c

Pistlar:

11. október 2021 kl. 14:59

Barnaheill - Save the Children á Íslandi (barnaheill.blog.is)

Hefurðu velt orðinu forsjá fyrir þér? 

bisdczgl1k8d4yvghiz96vÍ daglegu tali heyrist enn til fólks tala um að foreldrar hafi forræði yfir börnum sínum. Mörg ár eru síðan hætt var að nota orðið forræði í lögum. Hið rétta er að nota orðið forsjá. Orðið forræði lýsir gömlum gildum um að foreldrar ráði yfir börnum sínum en orðið forsjá leggur áherslu á eðli foreldrahlutverksins sem felur í sér skyldu til umönnunar og verndar. Mikilvægt er að þekkja rétt barns til þátttöku og áhrifa í ákvörðunum sem það varðar. Barn er einstaklingur með sín eigin mannréttindi og það er mikilvægt að foreldrar líti á hlutverk sitt þannig að þau hafi skyldu til að leiðbeina barni sínu og vera því til stuðnings til að það geti blómstrað og notið tækifæra sinna í lífinu. 

Barnaheill - Save the Children á Íslandi

Barnaheill - Save the Children á Íslandi

Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children sem stofnuð voru árið 1919 og vinna að réttindum og velferð barna með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Barnaheill eru leiðandi afl í að breyta viðhorfum og verklagi varðandi málefni barna og réttindi þeirra. Framtíðarsýn Barnaheilla er heimur þar sem sérhvert barn hefur tækifæri til að lifa og þroskast, fær gæðamenntun, lifir öruggu lífi og hefur tækifæri til að hafa áhrif. Við stöndum vaktina í þágu barna og gætum réttinda þeirra.

Meira