„Ég held að ég hafi hitt í mark með þessari aðferð“

Ljúffengur brisketborgari með nýju hrásalati.
Ljúffengur brisketborgari með nýju hrásalati. www.laeknirinnieldhusinu.com

„Þessi biti er einn af hornsteinum bandarískrar grilleldamennsku. Það eru til óteljandi uppskriftir og myndbönd á Youtube um hvernig á að meðhöndla þennan annars ólseiga kjötbita og umbreyta honum í dásemd eins og þessa. Ég hef gert atlögu að þessum bita nokkrum sinnum og það tók mig nokkur skipti að læra að ná tökum á uppskriftinni. En ég held að ég hafi hitt í mark með þessari aðferð,“ skrifar Ragnar Freyr Ingvarsson í sinn nýjasta pistil við uppskrift sem hann kallar: Hin heilagi kaleikur bandarískrar grilleldamennsku; Ljúffengur brisketborgari með nýju hrásalati.

„Eldamennskan sem um ræðir er í raun ofureinföld þó að hún taki talsverðan tíma. Til að verkið verði leikur einn þarf bara að raða kolunum upp með ákveðnum hætti og svo sér tíminn eiginlega bara um restina.“

Svona raðar Ragnar upp kolunum.
Svona raðar Ragnar upp kolunum. www.laeknirinnieldhusinu.com

Hráefni:
Fyrir sex til átta

  • 2 kg nautabrisket
  • 2 msk. jómfrúarolía
  • 4 msk. uppáhaldsgrillnuddið ykkar
  • 150 ml grillsósa að eigin vali
  • hamborgarabrauð
  • laukur, tómatar, pæklaðar gúrkur eftir smekk. 

Fyrir hrásalatið

  • 1/2 haus hvítkál
  • 2 gulrætur
  • 1 mangó
  • 3 sellerísstangir 
  • 3 msk. majónes
  • 2 msk. sýrður rjómi
  • 75 ml appelsínu-/eplasafi
  • safi úr heilli sítrónu
  • börkur af heilli sítrónu
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Nuddið kjötið með jómfrúarolíu
  2. Útbúið grillnuddið
  3. Nuddið kjötið vandlega með kryddblöndunni
  4. Bindið svo kjötið upp í rúllu
  5. Njótið svo útsýnisins. Þetta er fallegur biti. Og á eftir að verða alveg sérstaklega gómsætur
  6. Raðið svo kolunum upp í "snák" eins og hérna að ofan. Kveikið svo upp í öðrum endanum. Þannig munu kolinn brenna allan daginn án þess að þið þurfið að hafa af því nokkrar áhyggjur
  7. Eftir um 4–5 klukkustundir er kjötið tilbúið. Þó að það sé dökkt þá er það ekki brunnið, því fer fjarri. Þetta kallast börkur (bark) og er ótrúlega bragðgott! 
  8. Svo er bara að byrja að skera kjötið niður
  9. Hakkið það vandlega niður
  10. Blandið svo grillsósunni saman við kjötið, í raun bara eins mikið og þið viljið
  11. Staldrið við og njótið útsýnisins. Smakkið og saltið og piprið eftir smekk

Salatið:

  1. Hakkið niður hvítkálið, gulræturnar og selleríið í matvinnsluvél. Skerið mangóið niður smátt og blandið vel saman ásamt majónesi og sýrðum rjóma. Skafið börkinn af sítrónunni og saxið niður og hrærið saman við. Smakkið til með sítrónusafanum og salti og pipar
  2. Svo er bara að raða þessu saman. Slíkt er auðvitað leikur einn. Og næsta skref er bara að njóta með vinum og/eða vandamönnum
Pistil Ragnars má lesa í heild sinni hérna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert