Pistlar:

19. ágúst 2020 kl. 13:09

Baldur Rafn Gylfason (baldurbpro.blog.is)

Maskne - hvað er það?

Ég fékk snyrtifræðimeistarann og húðumhirðu snillinginn hana Hildi Elísabetu Ingadóttur til að setjast niður með mér til að fræða okkur um eitthvað sem fólk um allan heim er að kynnast í dag...„Maskne“!

Maskne er stytting á ensku orðunum mask acne sem lýsir húðástandi sem myndast við mikla grímunotkun. Á þessum fordæmalausu tímum er okkur skylt að nota grímur í návígi við fólk sem við umgöngumst ekki daglega, sem þýðir að flest okkar finna fyrir einhverjum óþægindum af þessum sökum. En málið er að of mikil grímunotkun getur haft neikvæð áhrif á húð í andliti. Birtingamyndirnar geta verið af ýmsum toga, m.a. bólur, roði og erting í kringum munn, á kinnum og kjálkasvæði.

Þetta gerist vegna þess að sviti, húðolíur, raki og bakteríur blandast saman í lokuðu umhverfi undir grímunni. Gríman veldur líka ertingu vegna núnings við húðina sem veldur skemmdum á varnarhjúp húðar.

Þetta er í raun húðástand sem heitir mechanica sem er húðvandamál af völdum þrýstings, núnings, nuddi, kreisti eða því að teygja húðina. Þetta er ólíkt hefðbundnu acne sem er tilkomið vegna hormóna, og myndast það aðeins þar sem gríman liggur á húðinni. Heilbrigð húð hefur eðlilegt magn af bakteríum og gerlum sem lifa þar góðu lífi, en þegar húðholurnar stíflast þegar húðin svitnar undir grímunni, þá fjölga þessar bakteríur sér og valda bólum og jafnvel kýlum. Þetta, í bland við núning frá grímunni, veldur því að húðin hreinlega fer í algert rugl. Þegar gríman nuddast við þurra húð geta hársekkir í andliti opnast og gefið bakteríum greiðan aðgang að húðinni og þetta veldur sýkingum og bólumyndun.

Eins og gefur augaleið er nauðsynlegt að meðhöndla maskne húð rétt. Það sem við viljum umfram allt gera er að auka endurnýjun húðar. Alltaf yfirborðshreinsa hana tvisvar á dag með /skin regimen/ cleansing cream eða Essential Milk frá [comfort zone] og djúphreinsa hana tvisvar til þrisvar í viku með /skin regimen/ enzymatic powder eða Essential Scrub frá [comfort zone] og nota góðan raka sem hentar þinni húðgerð. Eins getur verið gott að bæta ávaxtasýrum inn í daglega húðumhirðu eins og til dæmis Sublime skin peel pads frá [comfort zone] til að auka frumuendurnýjun enn frekar. Það er nauðsynlegt að nota maska sem hentar þinni húðgerð 1x í viku. [comfort zone] býður upp á gott úrval af möskum fyrir allar húðgerðir og húðástand. Gott er að nota Active Purness Corrector frá [comfort zone] staðbundið á bólur og útbrot. Hér má sjá lista yfir sölustaði [comfort zone].

Það er mjög gott að undirbúa húðina vel undir grímunni og sniðugt að sleppa því að vera með gloss eða varalit þar sem það klínist auðveldlega í grímuna og getur þá smitað í húðina í kring um munninn auk þess sem það styttir líftíma grímunnar. Ekki nota mikið af þykkum farða heldur velja jafnvel léttari og rakameiri farða. Það þarf að næra húðina vel og lykilatriði er að skipta reglulega um grímu, sérstaklega ef um pappagrímu er að ræða. Það er best fyrir húðina að nota grímu úr bómull eða silki og þvo hana eftir hverja notkun. Þá mælum við með hreinsiefninu Disicide Laundry sem sótthreinsar þvott við 30°C.

Hugum að einstaklingsbundnum smitvörnum, en gleymum ekki að hugsa vel um húðina!

Baldur Rafn og Hildur

2. júlí 2020 kl. 14:48

Langir dagar, stuttar nætur og sólskin

Eins og flest allir íslendingar, þá elska ég sól og sumar en hef með árunum orðið meðvitaðri um skaðlegu áhrif blessuðu sólarinnar. Mig langaði til þess að deila með ykkur þessum mikilvægu upplýsingum og fékk hana Hildi Elísabetu snyrtifræðing til þess að segja okkur aðeins frá mikilvægi sólarvarnar.   Það er dásamlegt þegar að sólin fer að hækka á lofti og við förum að njóta geisla hennar og meira
mynd
19. júní 2020 kl. 13:15

Sól sól skín á mig!

