Pistlar:

2. desember 2020 kl. 10:10

Edda Jónsdóttir (eddajonsdottir.blog.is)

Hvaða sparnaðartýpa ert þú? (gjöf fylgir)

Mikið er rætt um sparnað nú á tímum kórónaveirufaraldursins. Ýmsir hafa þurft að draga saman seglin og aðrir upplifa að á óvissutímum sé skynsamlegt að spara. En staðreyndin er sú að fólk á misauðvelt, eða kannski réttara sagt, miserfitt með að spara.

Undirrituð hefur unnið útfrá viðhorfum fólks til peninga og peningahegðun um árabil. Útfrá hugmyndafræðinni um mismunandi peningapersónugerðir, er aðeins ein af átta sem á alltaf varasjóð og það er Safnarinn. Þessarri peningapersónugerð líður jafnan illa ef það gengur á sjóðinn. En það getur verið áskorun fyrir Safnarann að fjárfesta því efasemdir láta gjarnan á sér kræla þegar fjárfestingar eru annars vegar. Því getur verið ráð fyrir Safnarann að skapa jafnvægi milli þess að safna og þess að fjárfesta á öruggan hátt.  

 

Þekkir þú þig í einhverri af eftirfarandi týpum? 

Rómantíkerinn er mikill fagurkeri og leggur mikinn metnað í að eiga fallegt heimili og vera fallega klædd. Þessi peningapersónugerð fjárfestir gjarnan í fallegri hönnun og jafnvel listaverkum eða einhverju sem gleður augað. Í sparnaðarskyni getur það reynst þessarri týpu vel að skrifa niður peninganotkun sína daglega og tileinka sér að hafa að minnsta kosti einn peningalausan dag í hverri viku. Þannig getur hún tileinkað sér betri meðvitund um peninganotkun sína. Einnig er gott að temja sér að hugsa sig vandlega um áður en kaup eru gerð. 

 

Sparnaður þarf að hafa tilgang

Dægurstjarnan á auðvelt með að eyða peningum í að viðhalda ímynd sinni og notar peninga til að kaupa vandaðan og dýran fatnað eða til að upplifa eitthvað stórkostlegt eins og að ferðast til staða sem fáir hafa heimsótt.

Óaðfinnanleg ímyndin er þó ekki alltaf í takt við innistæðuna á bankareikningi Dægurstjörnunnar. Með öðrum orðum, hún lítur oft út fyrir að eiga meiri peninga en hún á. Þessi persónugerð er meistari í samningatækni og fær gjarnan það sem hún kaupir á afslætti. Hún á einnig nokkuð auðvelt með að búa til aukapening og leggja fyrir ef tilgangurinn er skýr. Til dæmis ef hún ætlar að verja peningunum í stórfenglegt frí með vinum eða fjölskyldu eða annað sem samræmist gildum hennar. Í sparnaðarskyni virkar vel fyrir Dægurstjörnuna að vera með fjárhagsáætlun og ákveða upphæð sem hún má nota í upplifanir og ímyndarsköpun. Það virkar vel fyrir Dægurstjörnuna að leggja fyrir inn á mismunandi sjóði. Einnig getur það hjálpað henni að skapa jafnvægi að fjárfesta í öruggum fjárfestingum.

 

Góðar fyrirmyndir skipta máli

Sú fjórða, Tengiliðurinn, er lítið tengd peningum og á því hvorki auðvelt með að spara né leggja fyrir. Þessi peningapersónugerð trúir því gjarnan að allt muni fara vel og að séð verði um hana. Lykillinn að fjárhagslegri velgengni Tengiliðsins er að byggja upp og viðhalda tengslanetinu sínu því tenging hennar við fólk er lykillinn að tengingu hennar við peninga. Það er því mikið tækifæri í því fólgið fyrir þessa persónugerð að tileinka sér aðferðir sem vinir eða fjölskyldumeðlimir hafa notað til að spara og ná góðum árangri í fjármálum.

 

Góðar hugmyndir geta verið undirstaðan í varasjóði

Samband fimmtu persónugerðarinnar við peninga einkennist af blöndu á ást og hatri. Alkemistinn hugsar gjarnan meira um félagslegt réttlæti en fjármál og henni finnst auðnum misskipt í heiminum. Þessi týpa er jafnan mjög hugmyndarík og er oft lýst þannig að hún framleiði hugmyndir. Það er mikið tækifæri fólgið í því fyrir þessa týpu að nýta eitt af þessum tækifærum sem hún sér sem aðrir sjá ekki til þess að leggja grunn að fjárhagslegri framtíð sinni. Skapa eitthvað sem gefur vel í aðra hönd og búa sér til varasjóð. Þannig getur Alkemistinn látið gott af sér leiða í heiminum því peningar geta svo sannarlega verið til góðs.  

 

Skýrir mælikvarðar og sjálfvirkur sparnaður

Stjórnandinn er sjötta peningapersónugerðin en hún er metnaðargjörn og vill alltaf meira. Hún skapar gjarnan stórveldi en glímir við að finnast ekkert vera nóg. Þetta endurspeglast í sambandi hennar við peninga. Þessarri persónugerð finnst ekki auðvelt að spara enda finnst henni aldrei nóg af peningum, hvorki til afnota né til að leggja fyrir.  Það er hjálplegt fyrir þessa peningapersónugerð að setja sér skýra mælikvarða og setja upp sjálfvirkan sparnað.

 

Læstir reikningar virka vel  

Nærandinn elskar að næra aðra en á erfitt með að setja mörk þegar kemur að peningum. Það er gagnlegt fyrir þessa peningapersónugerð að byrja á því að leggja fyrir áður en reikningarnir eru greiddir. Þetta er góð æfing í að heiðra sjálfan sig og eigin sparnaðarmarkmið. Það getur einnig hentað Nærandanum mjög vel að taka peninga úr umferð með því að leggja þá inn á læsta reikninga.

 

Varasjóður getur vegið upp á móti áhættusækninni  

Frumkvöðullinn á auðvelt með samninga og höndlar flókin fjárhaldsmál með glæsibrag. Þessi peningapersónugerð hefur einnig auga fyrir fjárhagslegum smáatriðum og tölum. Áskorunin felst hins vegar í áhættusækninni, sem getur reyndar verið mjög útreiknuð þó hættan á tapi sé alltaf til staðar. Það er áskorun fyrir þessa peningapersónugerð að búa sér til fjárhagslegt öryggi en ávinningurinn af því getur verið mjög mikill. Gott sparnaðarráð fyrir Frumkvöðulinn er að fjárfesta í öruggum sjóðum og eiga ávallt varasjóð til að vega upp á móti áhættusækninni. Þetta á líka við í viðskipta- og rekstrarsamhengi.

 

Aðventugjöf fyrir lesendur Smartlands

Óháð því hvaða týpu þú samsamar þig við (þær geta verið fleiri en ein) þá er ljóst að allir geta sparað. Þó er ljóst af ofangreindu að leiðirnar að sama markmiði eru ólíkar. Undirrituð hefur útbúið Peningahjól sem er sérstök aðventugjöf fyrir lesendur Smartlands. Peningahjólið er að finna hér. Með notkun þess öðlastu yfirlit yfir í hvað peningarnir þínir fara. Það er fyrsta skrefið.

 

 

*Það skal tekið fram að umfjöllunin er ekki ætluð sem fjármálaráðgjöf, heldur byggir á niðurstöðum fjölda sjálfskannana og áralangri vinnu með fjölmörgum einstaklingum.

