Jólaföndur fyrir húsmæður: Súkkulaðiglimmerkúlur

Súkkulaðikúlur.
Súkkulaðikúlur. mbl.is/Marta María

Þær sem eru lítið í smákökubakstri ættu að prófa að búa til jólakonfekt sem er aðallega búið til í blandara. Innihald súkkulaðikúlnanna er hrátt en svo eru þær hjúpaðar með dökku súkkulaði og svo er örlitlu glimmeri stráð yfir.

200 kókosmjöl

100 g möndlur

200 g döðlur

1 tsk kanill

1 tsk cayennepipar

30 g kakó

1 dl vatn

1 tsk maldonsalt

1 tsk vanilludropar

Allt sett í blandara og hrært saman þangað til innihaldið er orðið vel maukað og festist vel saman.

Búðu til kúlur úr innihaldinu og hjúpaðu þær með dökku súkkulaði. Stráðu svo örlitlu glimmeri yfir þegar kúlurnar eru búnar að standa í nokkrar mínútur. Glimmerið fæst til dæmis í Allt í köku (ekki nota föndurglimmer barnanna).

mbl.is/Marta María
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert