c

Pistlar:

7. mars 2012 kl. 22:14

Ágústa Johnson (ajoh.blog.is)

Svona losnarðu við síðustu 5 kílóin

lose-10-pounds.jpgFjöldi fólks kannast við að hafa reynt mikið til að losna við þessi ergilegu síðustu 5 kg sem virðist mörgum fullkominn ógjörningur.   Af hverju reynist það svo erfitt?   M.a. er því um að kenna að líkaminn er magnað fyrirbæri og leitast í sífellu við að aðlagast nýjum aðstæðum sem getur komið sér vel í vissum aðstæðum en þegar við reynum að losa okkur við aukakíló með aukinni hreyfingu og neyslu færri hitaeininga þá bregst líkaminn við með því að hægja smám saman á brennslunni.  Því verður til ástand stöðnunar sem oft er erfitt að rjúfa.

Hér eru nokkur ráð til að komast út úr stöðnuninni og losna við þessi síðustu föstu fitu kíló.

1.  Stokkaðu upp styrktaræfingarnar.

Styrktaræfingar eru frábær leið tll að auka grunnbrennslu líkamans.  Vöðvavefur brennir a.m.k. fjórum sinnum fleiri hitaeiningum en fituvefur.  Það liggur því í hlutarins eðli að því meiri vöðvamassa sem þú hefur, því röskari er grunnbrennslan þín og þ.a.l. fituhlutfall líkama þíns líklega þeim mun lægra.   Til að tryggja að þú hámarkir grunnbrennslu þína, stundaðu styrktarþjálfun a.m.k. 2x í viku og breyttu reglulega æfingakerfinu þínu.  Þú vilt koma líkamanum sífellt á óvart með nýjum æfingum, mismunandi samsetningum og auknum þyngdum til að koma í veg fyrir stöðnun.

2. Settu meiri kraft í þolæfingarnar.

Margir grípa til þess ráðs að bæta 15-20 mínútum við hlaupatímann til að reyna að ná betri árangri í ræktinni.  Það er EKKI besta leiðin.  Betri árangur næst með því að auka áreynsluna og jafnvel stytta hlaupatímann.  Hlaupa hraðar og af meiri ákefð.  Ef þú hefur verið að skokka í 30-40 mín í senn, prófaðu í staðinn að hlaupa eins hratt og þú getur og ganga til skiptis í 25 mínútur.

man_eats_junk_food.jpg3.  Aðeins minna á diskinn.

Skammtarnir sem við borðum eru oft eins og um síðustu kvöldmáltíðina sé að ræða.  Það er mikilvægt að hafa yfirsýn yfir matarneyslu magnið og temja sér að gæta hófs.  Skammtastærðir er einn allra þýðingarmesti þátturinn í því að hafa stjórn á líkamsþyngdinni.  Skilaboðin eru einföld: Settu minna á diskinn þinn!

4. Stundum þarf að endurmeta markmiðin

Gæti verið að talan sem þú hefur í huga sem þín kjörþyngd sé of lág?   Oft á tíðum ætlar fólk sér um of, telur sér t.d. trú um að það þurfi að komast í 60kg þyngd þegar 65kg er í raun heilbrigðari og réttari þyngd m.v. hæð.  Ekki stofna heilsu þinni í hættu með því að streða við að komast í þyngd sem er óheilbrigð fyrir þig.  Vertu viss um að markmiðið þitt sé raunhæft.

5. Gefðu þér nægan tíma

Það tekur tíma að losa sig við líkamsfitu.  0,5kg og í mesta lagi 1kg fitutap er raunhæft markmið á einni viku. Flestir hafa litla þolinmæði og vilja helst hrista lýsið af sér í gær!  Skynsamlega og heilbrigða leiðin er að ætla sér góðan tíma til að ná settu marki.  Ráðlegt væri t.d. að gefa sér 3-4 mánuði til að losna við 5kg af líkamsfitu.   250-400g fitutap á viku er vitrænt markmið.  Haltu þig við heilsusamlegu venjurnar þínar og sýndu þolinmæði.  Þetta kemur þegar þú heldur þig við efnið!

Ef þig langar að komast í betra form mæli ég með Bikini áskorun, Club Fit VIP og Hraðferð