Pistlar:

12. janúar 2021 kl. 11:02

Barnaheill - Save the Children á Íslandi (barnaheill.blog.is)

Vinátta ungra barna

Frá unga aldri er vináttÖll börn eiga að fá pláss í hópnuma og vinir mikilvægur þáttur í félagslegum þroska barna og líðan. Í samskiptum við aðra þroska börn með sér félagslega hæfni sem er mikilvæg í samskiptum og velferð þeirra til lengri tíma litið. Með vini hefur barnið einhvern sem það getur treyst á, speglað sjálfan sig og þroskast með.

Vellíðan og að eignast vini er gjarnan það sem foreldrar telja mikilvægast að börn þeirra upplifi í leik- og grunnskóla. Sumir telja jafnvel mikilvægt að barn þeirra eignist sem fyrst ákveðinn besta vin sem gæti orðið vinur til lífstíðar. Það er þó ekki raunhæft að gera ráð fyrir því hjá mjög ungum börnum. Sumir vinir flytja í burtu og svo þroskast börn á misjafnan hátt og áhugamál eru misjöfn og geta breyst. Slíkt getur skapað óöryggi, jafnvel skort á sjálfstrausti nú eða útilokun annarra barna. Þó mikilvægt sé að börn læri að treysta á vini sína og tryggð við þá á í raun enginn einkarétt á vini sínum. Fyrir þroska ungra barna er mikilvægt að eiga marga góða félaga og geta leikið við sem flesta. Þá læra þau á mismunandi einstalinga og kynnast margs konar aðferðum við leik og samskipti.  

Ekki pláss í hópnum

Þegar ákveðin börn eru búin að mynda sterk tengsl og nánast lokaða vinahópa í barnahópnum getur verið erfitt fyrir önnur börn að komast í hópinn. Þau geta þá fundið fyrir útilokun og einsemd. Ekki sé pláss fyrir þau. Börn eiga sjálf að fá að velja sér vini, en þurfa stundum aðstoð og hvatningu, þannig að þau bæði eigi góðan vin eða vini, en geti jafnframt leikið við sem flesta og tekið þátt í leikjum og verkefnum í öðrum vinahópum. Stundum þurfa þau aðstoð við að komast inn í hópa og samfélög barna. Gefðu því gaum hvort eitthvað barn sé útilokað og hjálpaðu því inn í hóp eða hópa. Það er helst gert með því að skipuleggja leiki eða einhvers konar vinnu þar sem allir taka þátt og allir hafa hlutverk. Hægt er að búa til nýja hópa, s.s. þvert á kyn, eða áður þekkt áhugamál.

Fullorðnir sem fyrirmyndir

Kennarar og foreldrar mikilvægu hlutverki við að styðja og styrkja vináttu barna og félagslega vellíðan í samfélagi barnanna. Þeir geta aðstoðað börn við að rækta vináttu sín á milli, treysta vinaböndin, að þau finni að þau eigi eitthvað sameiginlegt til að byggja vináttuna á og átti sig á hvað átt er við með því að vera traustur og tryggur vinur. Til þess þarf að skapa aðsæður fyrir leik, gleði og samveru. Gleði og grín er mikilvægur þáttur til að byggja upp samkennd og vináttu. Að samskipti hinna fullorðnu innbyrðis og við börnin séu jákvæð, uppbyggjandi og með gleði að leiðarljósi skiptir höfuðmáli.

Í Vináttu, forvarnaverkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gegn einelti fyrir leik- og grunnskóla er lögð áhersla á góðan skólabrag, samskipti, vináttu og félagsfærni barna frá 0 – 9 ára. 

mynd
3. nóvember 2020 kl. 14:38

Dagur gegn einelti

8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti. Dagurinn var í fyrsta sinn haldinn árið 2011 og þá til að vekja athygli á því að einelti er ofbeldi og á aldrei að líðast. Frá árinu 2017 hefur dagurinn verið tileinkaður einelti meðal barna, einelti í skólum. Einelti er brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar er kveðið á um vernd allra barna gegn ofbeldi og að ekki skuli mismuna meira
mynd
17. september 2020 kl. 17:30

Ekki er allt sem sýnist

Reglulega koma fréttir í fjölmiðlum um skelfilegt einelti. Fullorðnir einstaklingar stíga fram og greina frá einelti sem þeir urðu fyrir í grunnskóla, einelti sem hafði veruleg áhrif á líf þeirra. Þessir einstaklingar gengu jafnvel í skóla, þar sem voru viðbragðsáætlanir gegn einelti, en allt kom fyrir ekki. Kennarar eiga það flestir sameiginlegt að njóta þess að hitta fyrrum nemendur á förnum meira
10. september 2020 kl. 9:17

Réttur barna til lífs og þroska

Í tilefni þrjátíu ára afmælis Barnasáttmálans, á árinu 2019, tóku Barnaheill, Unicef og umboðsmaður barna höndum saman um að gera einstökum þáttum Barnasáttmálans skil með mánaðarlegum greinaskrifum. Við greinaskrifin var stuðst við almennar athugasemdir eða leiðbeiningar Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Greinarnar eru nú endurbirtar ein af annarri á vef mbl.is. Greinaskrifin eru liður í meira
22. júní 2020 kl. 12:34

Réttur barna til vinnuverndar og verndar gegn arðráni

Í tilefni þrjátíu ára afmælis Barnasáttmálans, á árinu 2019, tóku Barnaheill, Unicef og umboðsmaður barna höndum saman um að gera einstökum þáttum Barnasáttmálans skil með mánaðarlegum greinaskrifum. Við greinaskrifin var stuðst við almennar athugasemdir eða leiðbeiningar Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Greinarnar eru nú endurbirtar ein af annarri á vef mbl.is. Greinarskrifin eru liður í meira
mynd
7. maí 2020 kl. 11:53

Réttur barna til hvíldar, tómstunda og menningar, 31. gr. Barnasáttmálans

  Í tilefni þrjátíu ára afmælis Barnasáttmálans, á árinu 2019, tóku Barnaheill, Unicef og umboðsmaður barna höndum saman um að gera einstökum þáttum Barnasáttmálans skil með mánaðarlegum greinaskrifum. Við greinaskrifin var stuðst við almennar athugasemdir eða leiðbeiningar Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Greinarnar eru nú endurbirtar ein af annarri á vef mbl.is. Greinarskrifin eru meira
mynd
20. apríl 2020 kl. 14:41

Barnasáttmálinn og ofbeldi gegn börnum

Í tilefni þrjátíu ára afmælis Barnasáttmálans, á árinu 2019, tóku Barnaheill, Unicef og umboðsmaður barna höndum saman um að gera einstökum þáttum Barnasáttmálans skil með mánaðarlegum greinaskrifum. Við greinaskrifin var stuðst við almennar athugasemdir eða leiðbeiningar Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Greinarnar eru nú endurbirtar ein af annarri á vef mbl.is. Greinarskrifin eru liður í meira
mynd
30. mars 2020 kl. 12:58

Réttur barna til menntunar og markmið menntunar

Réttur barna til menntunar og markmið menntunar   Í tilefni þrjátíu ára afmælis Barnasáttmálans, á árinu 2019, tóku Barnaheill, Unicef og umboðsmaður barna höndum saman um að gera einstökum þáttum Barnasáttmálans skil með mánaðarlegum greinaskrifum. Við greinaskrifin var stuðst við almennar athugasemdir eða leiðbeiningar Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Greinaranar eru nú endurbirtar meira
20. febrúar 2020 kl. 10:48

Forvarnir virka

Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi. Raunin er samt sú að kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er staðreynd í okkar samfélagi. Á Íslandi verða 17– 35%  barna fyrir slíku ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Það er þriðja hver stúlka og fimmti hver drengur. Mikilvægasta markmiðið er að koma í veg fyrir ofbeldi. Fyrsta stigs forvarnafræðsla felur í sér fræðslu til fullorðinna, fjölskyldna og meira
14. febrúar 2020 kl. 15:16

Börnum bjargað úr ofbeldisaðstæðum

Mörg dæmi eru um að börnum í ofbeldisaðstæðum hafi verið komið til bjargar eftir tilkynningu til ábendingalína um ofbeldi gegn þeim á neti. Í gegnum Inhope, regnhlífasamtök ábendingalína um allan heim, er unnið að því hörðum höndum að bregðast við ábendingum á skjótvirkan hátt, þannig að efni sé fjarlægt af netinu innan 48 stunda frá því að tilkynning berst. Barnaheill eru þátttakendur í meira
4. febrúar 2020 kl. 13:23

Það sem er barninu fyrir bestu

Margir þekkja meginreglu Barnasáttmálans um það sem er barninu fyrir bestu. En hvað þýðir hún nákvæmlega? Hvað felst í þessari grunnreglu í málefnum barna? Í tilefni þrjátíu ára afmælis Barnasáttmálans, á árinu 2019, tóku Barnaheill, Unicef og umboðsmaður barna saman höndum um að gera einstökum þáttum Barnasáttmálans skil með greinaskrifum. Munu greinarnar birtast hér á Mbl. ein af annarri. Við meira
Barnaheill - Save the Children á Íslandi

Barnaheill - Save the Children á Íslandi

Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children sem stofnuð voru árið 1919 og vinna að réttindum og velferð barna með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Barnaheill eru leiðandi afl í að breyta viðhorfum og verklagi varðandi málefni barna og réttindi þeirra. Framtíðarsýn Barnaheilla er heimur þar sem sérhvert barn hefur tækifæri til að lifa og þroskast, fær gæðamenntun, lifir öruggu lífi og hefur tækifæri til að hafa áhrif. Við stöndum vaktina í þágu barna og gætum réttinda þeirra.

Meira