Pistlar:

2. júlí 2020 kl. 14:48

Baldur Rafn Gylfason (baldurbpro.blog.is)

Langir dagar, stuttar nætur og sólskin

Eins og flest allir íslendingar, þá elska ég sól og sumar en hef með árunum orðið meðvitaðri um skaðlegu áhrif blessuðu sólarinnar. Mig langaði til þess að deila með ykkur þessum mikilvægu upplýsingum og fékk hana Hildi Elísabetu snyrtifræðing til þess að segja okkur aðeins frá mikilvægi sólarvarnar.

Það er dásamlegt þegar að sólin fer að hækka á lofti og við förum að njóta geisla hennar og hita. En eins dásamleg og sólin er þá skaðsemi hennar á húð og hár mikil.  Jafnvel þegar skýað er út þá skaðar sólin okkur. Neikvæð áhrif sólar á húðina eru ekki síðri en af völdum reykinga og umhverfismengunar, hvað varðar hrukkumyndun, litabreytingar, rakatap, frumuskemmdir og húðkrabbamein.

Það eru þrjár gerðir sólargeisla sem valda hvað mestum skaða UVA, UVB og UVC. UVC geislarnir valda skaða í mikilli hæð s.s. á fjöllum og yfirleitt er talið að osonlagið verndi okkur fyrir þeim, en þar sem mannkynið hefur valdið miklum skaða á því þá eru komin stór göt í það og ekki lengur hægt að treysta á vernd þess.  Það er mjög mikilvægt að nota alltaf breiðvirka sólarvörn sem verndar okkur sem mest og þá horfum við helst á UVA og UVB vörn. 

UVA geislar eru mýsnar sem læðast en við finnum ekki alltaf fyrir þeim þeir komast í gegnum gler í bílum og húsum, þannig að ef að við sitjum við glugga alla daga að þá mun sólin valda húðinni skaða. UVB geislar komast almennt ekki í gegnum gler.  Við megum ekki gleyma bláu geislunum sem koma frá skjátækjum s.s. tölvur, snjallsímar og spjaldtölvur en þeir skaða ekki bara augun því rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir brjóta niður kollagen og elastín húðar og valda ótímabærri öldrum.  Þennan skaða er hægt að minnka með því að stilla skjátæki á blue filter eða fá hreinlega blue filter filmu til þess að líma yfir skjáinn á tækinu. Einnig eru til sérstakar varnir fyrir húðina sem vernda gegn bláum geislum og þær þarf að nota allan ársins hring.

Það er nánast ómögulegt að viðhalda æskuljóma húðar án þess að nota sólarvörn daglega. Öll vera í sól sama hversu stutt mun skaða húðina.  Flest höldum við að það sé nóg að nota sólarvörn þegar að við förum í sund, sólbað eða þegar að við ætlum að eyða lengri tíma utandyra. En staðreyndin er sú að sólarskaði og frumuskaði byrjar um leið og við löbbum út úr húsinu í dagsbirtu.

Margir velta fyrir sér hvað SPF þýðir og hver er munurinn á t.d. SPF 30 og SPF 50. SPF stendur fyrir sun protection factor og talar þá um verndarstyrk gegn UVB sem eru geislarnir sem valda frumuskaða og húðkrabbameini.  Ef þú getur verið í sól í 10 mínútur án þess að roðna þá ætti SPF 30 að leyfa þér að vera í 30x þann tíma án skaða sem eru c.a. 300 mínútur, og þá væri SPF 50 vera í sólinni 50x tíminn sem þú getur verið án þess að roðna. En það miðast við að þú sért dugleg(ur) að bera á þig reglulega alls ekki sjaldnar en á 2 tíma fresti. Þættir sem þarf einnig að taka til greina er staðsetning við miðbaug jarðar og tegund útiveru, t.d. skiptir málið hvort þú ert úti í garði eða í sundi því það hefur áhrif á endurkast og styrk sólargeisla.

[comfort zone] býður upp á mjög gott úrval breiðvirkra sólarvarna (UVA og UVB) sem eru bæði góðar fyrir þig og umhverfið. Margir gera sér ekki grein fyrir því hvaða áhrif sólarvörn getur haft á umhverfið og þá sérstaklega lífríki sjávar, en í stuttu málið skolast sólarvarnarfilterar af húðinni í vatni og aflita og  drepa kóralrifin sem eru regnskógar sjávar.  Sólarlínurnar eru tvær Sun soul og Watersoul. Engin sólarvörn er vatnsheld eða svitaheldar sama hvað stendur á umbúðunum.  En þær geta verið vatnsþolnar eða svitaþolnar  en yfirleitt er talað um í 40 mínútur eða 80 í mínútur. Sun soul ver í 40 mínútur og Watersoul í 80 mínútur Watersoul hentar betur fyrir þá sem eru mikið í vatni eða veiði. Sun soul hentar vel fyrir almenna notkun fjölskyldunnar.

mynd
19. júní 2020 kl. 13:15

Sól sól skín á mig!

Þeir eru fáir Íslendingarnir sem ekki elska að henda sér út í sólina um leið og hún mætir á svæðið. En eins dásamleg og sólin er þá hefur hún skaðleg áhrif á húð og hár. Það er því mikilvægt að verja sig fyrir skaðlegum geislum hennar… líka þegar er skýjað! Sólin upplitar hárið á okkur. Sumum finnst frábært að fá smá “sólarstrípur í hárið” en málið er bara miklu verra og meira
12. desember 2019 kl. 14:18

Að velja sér sitt sjampó

Hversu margir eiga bara eina týpu af sjampói? Það er bara alveg í lagi ef hún hentar þér og þú ert ánægð/ur með hárið þitt OG hársvörðurinn er í lagi líka, en annars gætir þú þurft að endurskoða úrvalið í baðskápnum eitthvað. Í þessum skrifum ætla ég aðeins að renna yfir mína hlið á þessum málum og hversu mikilvægt er að velja rétta vöru fyrir hvert og eitt ástand eða vandamál.  Það var oft meira
mynd
3. apríl 2019 kl. 17:11

Öll leynitrixin í bókinni fyrir karlana

Það er nú bara þannig að við karlanir eru jú orðnir mun meira metro en fyrir einhverjum árum og ég vil meina að okkar metro tími fór samt sem áður að kikka inn fyrir u.þ.b. 20 árum eða þegar ég var á hátindi míns hárferils. Segjum að svo sé, þá eru 20 ár ágætis aðlögunartími fyrir þessi örfáu trix sem ég ætla að impra á fyrir karlmenn meira
3. apríl 2019 kl. 11:44

Góður grunnur gerir gæfumuninn - ROD VS 11 krullujárn

Ég fékk hana Ingibjörgu Egilsdóttur til að vera módel fyrir mig fyrir þetta magnaða járn, hún glæsileg,  með mikið og flott hár, og var því mjög gaman að vinna með henni.   Það sem ég vill leggja áherslu á enn eina ferðina er grunnurinn svo liðir haldist út kvöldið eða lengur. Þó góð efni og hitatæki séu notuð til að blása eða vinna hárið þá er gríðarlega mikilvægt að vera með rétt meira
27. febrúar 2019 kl. 15:56

Krullur eru komnar til að vera

Krullurnar kæta og eru komnar til að vera.  Náttúrulegar krullur og liðir hafa smátt og smátt verið að koma meira í tísku aftur en óhætt er að segja að það hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil stemmning fyrir krullum og liðum eins og núna. Til að svara þessari tískuþróun þá eru framleiðendur á hárvörum búnir að leggja sig alla fram í að þróa nýjar og fullkomnari vörur sem eru til meira
mynd
24. ágúst 2018 kl. 14:45

Leiðir til að fá meira ,,volume" í hárið

Stórt og umfangsmikið hár er eitthvað sem ansi margar konur langar í. Það eru til mörg trix, tæki, tól og vörur til að fá meiri fyllingu í þunnt, líflaust, fíngert eða jafnvel hvaða hár sem er. Hér eru nokkur af mínum helstu ráðum:  Það er stundum sagt að „volume“ sé í tísku, en eins og svo margt þá er það inni núna og úti eftir einhvern tíma og svo, þið fattið. Það eru meira
12. júní 2018 kl. 10:39

Hvað á að gera þegar hárið brotnar?

Nú er „BLONDIE“ tíminn að koma Mikil efnameðhöndlun, aflitun og ýmiskonar hlutir geta valdið því að hárið fer hreinlega að brotna. Það getur verið ansi „scary“ moment þegar þú fattar að þú ert búin að missa alla stjórn á þessu og lokkarnir halda áfram að styttast. Þetta er stundum kallað Chemical Cut af því það er eins og efnin sem hafa verið meira
28. maí 2018 kl. 14:38

Hárvandamálið sem enginn vill tala um

Þegar við tölum um hárið á okkur við vin, vinkonu eða hárgreiðslumeistara er það auðvitað oftast tengt forminu, litnum eða einhverri spennandi breytingu. Auðvitað er það þannig, því það er spennandi og gaman að breyta til eða að fríska upp á sig. Það finnst öllum, sama hvað hver segir. Auðvitað skiptir útlit hársins fólk mismiklu máli, en flestir vilja þó almennt líta vel út. Það eru meira
mynd
17. maí 2018 kl. 16:11

Hver er þessi Baldur í bpro?

Komið þið sæl. Ég heiti Baldur Rafn, ég er hárgeiðslumeistari að mennt og nú eigandi bpro heildsölu. Ég er líka eiginmaður og þriggja barna faðir, en við hjónin stofunuðum bpro lok árs 2010. Ég hef  verið heppinn að fá að vinna við það sem mér finnst skemmtilegt alla mína hunds tíð. Það getur ekki kallast annað en heppni að vera með skemmtilegu fólki alla daga og fá stöðugt að fást við meira