c

Pistlar:

23. janúar 2012 kl. 23:44

Ágústa Johnson (ajoh.blog.is)

5 eldhúsvenjur sem koma þér í form

fit_bodies_1131798.jpgEf þú vilt koma þér í fínt form er nauðsynlegt að huga vel að réttu mataræði.  Ef þú hefur verið að æfa af krafti en fyllt magann reglulega af ruslfæði eru ekki miklar líkur á því að þú náir þeim árangri sem þú sækist eftir.  Hér eru fimm eldhúsvenjur sem koma þér á beinu brautina og árangurinn lætur ekki á sér standa.

1. Eru sparpakkningarnar að fita þig? 
Þó að þú getir mögulega sparað peninga með kaupum á risapakkningum er hættan sú að þú sért í raun að kaupa þér aukakíló.  Meðahófið er lykillinn að heilbrigðum lífsstíl.  Ef þú getur ekki staðist kex og sætindi er betra að kaupa slíkt í litlum eins og tveggja bita einingum annað slagið en ekki XXL útgáfuna sem þú telur þér trú um að þú ætlir að eiga lengi inni í skáp.  Það er betra fyrir línurnar ef sætindin eru ekki til inni á heimilinu.  Þú þarft þá að taka ákvörðun um að fara út í bíl og keyra út í sjoppu ef óslökkvandi löngunin hellist yfir þig og hefur þá heil mikinn tíma til að hætta við ef því er að skipta!

2. 80-20 reglan gildir.
80% af fæðunni sem er í eldhúsinu þínu ætti að hafa minna en 2ja vikna geymsluþol.  Grænmeti, ávextir, magurt kjöt, fiskmeti o.þ.h.  Lífræn fæða sem rotnar og skemmist á 1-2 vikum er heilnæmari, ferskari og hollari en pakka- og dósamatur.  Með því að forðast að mestu unna matvöru sleppir þú úr fæðunni þinni óþarfa sykri, salti og aukaefnum sem geta mögulega verið skaðleg heilsu þinni og getur um leið sparað hitaeningar.

3. Heilsusamlegt snarl grennir.
Borðaðu hollustu nasl á milli mála til að koma í veg fyrir að verða of svöng/svangur og falla í þá gryfju að borða allt of mikið í kjölfarið. Með ca 100 he. hollustu snakki á milli mála tekst þér að halda blóðsykrinum í góðu jafnvægi.  Ávextir, hnetur, möndlur, grænmeti, hummus og kotasæla er dæmi um hollt snarl sem gott er að narta í litlum skömmtum á milli máltíða.  Hafðu slíkt til taks í vinnunni, og þar sem þú ert á ferðinni til að forðast að freistast í óhollustu í næstu sjoppu.

4. Minnkaðu sætindaneyslu.
Sætindum er því miður otað að okkur víða.  Manninum er eðlislægt að sækja í sætt bragð en sætindaneysla okkar er allt of mikil og við þurfum að sporna við.  Allir vita að sykur er í sælgæti, kökum og gosdrykkjum en sykur leynist í ýmsum fleiri fæðutegundum. Mjólkurvörur, morgunkorn, tómatsósa, barbecue sósur, ávextir í dós og próteinstykki geta t.d. innihaldið mikið magn sykurs og þá er það langt í frá upptalið.  Það er mikilvægt að lesa á innihaldslýsingar og átta sig á hvað maður velur að kaupa inn á heimilið.  Það er hægt að minnka sykurneyslu til muna með lítilsháttar vitundarvakningu.

healthy-fats.jpg5. Veldu holla fitu. 
Fita í fæðunni er ekki endilega þinn versti óvinur þó að þú sért að vinna í því að losa þig við aukakíló.  Fita getur raunar hjálpað þér að grennast því fæða með háu fituinnihaldi er saðsöm og veitir góða fyllingu í maga. Lykillinn er að neyta fitu sem er holl fyrir hjarta- og æðakerfið.  Avókadó og lífrænt hnetu- og möndlusmjör eru dæmi um holla fæðu sem inniheldur góðar fitusýrur.


Langar þig að komast í betra form?  Komdu í frían prufutíma í Club Fit.  Kíktu á www.hreyfing.is