c

Pistlar:

28. apríl 2019 kl. 17:31

Anna Eiríksdóttir (annaeiriks.blog.is)

Í gírinn eftir páskafríi

Vonandi eru allir búnir að hafa það frábært yfir páskana. Eftir svona gott frí er nauðsynlegt að koma sér aftur í gírinn og byrja að hreyfa sig reglulega aftur og taka mataræðið föstum tökum. Þetta myndband gefur þér hugmynd að frábærri HIIT æfingu (High Intensity Interval Training) sem keyrir púlsinn vel upp og myndar góðan eftirbruna. Þú gerir hverja æfingu af fullum krafti í 45 sekúndur, hvílir í 15 sekúndur og rúllar í gegnum þetta 5 umferðir. Stutt en hörkugóð æfing sem er hægt að gera hvar sem er.

Kíktu á www.annaeiriks.is fyrir fullt af frábærum æfingum og heilsusamlegum uppskriftum

Anna Eiríksdóttir

Anna Eiríksdóttir

Deildarstjóri í Hreyfingu. Íþróttakennari, einkaþjálfari og eigandi annaeiriks.is sem er vefur fyrir konur sem býður uppá metnaðarfulla fjarþjálfun, uppskriftir, blogg o.fl. Meira