c

Pistlar:

4. júní 2018 kl. 17:48

Anna Eiríksdóttir (annaeiriks.blog.is)

Fit í sumar

Núna er sumarið loksins komið og margir að fara að detta í sumarfrí. Mikilvægt er að huga vel að heilsunni og halda áfram að hreyfa sig en það er hægt að gera svo mikið af æfingum hvar sem er því æfingar með eigin líkamsþyngd eru frábærar til að halda okkur í góðu formi. 

Í þessu myndbandi gef ég ykkur hugmynd að stuttri æfingu sem hægt er að gera úti á palli, við sundlaugarbakkann, í bústaðnum og lengi mætti telja. Æfingarnar þurfa ekki alltaf að taka langan tíma til þess að skila árangri. Ég hvet þig til þess að prófa þessa æfingu við næsta tækifæri og halda góðum æfingagír í sumar.

Ef þig langar til þess að eignast frábært sumar æfingaplan þá mæli ég með FIT Í SUMAR sem er nýtt æfingaplan hjá mér en því fylgja fjórar frábærar og markvissar æfingar á myndböndum sem þú eignast þar sem ég fylgi þér frá upphafi til enda auk þess fylgir matseðill sem hjálpar þér að ná frábærum árangri. Kynntu þér málið HÉR!

Anna Eiríksdóttir

Anna Eiríksdóttir

Deildarstjóri í Hreyfingu. Íþróttakennari, einkaþjálfari og eigandi annaeiriks.is sem er vefur fyrir konur sem býður uppá metnaðarfulla fjarþjálfun, uppskriftir, blogg o.fl. Meira