c

Pistlar:

5. október 2015 kl. 15:05

Árelía Eydís Guðmundsdóttir (arelia.blog.is)

Segðu já!

Hún horfði raunmædd á mig "ég nenni ekki að fara, það verður örugglega fullt af fólki sem ég þekki ekki..". Ég gat ekki annað en hugsað þá sem buðu.

Oft bíður fólk og lífið upp á tækifæri sem mér finnst algjört grundvallaratriði að segja alltaf já við! Svona til að byrja með en síðan má meta hvort að það séu aðstæður sem valda því að fólk komist ekki.

Þeir sem ekki svara eða sjálfkrafa segja nei, hljóta að gera ráð fyrir að tækifærunum fækki! Ekki satt, hver vill hafa þá með sem ekki eru tilbúnir þegar tækifærið gefst.

Stundum kemur tækfærið í formi beiðni um að leggja af mörkum eða að koma með, nú eða að taka þátt í því sem manni finnst sjálfum hundleiðilegt en af virðingu við aðra og tækifærin sjálf segðu já.

Lífið er allt of stutt til að segja nei við skemmtilegum tækifærum og eins og ein frænka mín sagði við mig eftir veislu hér á heimilinu "já, það kom mér á óvart að það var gaman" (segir kannski meira um hvernig veislur eru hér á heimilinu). Það eru svo margir sem ekki hafa tækifæri, sem ekki er boðið, sem ekki geta komið. Segðu bara já! Það gæti komið á óvart hvað það er gaman!

Árelía Eydís

http://areliaeydis.is/