Þeir eru fáir Íslendingarnir sem ekki elska að henda sér út í sólina um leið og hún mætir á svæðið. En eins dásamleg og sólin er þá hefur hún skaðleg áhrif á húð og hár. Það er því mikilvægt að verja sig fyrir skaðlegum geislum hennar… líka þegar er skýjað! Sólin upplitar hárið á okkur. Sumum finnst frábært að fá smá “sólarstrípur í hárið” en málið er bara miklu verra og meira
12. desember 2019 kl. 14:18

Að velja sér sitt sjampó

Hversu margir eiga bara eina týpu af sjampói? Það er bara alveg í lagi ef hún hentar þér og þú ert ánægð/ur með hárið þitt OG hársvörðurinn er í lagi líka, en annars gætir þú þurft að endurskoða úrvalið í baðskápnum eitthvað. Í þessum skrifum ætla ég aðeins að renna yfir mína hlið á þessum málum og hversu mikilvægt er að velja rétta vöru fyrir hvert og eitt ástand eða vandamál.  Það var oft meira
mynd
3. apríl 2019 kl. 17:11

Öll leynitrixin í bókinni fyrir karlana

Það er nú bara þannig að við karlanir eru jú orðnir mun meira metro en fyrir einhverjum árum og ég vil meina að okkar metro tími fór samt sem áður að kikka inn fyrir u.þ.b. 20 árum eða þegar ég var á hátindi míns hárferils. Segjum að svo sé, þá eru 20 ár ágætis aðlögunartími fyrir þessi örfáu trix sem ég ætla að impra á fyrir karlmenn meira
3. apríl 2019 kl. 11:44

Góður grunnur gerir gæfumuninn - ROD VS 11 krullujárn

Ég fékk hana Ingibjörgu Egilsdóttur til að vera módel fyrir mig fyrir þetta magnaða járn, hún glæsileg,  með mikið og flott hár, og var því mjög gaman að vinna með henni.   Það sem ég vill leggja áherslu á enn eina ferðina er grunnurinn svo liðir haldist út kvöldið eða lengur. Þó góð efni og hitatæki séu notuð til að blása eða vinna hárið þá er gríðarlega mikilvægt að vera með rétt meira
27. febrúar 2019 kl. 15:56

Krullur eru komnar til að vera

Krullurnar kæta og eru komnar til að vera.  Náttúrulegar krullur og liðir hafa smátt og smátt verið að koma meira í tísku aftur en óhætt er að segja að það hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil stemmning fyrir krullum og liðum eins og núna. Til að svara þessari tískuþróun þá eru framleiðendur á hárvörum búnir að leggja sig alla fram í að þróa nýjar og fullkomnari vörur sem eru til meira
mynd
24. ágúst 2018 kl. 14:45

Leiðir til að fá meira ,,volume" í hárið

Stórt og umfangsmikið hár er eitthvað sem ansi margar konur langar í. Það eru til mörg trix, tæki, tól og vörur til að fá meiri fyllingu í þunnt, líflaust, fíngert eða jafnvel hvaða hár sem er. Hér eru nokkur af mínum helstu ráðum:  Það er stundum sagt að „volume“ sé í tísku, en eins og svo margt þá er það inni núna og úti eftir einhvern tíma og svo, þið fattið. Það eru meira
12. júní 2018 kl. 10:39

Hvað á að gera þegar hárið brotnar?

Nú er „BLONDIE“ tíminn að koma Mikil efnameðhöndlun, aflitun og ýmiskonar hlutir geta valdið því að hárið fer hreinlega að brotna. Það getur verið ansi „scary“ moment þegar þú fattar að þú ert búin að missa alla stjórn á þessu og lokkarnir halda áfram að styttast. Þetta er stundum kallað Chemical Cut af því það er eins og efnin sem hafa verið meira
28. maí 2018 kl. 14:38

Hárvandamálið sem enginn vill tala um

Þegar við tölum um hárið á okkur við vin, vinkonu eða hárgreiðslumeistara er það auðvitað oftast tengt forminu, litnum eða einhverri spennandi breytingu. Auðvitað er það þannig, því það er spennandi og gaman að breyta til eða að fríska upp á sig. Það finnst öllum, sama hvað hver segir. Auðvitað skiptir útlit hársins fólk mismiklu máli, en flestir vilja þó almennt líta vel út. Það eru meira
mynd
17. maí 2018 kl. 16:11

Hver er þessi Baldur í bpro?

Komið þið sæl. Ég heiti Baldur Rafn, ég er hárgeiðslumeistari að mennt og nú eigandi bpro heildsölu. Ég er líka eiginmaður og þriggja barna faðir, en við hjónin stofunuðum bpro lok árs 2010. Ég hef  verið heppinn að fá að vinna við það sem mér finnst skemmtilegt alla mína hunds tíð. Það getur ekki kallast annað en heppni að vera með skemmtilegu fólki alla daga og fá stöðugt að fást við meira