætt út í ásamt matreiðslurjóma. Látið suðuna koma upp og bætið rjómaosti út í og hrærið vel saman. Svo er sósan smökkuð vel til og salti og pipar bætt út í.

mbl.is/Irja Gröndal

Ofursmart jólaperusalat

Lífrænu dvergperurnar frá Änglamark koma með hátíðarstemningu inn á heimilið. Það er því ekki úr vegi að búa til sætt og gott jólasalat úr þeim.

380 g lífrænar dvergperur frá Änglamark

30 g sellerí

75 g pekanhnetur

cayennepipar eftir smekk

1 msk sykurlast síróp

2 dl grísk jógúrt

Aðferð

Skerið perur og sellerí smátt og setjið í skál. Þá eru pekanhnetur settar á steypujárnspönnu og hitaðar. Sykurlausu sírópi er hellt yfir og cayennepipar bætt við. Gætið þess vel að hneturnar brenni ekki. Þær eru settar á pönnuna til þess að þær fái stökkari áferð.

Takið pekanhneturnar af pönnunni og látið kólna. Þá er grísku jógúrtinni blandað saman við perurnar og selleríið og að síðustu er hnetunum bætt við. Þótt þetta salat sé gott með kalkúnaleggjum má að sjálfsögðu nota það með öllum öðrum jólamat.

mbl.is/Irja Gröndal

Kalkúnabollur

Kalkúnaaðdáendur eiga eftir að dýrka þessar kalkúnabollur. Þær má að sjálfsögðu útbúa í staðinn fyrir kalkúnaleggina og borða með sama meðlæti. Þær eru hins vegar líka mjög sniðugar í jólaboðið. Þær eru auðveldar í matreiðslu og svo eru þær ljúffengar bæði heitar og kaldar. Þá má líka frysta þær eða setja inn í vefjur á milli jóla og nýárs þegar allt átið er farið að taka sinn toll.

1.200 g kalkúnahakk

4 egg

2 litlir laukar eða 1 stór

6-8 hvítlauksrif

2 tsk túrmerik

1 tsk kanill

4 tsk kummín

2 tsk salvía

2 tsk múskat

3-4 tsk sjávarsalt

2-3 msk kartöflumjöl

Aðferð

Blandið öllum hráefnum saman í hrærivél. Mótið bollur sem eru litlu stærri en golfkúlur. Steikið á pönnu þar til bollurnar eru orðnar gullinbrúnar og eldaðar í gegn. Það er engin stemning fyrir hálfhráum kalkúnabollum. Hægt er að steikja þær eingöngu á pönnu en það getur verið sniðugt að brúna þær vel á pönnu og setja þær svo í ofn í 10 mínútur og láta þær klára að eldast þar. Ef þær eru settar inn í ofn þarf ofninn að vera stilltur á 180°C.

mbl.is/Irja Gröndal
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál