c

Pistlar:

27. mars 2020 kl. 13:12

Appreciate The Details (appreciatethedetails.blog.is)

Byrjað upp á nýtt

Jákvæðar fréttir og eitthvað til að hlakka til á þessum skrýtnu tímum. 

Byrjum á þessu formlega, við heitum Kári Sverriss og Ragnar Sigurðsson. Við erum báðir sjálfstætt starfandi, Ragnar er innanhússarkitekt (til vinstri) og Kári Sverriss ljósmyndari.

portrait

Saman keyptum við okkur íbúð í lok ársins 2019 í 101. Eftir 3 ár í Hafnarfirðinum og Garðabænum þá ákváðum við að það væri kominn tími til að byrja upp á nýtt, skrifa nýjan kafla í bók lífsins. Okkur langaði að vera meira miðsvæðis, nota bílinn minna, styttra að labba í flest allt og meira mannlíf, en báðir erum við frekar miklar félagsverur.

heima 

Við notuðum síðastliðnu mánuði til þess að skipuleggja breytingarnar og spáðum í hvað við vildum gera við nýju íbúðina. Íbúðin er 3 herbergja og með 3 metra lofthæð, ég endurtek 3 metra lofthæð. Nýja íbúðin er með gömlum gluggum með einföldu gleri og upprunalegir listar í loftunum. Okkur leið svona smá eins og að við værum komnir til parísar fyrir 50-60 árum síðan þegar við sáum íbúðina, og svo sáum við fyrir okkur möguleikana sem eru endalausir.

IMG_4016

°

IMG_4014

IMG_3994

IMG_3996

IMG_3988

teikning 

IMG_4000

IMG_4028

Við féllum fyrir staðsetningunni, stærðinni, garðinum og möguleikunum. Eins og áður sagði auðvitað lofthæðinni. Þegar við fórum í það að skoða hvað við gætum gert og hvað við vildum gera að þá gerðum við okkur grein fyrir því að við erum báðir með mjög sterkar skoðanir, og við þurftum því að finna leið til þess að sameina krafta okkar og láta líka og ólíka stíla mætast í eitt. Kári er allur í smáatriðunum og hugsar í myndum  og Ragnar í heildarmynd og skipulagi, þannig að við tókum þá ákvörðun að Ragnar sæji um allt naglfast og ég um aukhluti, húsgögn og smádót, en allt samt með tengingu og í litaþema.

IMG_3687

Við ætlum ekki að gefa upp of mikið í fyrsta blogginu, heldur vildum við bara aðeins kynna okkur og leyfa ykkur að fylgjast með ferlinu frá upphafi.

Finndu okkur og fylgdu á instagram: https://instagram.com/appreciate_thedetails

 Kári & Ragnar ( appreciate the details )

Appreciate The Details

Appreciate The Details

Kári og Ragnar

Meira