Verðlaunaðir góðgerlar í flokki þyngdarstjórnunar

Árið 2021 hlaut SynBalance NutraIngredients Awards verðlaunin „Ingredient of the …
Árið 2021 hlaut SynBalance NutraIngredients Awards verðlaunin „Ingredient of the Year – Weight Management“ fyrir innihaldsefni í flokki þyngdarstjórnunar, fyrir þessa tilteknu blöndu gerla sem finna má í huemeno® Me. Ljósmynd/Unsplash/Becca Tapert

Huemeno® Me er aðalvaran í nýrri íslenskri línu fæðubótaefna sem er ætluð konum á árunum í kringum breytingaskeiðið, og eftir það. Hún inniheldur þrjá SynbÆctive® góðgerlastofna frá SynBalance Srl – ítölsku líftæknifyrirtæki sem nýtir tækni byggða á nákvæmri greiningu örveruflórunnar og sérhæfir sig í þróun góðgerlalausna með skýrri skilgreiningu á virkni.

Markmið SynBalance er að styðja við heilsu með áhrifum á örveruflóruna og leggja þannig grunn að forvörnum gegn langvinnum sjúkdómum og áhrifum öldrunar.

Huemeno® Me er ný íslensk fæðubótaefnalína sem er byggð á …
Huemeno® Me er ný íslensk fæðubótaefnalína sem er byggð á þeirri hugsjón að styðja við grunnstoðir heilsunnar með fáum en vel völdum innihaldsefnum.

Árið 2021 hlaut SynBalance NutraIngredients Awards verðlaunin „Ingredient of the Year – Weight Management“ fyrir innihaldsefni í flokki þyngdarstjórnunar, fyrir þessa tilteknu blöndu gerla sem finna má í huemeno® Me. Rannsóknir hafa bent til þess að blandan geti haft áhrif á örveruflóruna og efnaskiptaheilsu, þar á meðal á þætti eins og mittismál og söfnun kviðfitu.

Við getum stutt við þarmaflóruna með því að huga meðal …
Við getum stutt við þarmaflóruna með því að huga meðal annars að því hvernig fæðu við neytum og með því að taka inn góðgerla af góðum gæðum og í magni sem telur. Ljósmynd/Aðsend

Eitt af því sem margar konur taka eftir á árunum í kringum breytingaskeiðið er aukin tilhneiging til að safna fitu á sig á kviðsvæði. Kviðfitu ætti þó ekki aðeins að skoða sem útlitsatriði og mittismál – hún getur gefið til kynna að ákveðnir þættir tengdir efnaskiptum og heilsu okkar gætu þurft sérstaka athygli.

Hugtakið „metabolic health“ er að öllum líkindum töluvert algengara í daglegu tali hjá enskumælandi þjóðum, en íslenska þýðingin, efnaskiptaheilsa, hefur ekki sömu festu í almennu máli – þó hún lýsi vel því sem átt er við. Skilningur okkar er því enn að mótast, og mikilvægt er að vekja meiri athygli á hugtakinu og því hvernig það tengist líðan okkar og heilsu – ekki síst því hvernig efnaskiptaheilsa getur haft áhrif á almenna heilsu og vellíðan til framtíðar.

Efnaskiptaheilsa fjallar meðal annars um hvernig líkaminn nýtir orku – hvernig hann vinnur næringu úr fæðu, geymir fitu, heldur jafnvægi á blóðsykri og bregst við streitu og hefur einnig áhrif á hjarta og æðakerfi. Þetta eru grunnferlar líkamans sem yfirleitt fara fram í kyrrþey, án þess að við finnum endilega mikið fyrir þeim.

Þegar hormónastarfsemi breytist, sérstaklega þegar estrógen minnkar, getur það haft áhrif á efnaskiptin. Hægst getur á orkuvinnslu, blóðsykur orðið óstöðugri og líkaminn breytir því hvernig og hvar hann geymir fitu.

Þarmaflóran – ósýnilegur áhrifavaldur í lífi okkar

Á breytingaskeiði eiga sér stað fjölmargar breytingar í líkamanum – sumar greinilegar, aðrar minna sýnilegar. Einn af þáttunum sem oft fær of litla athygli er einmitt þarmaflóran og hvernig hún skiptir einnig máli á þessu tímabili.

Þarmaflóran, sem einnig er kölluð örveruflóra, er eitt flóknasta lífkerfi líkamans og gegnir lykilhlutverki í heilsu okkar. Hún samanstendur af þúsundum tegunda örvera sem lifa í meltingarveginum og vinna saman í flóknu samspili. Þessar örverur, sem telja milljarða, geta haft áhrif á meltingu, upptöku næringarefna, efnaskipti, ónæmiskerfið og jafnvel taugakerfið og andlega heilsu og skap. Þessi „ósýnilegi heimur“ hefur vakið mikla athygli vísindamanna á síðustu árum vegna víðtækra áhrifa hans á allt líkamsstarfið. Þegar flóran er í jafnvægi styður hún líkamann á margvíslegan hátt. Þegar jafnvægi hennar raskast geta áhrifin orðið margþætt og borið með sér óþægindi, oft alls ótengd meltingarkerfinu sjálfu.

