Landsmenn eru æstir í að prófa eitthvað nýtt eins og kengúru

Elías Þór Þorvarðarson.
Elías Þór Þorvarðarson.

„Óhefðbundna kjötið hefur verið að ryðja sér til rúms á borðum landsmanna, sérstaklega um áramótin, þá er fólk meira til í að prófa sig áfram með eitthvað alveg nýtt. Við sjáum þó að léttari réttir hitta meira í mark heldur en yfir jólin, við viljum svolítið stíga frá þessu mikið reykta og salta,” segir Elías Þór Þorvarðarson, sérfræðingur í ferskvöru og matgæðingur Nettó.

„Hreindýrið og Krónhjörturinn eru orðin vinsæll kostur meðal landsmanna og við sjáum að óvenjulegri kostir, eins og kengúru og dádýrakjöt sem sækir sífellt í sig veðrið líka.”

Elías segir að þó svo að hamborgarhryggurinn sé alltaf klassík sé kalkúnninn ekki síður búinn að stimpla sig inn sem hinn klassíski áramóta-aðalréttur. Hann segir jafnframt að það sé mikill munur á kalkúni. 

„Við erum eina verslunin sem býður upp á bæði franskan og íslenskan kalkún en sá franski hefur talsvert aðra áferð en sá íslenski. Sá íslenski er harðgerðari fugl og því með grófara kjöt en sá franski. Það er áhugavert fyrir marga að prófa sig áfram með þetta og finna muninn,” segir Elías Þór. 

Þá eru forréttahlaðborðin ekki síður orðin mikilvæg og mikill metnaður hjá landanum að gera þau sem glæsilegust. „Þar kemur hátíðarfuglinn sterkur inn, svo sem öndin, gæs og fjöldinn allur af kalkúnaafurðum. Paté, reyktar - og grafnar anda og gæsabringur eru mikið teknar auk hefðbundnari valkosta sem slá alltaf í gegn, það er reyktur- og grafinn lax,” segir Elías og býður lesendum upp á uppskrift af krónhirti.  

Gljáður krónhjartarhryggvöðvi (lundir) með bökuðum skarlottulauk og plómum fyrir fjóra. 

700 gr. krónhjartahryggvöðvi  (lundir)

50 gr. krækjuberjasafi

20 gr. hunang

garðblóðberg

hvítlaukur

Salt og pipar eftir smekk. 

6 skarlottulaukar 

4 plómur           

30 gr. rifsberjahlaup

30 gr. hunang                      

Aðferð:

Hryggvöðvinn er kryddað til með salti og pipar. Steikt á heitri pönnu í eina til tvær mínútur á hvorri hlið með svolitlu smjöri og olíu. Þetta er lagt á bakka með hvítlauk og garðablóðbergi. Eldið vöðvan á 120°C  í 5 mínútur eða þar til kjarnhiti nær 48°C, þá tekið út og látið hvíla. Sett aftur inn í ofn í 4 mínútur eða þar til kjarnhiti nær 52°C. Kjarnhitinn á ekki að fara yfir 55°C. Þegar hryggvöðvinn hefur náð eldun gljáum við hann á vel heitir pönnu með hunangi og krækiberja safanum. Mikilvægt að fylgjast vel með og velta honum vel upp úr og hella svo krækiberja sírópinu yfir hryggvöðvan þegar búið að gljá.

Þá eru plómurnar skornar í tvennt og settar í eldfast mót ásamt hunangi. Þær eru bakaðar í 14 mínútur við 160° í 14 mínútur. Skarlottulaukurinn er skorinn endilangt í tvennt og lagður með sárið niður í bakka með álpappír, hunangi, salti og pínu olíu. Hann er bakaður á 160°C í 20-30 mínútur. Þegar hann er orðinn gullinbrúnn er hýðið fjarlægt af lauknum og herlegheitin borin á borð.

Svona lítur krónhjörtur út áður en hann er eldaður.
Svona lítur krónhjörtur út áður en hann er eldaður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál