c

Pistlar:

23. júní 2014 kl. 10:58

Árelía Eydís Guðmundsdóttir (arelia.blog.is)

Ertu í réttu leikriti?

Ég sat rjóð í kinnum fyrir framan vin minn sem hafði fullyrt að "enginn breytist nokkru sinni nema til hins verra.." "Nefndu dæmi" kallaði hann fram í fyrir ræðunni sem ég lét dynja á honum. Mér varfðist tunga um höfuð en eftir smá stund mundi ég bara eftir teiknimyndaheitjum (sem hann er of gamall til að þekkja). Næst þuldi ég upp ævintýri sem hann myndi þekkja, Hans og Grétu o.s.frv. Raunveruleg dæmi! Kallaði hann mjög óþolinmóður.. uhhhh... Þessi hafur nú hætt að drekka og hin hefur hætt að reykja og hann Jón tók sig nú til og fór að yrkja. Gunna varð allt í einu svo góð og fór að gefa góðgerðasamtökm.

Hann fussaði, er eitthvað betra að hætta að drekka eða reykja eða gefa góðgerðasamtökum? Nú var ég komin í verulegan ham... Auðvitað er betra að ... svo kom mjög löng ræða um gildi þess að hætta, næstum öllu!

Eftir á að hyggja er vandinn sá að við vitum ekki alltaf hvernig á að breytast til hins betra. Það er auðvelt að horfa á þá þætti sem blasa við eins og hvers við neytum, hvernig við lítum út en raunverulega hvernig vitum við hvort einhver hefur breyst til hins betra?

Ég hef lagt persónuleikapróf fyrir hunduði manna og mín eina niðurstaða er að ef fólk er "í réttu leikriti" í lífi sínu þá er það nokkuð lúnkið við að breytast og aðlagast. Þegar horft er til þess hvaðan hvati fólks kemur þá er til dæmis miklar líkur á að ef fólk vill sækjast eftir völdum en er hins vegar ekki að stjórna í störfum sínum þá er það í röngu leikriti. Ef fólk vill vinna með öðrum og hefur mikla þörf fyrir mikil félagsleg samskipti þá er það í röngu leikriti ef það starfar eitt. Þeir sem hafa gaman af átökum eru í réttu leikriti þar sem er at og læti en hinir sem forðast átök eru það hins vegar ekki.

Þegar maður er í röngu leikriti þá veldur það oft því að orkan til að breytast til hins betra er ekki til staðar. Alveg eins og í teiknimyndinni; Frosin, þá er prinsessan fyrst í eigin fangelsi því hún hræðist krafta sína (eða hvata sinn)  en síðan brýst hún út en hefur ekki vald yfir kröftum sínum og einangrast. Þegar hún hefur loks náð valdi á kröftum sínum getur hún lifað með þeim. Ég segi og skrifa, lífsins speiki má finna í teiknimyndum og það er hægt að breytast til hins betra.