Hefurðu prófað eitt besta sólarpúðrið?

Kinnalitir frá Guerlain eru í sérflokki en þeir eru fisléttir …
Kinnalitir frá Guerlain eru í sérflokki en þeir eru fisléttir og veita húðinni náttúruleg blæbrigði af litatónum sem eru innblásnir af jörðinni. Ljósmynd/Aðsend

Léttar förðunarvörur sem náttúrulega fullkomna fegurð þína eru nú raunveruleiki þökk sé einstakri hugsjón Guerlain. Terracotta-förðunarlínan hefur ávallt verið leiðandi á markaðnum þegar kemur að hinu fullkomna sólkyssta útliti og nú hafa fleiri vörur bæst við.

Úthugsaðir litatónar farða, sólarpúðra og kinnalita innan línunnar gera það að verkum að sjaldan hefur verið jafn auðvelt fyrir þig að finna réttu litina fyrir þinn húðtón.

Förðunarvörur Guerlain eiga það allar sameiginlegt að fullkomna húðina á …
Förðunarvörur Guerlain eiga það allar sameiginlegt að fullkomna húðina á náttúrulegan máta og kalla fram bestu hliðar okkar allra. Ljósmynd/Aðsend

Heilbrigð ásýnd í flösku

Bjartar sumarnætur leiða stundum til þess að svefninn nær ekki átta klukkustundum og vatnsdrykkjan mögulega undir lágmarki en þá kemur Terracotta Le Teint Glow þér til bjargar. Þessi farði er grunnurinn að hinu sólkyssta útliti að hætti Guerlain en óhætt er að segja að farðinn sé nánast fyrirhafnarlaus í notkun og veitir þér heilbrigða ásýnd á skotstundu.

Ef þú vilt mattara yfirbragð þá er tilvalið að skoða upprunalega Terracotta Le Teint farðann en báðar formúlurnar eru langvarandi, húðbætandi og búa yfir háu hlutfalli innihaldsefna af náttúrulegum uppruna.

Ef þú vilt aukna þekju á tiltekin svæði notaðu þá Terracotta Concealer en þessi hyljari er fullkominn bæði til að fela misfellur og bauga. Förðunarvörurnar eiga það allar sameiginlegt að fullkomna húðina á náttúrulegan máta án þess að breyta þér, þær einfaldlega kalla fram þínar bestu hliðar.

Terracotta Le Teint Glow er grunnurinn að hinu sólkyssta útliti …
Terracotta Le Teint Glow er grunnurinn að hinu sólkyssta útliti að hætti Guerlain en farðinn er nánast fyrirhafnarlaus í notkun. Ljósmynd/Aðsend

Goðsagnakennt sólarpúður

Vissir þú að Guerlain er brautryðjandi á sviði sólarpúðra í förðunarheiminum og var fyrsta merkið til að koma með sólarpúður á markað árið 1984? Allar götur síðan hafa sólarpúður Guerlain þótt vera á meðal þeirra allra bestu enda er ofurfínleg púðuráferðin án hliðstæðu. Þú getur annaðhvort notað hið klassíska Terracotta The Bronzing Powder til að fá aukna hlýju, móta andlitið og náttúrulegan ljóma eða hið marglita Terracotta The Sun-Kissed Healthy Glow Powder fyrir aukin litablæbrigði, meiri ljóma og heilbrigða ásýnd.

Ef þú vilt taka sólkyssta útlitið upp á næsta stig, prófaðu þá að nota bæði sólarpúðrin til að blanda saman því besta úr báðum heimum og jafnvel má nota þau sem augnskugga. Einnig geturðu notað ljósustu litatónana yfir allt andlitið til að fullkomna og blörra yfirbragð húðarinnar.

Bæði sólarpúðrin koma í mismunandi litaákefðum og undirtónum svo tryggt er að þú finnir fullkomna litinn fyrir þinn húðtón, en til að fullkomna upplifunina enn frekar þá búa formúlurnar yfir háu hlutfalli innihaldsefna af náttúrulegum uppruna. Glæsilegar umbúðirnar eru nú áfyllanlegar og sérstök sumarútgáfa þeirra nú í boði í takmörkuðu upplagi, þar sem þú getur hækkað hitastigið í snyrtiveskinu með ögrandi hlébarðamunstri.

Guerlain er brautryðjandi á sviði sólarpúðra í förðunarheiminum og allar …
Guerlain er brautryðjandi á sviði sólarpúðra í förðunarheiminum og allar götur síðan hafa sólarpúður Guerlain þótt vera á meðal þeirra allra bestu. Ljósmynd/Aðsend

Kinnalitirnir sem endurspegla útitekinn frískleika

Terracotta The Healthy Glow Powder Blush frá Guerlain eru kinnalitir í sérflokki en þeir eru fisléttir og veita húðinni náttúruleg blæbrigði af litatónum sem innblásnir eru af jörðinni. Líkt og sólarpúðrin þá innihalda kinnalitirnir hátt hlutfall af innihaldsefnum af náttúrulegum uppruna auk arganolíu sem veitir húðinni þinni aukna næringu.

Guerlain hugsaði þessa kinnaliti sem auðvelda leið til að framkalla útitekinn frískleika í takt við hugsjóninni á bak við Terracotta-förðunarlínuna – að undirstrika þína náttúrulegu fegurð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda