c

Pistlar:

16. janúar 2017 kl. 13:40

Árelía Eydís Guðmundsdóttir (arelia.blog.is)

Þekkir þú tilgang þinn?

Markmiðasetning eru mínar ær og kýr, ef svo má að orði komast. Ég hef gefið út bækur um efnið, kennt um það í fjöldamörg ár. Ekkert merkilegt við það í sjálfu sér en það sem mér finnst alltaf jafn skemmtilegt er að fylgjast með ryðmanum í markmiðasetningum. 

Markmiðasetning eru mínar ær og kýr, ef svo má að orði komast. Ég hef gefið út bækur um efnið, kennt um það í fjöldamörg ár. Ekkert merkilegt við það í sjálfu sér en það sem mér finnst alltaf jafn skemmtilegt er að fylgjast með ryðmanum í markmiðasetningum. 

við byrjum árið á markmiðum í matarræði og hreyfingu og förum svo í maraþon markmið og á haustin byrjar meistaramánuður. 

Eftir umtalsverða umhugsun og yfirlegu þá finnst mér að ryðminn ætti líka að snúast um eitthvað meira. Við höfum öll getuna í okkur til að breyta lífi okkar reglulega í þágu einhvers stærra en eingöngu líkamlegrar hreysti, þó svo að það sé mikilvægt líka. 

Velgengi er ákveðin vísindi sem byrjar innra frá. Hvernig gengur þér að hvetja sjálfan þig? Hvernig gengur þér að stjórna, því einu sem þú getur stjórnað, sjálfum þér? Hvernig tekst þú á við erfiðleika og kemur niður á fótunum? Hvernig ætlar þú að bæta við þig þekkingu? 

Mikilvægasta markmiðasetning snýr að því að finna tilgang sinn. Þekkja sitt eigið hjarta og vita að hverju maður stefnir með þessu lífi. Setja sér markmið um að öðlast visku til að líf manns geti þjónað öðrum en eingöngu sjálfum sér. Markmið um hvernig maður ætlar að vaxa og þroskast sem manneskja. Fá meira út úr lífinu, kreista hvern dropa út úr því sem maður getur orðið. Setja sér markmið um að upplifa tilfinningar sínar og læra að hugsa um þarfir sínar, um raunverulega nánd og kærleika og hvernig maður getur náð að njóta sín í lífi og starfi. 

Hitt sér kannski betur um sjálft sig þegar við fylgjum okkar eigin áttavita - sem er ekki auðvelt og krefst mikillar vinnu. Sú vinna skilar sér í sálarsátt. 

Velgengi er vísindi en eins og önnur vísindi er hægt að læra með gagnrýnum huga.  

Gleðilegt stærra ár :-)