„Ætli ég fari ekki bara í Ikea í næstu bók“

Rithöfundurinn og listamaðurinn, Hallgrímur Helgason, ræðir nýjustu afurð sína Sextíu kíló af sunnudögum. Skáldsögur hans hafa komið út víða erlendis, verið kvikmyndaðar og settar á svið. Hallgrímur hefur hlotið ófáar viðurkenningar á höfundaferlinum. Hann var sæmdur Heiðursorðu Frakka fyrir framlag sitt til lista og bókmennta, hefur þrisvar verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og fengið Íslensku þýðingarverðlaunin, Íslensku hljóðbókaverðlaunin auk Grímuverðlauna fyrir leikrit ársins. Íslensku bókmenntaverðlaunin hefur hann hlotið þrisvar sinnum, fyrir Höfund Íslands, Sextíu kíló af sólskini og Sextíu kíló af kjaftshöggum.

Þegar Gesti Eilífssyni berst óvænt sendibréf leggur hann upp í langferð. Í Ameríku kynnist hann nýjum og framandi heimi en líka áður ókunnum hliðum á sjálfum sér. Á meðan breytist allt í firðinum hans heima. Hér lýkur Hallgrímur Helgason stórvirkinu um síldarævintýrið á Segulfirði, þríleik þjóðar sem þráði betra líf, þurr gólf og ljós í tilveruna.

Þegar Hallgrímur er spurður að því hvað taki við segir hann vera að hugsa um samtímasögu. 

„Ætli ég fari ekki bara í Ikea í næstu bók,“ segir hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda