c

Pistlar:

10. september 2013 kl. 21:24

Ágústa Johnson (ajoh.blog.is)

8 ráð til að hemja sykurpúkann

sugar_children.jpgSykur freistar okkar, það er í eðli mannsins að sækja í sætt bragð í munn og líða vel af því.   En við íslendingar virðumst kunna okkur illa hóf er kemur að sykurneyslu.  Við skörtum þeim  vafasama heiðri að eiga norðurlandamet í sykurneyslu. Það hlýtur að teljast mjög alvarlegt mál að neysla okkar er tæpt kíló af viðbættum sykri á viku pr. mann. 

Aukin sykurneysla undanfarinna áratuga er talinn eiga sinn þátt í mörgum nútímasjúkdómum sem hrjá okkur.
Margar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl sykurs við offitu, sykursýki, ofvirkni og hjartasjúkdóma. - See more at: http://www.nlfi.is/borda-thyngd-sina-af-sykri#sthash.T1nucGdR.dpuf
Aukin sykurneysla undanfarinna áratuga er talinn eiga sinn þátt í mörgum nútímasjúkdómum sem hrjá okkur.
Margar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl sykurs við offitu, sykursýki, ofvirkni og hjartasjúkdóma. - See more at: http://www.nlfi.is/borda-thyngd-sina-af-sykri#sthash.T1nucGdR.dpuf
Aukin sykurneysla undanfarinna áratuga er talinn eiga sinn þátt í mörgum nútímasjúkdómum sem hrjá okkur.
Margar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl sykurs við offitu, sykursýki, ofvirkni og hjartasjúkdóma. - See more at: http://www.nlfi.is/borda-thyngd-sina-af-sykri#sthash.T1nucGdR.dpuf

Aukin sykurneysla undanfarinna áratuga er talinn eiga sinn þátt í ýmsum lífsstílssjúkdómum sem hrjá nútímamanninn.  Margar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl sykurs við offitu, sykursýki, ofvirkni og hjartasjúkdóma. Ljóst er að við íslendingar stefnum í risavaxið heilsufarslegt vandamál. Þróunin er orðin mjög ógæfuleg nú þegar og nauðsynlegt að snúa við blaðinu. 

Dagleg sykurneysla ætti skv. upplýsingum á vefsíðu Landlæknisembættisins ekki að fara yfir 10% af heildar heitaeininganeyslu dagsins.  Þar segir að 50 g. af sykri sé æskileg hámarksneysla þess sem neytir 2000 he. á dag.  Í 1/2 lítra af gosdrykk eru u.þ.b.50g af sykri.  Þá er ljóst að ekki er pláss fyrir frekari sykur, s.s. sælgæti, kökum, ís, mjólkurvörum o.s.frv.

Sumir vilja meina að sykurskert líf sé tóm leiðindi en svo þarf alls ekki að vera. Er þetta ekki allt spurning um hvað maður venur sig á?  

Hér eru nokkur góð ráð til að hemja ,,sykurpúkann" í þér.

1. Gerðu breytingar smám saman.

Það er óraunhæft að ætla sér að hætta skyndilega  að hætta alfarið borða allan sykur.  Byrjaðu á því að setja þér markmið. T.d. fyrsta mánuðinn að minnka um helming gosdrykkjaþamb og sælgætisát.  Næsta mánuð þar á eftir gætirðu e.t.v. minnkað aftur neysluna um helming.  Skoðaðu einnig neyslu þína á sætum mjólkurvörum, sætu morgunkorni, ávaxtasöfum með viðbættum sykri og gerðu breytingar til batnaðar eftir þörfum.  Minnkaðu smám saman innkaup á gosi og sætindum. Losaðu þig við það sem þú átt til í skúffum og skápum á heimilinu og hafðu í staðinn til ber og ávexti, aðgengilegt til að grípa í þegar þú finnur fyrir  sætindaþörf.

ber.jpg2. Beindu huganum að öðru en mat

Vertu með áætlun.  Þegar þú finnur að þörfin fyrir að gæða þér á dísætu gotteríi er að hellast yfir þig, farðu þá strax að gera ákveðna hluti skv. planinu.  Það gæti verið t.d. að fá sér gott símaspjall,  gera nokkrar líkamsæfingar, fara í göngutúr (með hundinn), leggjast í notalegt freyðibað, eða hvað annað sem þér dettur í hug sem dreifir huga þínum frá sætindaþörfinni. 

3. Skipuleggðu tímann þinn í takt við sætindaþörfina
Mörgum þykir erfiðast að halda sig frá sætindum á kvöldin. Þá getur verið gott að  hafa til reiðu einn lítinn skammt af einhverju sem þér þykir gott að gæða þér á t.d. poppkorn, nokkur frosin vínber eða niðurskorið epli.  Njóttu þess að gæða þér á því og láttu þar við sitja.  Einnig er gott ráð að í stað þess að setjast í sófann á kvöldin að skella sér á æfingu eða út í göngutúr.

4. Borðaðu hollt á 3-4 tíma fresti.
Þú heldur blóðsykri líkamans í betra jafnvægi með því að borða hóflega skammta á 3-4 tíma fresti yfir daginn af hollu og sykursnauðu fæði .  Þú heldur betri einbeitingu og stöðugri orku auk þess að þannig kemurðu í veg fyrir að þú finnir fyrir miklu hungri sem oft leiðir til þess að þú freistast í að grípa í súkkulaðistykki sem fljótlegt er að rífa utan af til að seðja hungrið í snarhasti.

drinking-water-460_979746c.jpg5. Drekktu vatn.
Fólk upplifir stundum þorsta sem svengdartilfinningu eða sætindaþörf.  Vertu viss um að þú drekkir 6-8 glös af vatni, kókosvatni eða jurtate á dag til að tryggja líkamanum nægan vökva. 

6. Prófaðu þig áfram með krydd.
Krydd s.s. engifer, kanill og negull geta stundum komið í stað sykurs.  T.d. í stað þess að setja sykur út á hafragrautinn, prófaðu að nota kanil.  Kanill hefur auk þess jákvæð áhrif á jöfnun blóðsykurs.

7. Fáðu næga hvíld
Næg hvíld kemur betra jafnvægi á líf þitt og eykur vellíðan þína.  Þegar þú ert orkulaus eru auknar líkur á að  sætindi verði það fyrsta sem þú sækir í. Með því að hvílast nóg geturðu komið í veg fyrir að detta í ófyrirséð hömlulaust sætindaát sem á endanum er til þess eins fallið að skapa þér vanlíðan.

8. Allt er gott í hófi
Ef þú temur þér að neyta matar í hófi þarftu ekki að neita þér alfarið um ákveðnar fæðutegundir og getur engu að síður haldið þér í kjörþyngd og verið við góða heilsu.  Galdurinn felst í því að kunna þér hóf og geta smakkað á því sem þig langar í, en aðeins í litlu magni.  Stærðin skiptir máli! 

www.hreyfing.is
agusta@hreyfing.is