Huemeno® x SynbÆctive®

Það er mikilvægt að hafa í huga að áhrif góðgerla ráðast ekki aðeins af tegund bakteríu eða gerli – heldur af því hvaða stofn er nákvæmlega notaður, í hvaða magni og við hvaða aðstæður.

Í huemeno® Me eru notaðir þrír stofnar SynbÆctive® góðgerla sem hafa verið rannsakaðir sérstaklega fyrir sértæka eiginleika til stuðnings við:

• Meltingu og getu til að vinna gegn hægðatregðu, uppþembu og vindgangi
• Efnaskiptaheilsu og orkuvinnslu
• Jafnvægi flóru í leggöngum og getu til að sporna við endurteknum sýkingum

Í hverju hylki af huemeno® Me er magn SynbÆctive® gerlanna í þeim skömmtum sem rannsóknir styðja og sýna jafnframt að þeir nái á þá staði sem þeim er ætlað að hafa áhrif.

Að auki inniheldur huemeno® Me inúlín og FOS trefjar, svokallaða forgerla, sem næra góðgerlana og styðja virkni þeirra í líkamanum. Í vörunni eru einnig tvö B-vítamín, B6-vítamín, sem styður við orkuvinnslu, starfsemi taugakerfis og hormónajafnvægi og B1-vítamín (þíamín), sem hjálpar til við umbreytingu fæðu í orku og styður við starfsemi hjarta og taugakerfis.

Heildræn nálgun

Þó engar tvær konur upplifi breytingaskeiðið á sama hátt, eru ákveðnir þættir sem eiga við okkur allar – atriði sem vert er að huga að til að styðja heilsu okkar, ekki aðeins á meðan breytingarnar eiga sér stað heldur einnig áður, og fyrir árin sem á eftir koma.

Þá er sérstaklega mikilvægt að huga að beinheilsu, þar sem náttúruleg vernd estrógens minnkar og bein geta orðið viðkvæmari. Með huemeno® Vitamin D3 & K2 má styðja við upptöku og nýtingu kalks og þannig styðja við beinheilsu.

Svefn og hvíld halda áfram að skipta sköpum – bæði fyrir orku, jafnvægi og endurheimt. Góðar svefnvenjur og stuðningur frá huemeno® Magnesium Bisglycinate að kvöldi geta hjálpað okkur að ná slökun, stuðlað að eðlilegum svefni og stutt við orkujafnvægi dag frá degi.

Þú færð huemeno® Me, huemeno®D3 & K2 og huemeno® Magnesium …
Þú færð huemeno® Me, huemeno®D3 & K2 og huemeno® Magnesium Bisglycinate í Lyf og heilsu og í Apótekaranum! Ljósmynd/Aðsend

Huemeno® – fá innihaldsefni, fjölþætt virkni

Huemeno® vörurnar eru byggðar á þeirri hugsjón að styðja við grunnstoðir heilsunnar með fáum en vel völdum innihaldsefnum – efnum sem hafa verið valin sérstaklega vegna fjölþættrar virkni þeirra og tengsla við lykilþætti líkamlegrar og andlegrar heilsu á breytingaskeiðinu og eftir það. Þær innihalda hvorki hormóna né hormónalík efni, svo sem plöntuhormóna (e. phytoestrogens) eða jurtaútdrætti sem líkja eftir áhrifum estrógens eða annarra hormóna.

Í stað þess að treysta á flóknar blöndur með fjölda ólíkra efna leggur huemeno® áherslu á samsetningar þar sem hvert innihaldsefni hefur skýran tilgang og er notað í skömmtum sem styðja við markmið vörunnar.

MTick® vottaðar vörur

Huemeno® er stolt af því að vera fyrst íslenskra vörumerkja hluti af alþjóðlegri hreyfingu sem hefur það að markmiði að auka samtal og umræðu um breytingaskeiðið, og gera það sýnilegt og þýðingarmikið. Vörurnar okkar eru vottaðar með MTick® – fyrsta alþjóðlega tákninu sem sýnir að vara teljist hentug fyrir konur á breytingaskeiði. Á bak við MTick® stendur GenM®, félag sem hefur gjörbreytt samtalinu um breytingaskeiðið í Bretlandi og nú víðar.

Fæðubótarefnum huemeno® er ekki ætlað að koma í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu og heilbrigðan lífsstíl. Leitið ráða hjá heilbrigðisstarfsfólki ef þú ert barnshafandi, með fæðuóþol, með undirliggjandi sjúkdóma eða tekur lyf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda