c

Pistlar:

5. september 2016 kl. 9:59

Árelía Eydís Guðmundsdóttir (arelia.blog.is)

Boðar ekki gott!

Vinkona mín ein kom blaðskellandi rjóð í kinnum til mín um daginn. "Það er bara alltaf sól, alla dag, þetta boðar ekki gott, enda er Katla farin að hræra á sér..." Ég gat ekki annað en skellt upp úr, hún er ekki sú eina sem hefur sagt þetta við mig að undanförnu. "Nú skeður eitthvað.. er sagt með smá hræðslutón í röddu, veðrið hefur verið allt of gott".

Vinkona mín ein kom blaðskellandi, rjóð í kinnum, til mín um daginn. "Það er bara alltaf sól, alla daga, þetta boðar ekki gott! Enda er Katla farin að hræra á sér..." Ég gat ekki annað en skellt upp úr, hún er ekki sú eina sem hefur sagt þetta við mig að undanförnu. "Nú gerist eitthvað.. er sagt með smá hræðslutón í röddu, veðrið hefur verið allt of gott í sumar".

Ein megin niðurstaða doktorsrannsóknar minnar er að íslenskir stjórnendur eru mun betri að takast á við kreppur en þenslutímabil. Mér sýnist að sú niðurstaða standi enn og hafi kannski enn betur fest sig í sessi eftir síðustu umbyltingar á vinnumarkaðnum. Íslensk erfðagreining hefur staðfest að í genum okkar Íslendinga, sé að finna staðfestingu á því að við erum víruð fyrir harðræði (þetta er svona stutta útgáfan af þeim niðurstöðum). Forfeður okkar og mæður máttu þola harðindi frá náttúrunnar hendi, eldgos, snjóflóð, stórviðri, jarðskjálfta og flóð. Matur var ekki alltaf nægur og lífsbaráttan hörð. 

Að hluta til höfum við beislað náttúruna og fylgjumst nú grant með eldfjöllum og höfum veðurspá langt fram í tímann, getum séð fyrir og undirbúið okkur fyirir stórviðri og slysum á sjó og landi hefur stórfækkað. En eftir situr vitneskjan sem býr í genunum, ... þetta getur ekki verið að við fáum svona góða tíma án þess að guðirnir refsi okkur. Þetta minnir óneitanlega á forlagatrú frumbyggja í Ástralíu og Hawai og á fleiri stöðum þar sem fólk býr í návígi við náttúruölfin.

Ég hef gaman að þessu, finnst eins og langa,langa,langaömmur séu enn að vinna í okkur þegar þessi viðhorf ná yfirhöndinni. Við erum víruð fyrir harðræði en það þýðir ekki að við þurfum að vera á taugum yfir því, það koma alltaf erfiðir tímar í lífinu og þá er gott að vita að maður hefur genin til að takast á við þá. Enginn ástæða er hins vegar til að hræðast þá tíma fyrirfram. Bara taka því sem að höndum ber, þegar að því kemur. En muna að njóta þess sem er núna! Blessuð blíðan og ber á hverri þúfu, sem bera þarf í bú. Lífið er gott og þá er um að gera að njóta án þess að eiga von á eldgosi, mælar rannsóknamanna eru hvort sem er að sinna því að hafa áhyggjur af framtíðargosi og jarðskjálftum. Aldrei að vita nema við fáum bara enn fleiri ferðamenn í kjölfarið hvort sem er!