24. október 2020 kl. 19:03

Temdu þér nýja nálgun í kóvinu

Ein þeirra bóka sem höfðu hvað mest áhrif á mig á unglingsárunum var Ástin á tímum kólerunnar, eftir kólumbíska nóbelshöfundinn Gabriel Garcia Marquez. Mér er sérstaklega minnistætt að hafa reynt að setja mig í spor sögupersónanna en hugsað með mér að það væri óraunsætt þar sem faraldur af þessu tagi myndi aldrei geysa að nýju. Eins og alkunna er, hafði ég rangt fyrir mér.   Tídægra Önnur meira
12. október 2020 kl. 12:31

Sjö ráð til að temja sér jákvæðni á tímum kórónaveirunnar

Yfirskrift pistilsins kann að orka tvímælis en eins og Eleanor H. Porter benti á í bókinni um Pollýönnu, getum við alltaf fundið eitthvað til að gleðjast yfir óháð aðstæðum. Tilvísunin í Pollýönnu á rétt á sér enda voru aðstæður Pollýönnu allt annað en ákjósanlegar og skilaboð bókarinnar eiga því vel við. Hér á eftir koma sjö ráð handa þeim sem vilja temja sér jákvæðni á þessum sérkennilegu tímum meira
2. október 2020 kl. 15:52

Ertu nóg?

„Dýpsti ótti okkar er ekki fólginn í því að við séum ekki nóg. Dýpsti ótti okkar er sá að við búum yfir takmarkalausum styrk. Það er ljósið innra með okkur en ekki myrkrið sem hræðir okkur mest. Við spyrjum okkur: hver er ég að halda að ég sé ljómandi, glæsileg, hæfileikarík, stórkostleg manneskja? Reyndar, hver ertu ef ekki allt þetta? Þú ert barn Guðs. Það þjónar ekki heiminum að þú meira
17. september 2020 kl. 14:44

Þorir þú?

Nýlega átti ég samtal við konu sem hefur afrekað ýmislegt um ævina. Hún tjáði mér að helsta ástæða þess að hún hefði komið miklu í verk væri sú að hún væri óhrædd og laus við kvíða. Sem sérleg áhugakona um leiðtogahæfni og ástæðurnar að baki því að fólk lætur hendur standa fram úr ermum, þótti mér þetta merkilegt.   Hvað stoppar fólk? Ég hef varið talsverðum tíma í að reyna að skilja meira
21. maí 2020 kl. 14:18

Fjármál á tímum kórónaveirunnar

Nú á tímum COVID-19, standa margir frammi fyrir afkomuótta. Sumir hafa fengið skilaboð um að tekjurnar muni lækka og eru jafnvel í hlutastarfi um óákveðinn tíma. Aðrir hafa þegar misst vinnuna eða lífsviðurværið, að minnsta kosti á meðan á ástandinu stendur. Enn aðrir lifa í óvissunni um hvað verður. Í þessum pistli bendi ég á nokkrar hagnýtar aðferðir sem koma að notum fyrir þá sem vilja taka meira
27. desember 2019 kl. 13:27

Er ár þakklætis framundan hjá þér?

Á þessum árstíma lít ég gjarnan yfir farinn veg og verð meyr þegar ég hugsa um allt það góða sem ég hef til að vera þakklát fyrir. Ég er þakklát fyrir lífið, góða heilsu og að hafa þak yfir höfuðið. Ég er þakklát fyrir allt yndislega fólkið í lífi mínu og fyrir að fá að vera til staðar fyrir aðra. Ég er þakklát fyrir verkefnin sem mér eru falin og fyrir að geta sinnt þeim af alúð.   En hvers meira
27. desember 2018 kl. 15:44

Settu þér fjármálamarkmið fyrir nýtt ár (leiðbeiningar fylgja)

Þeir sem setja sér markmið reglulega nýta gjarnan tímann í lok ársins til að gera upp árið og leggja drög að því sem koma skal á nýju ári. Sumt er þannig að við getum ekki stjórnað því en annað er þess eðlis að það verður ekki af því nema það sé ráðgert.   Fjármálamarkmið Fjármálamarkmið eru einfaldlega markmið sem þú setur þér og tengjast fjármálunum með einhverjum hætti. Ef þú hefur ekki meira
6. desember 2018 kl. 11:28

Sýnir þú þakklæti?

Eins og margir vita vinn ég sem leiðtogamarkþjálfi og hjálpa fólki að laga samband þess við peninga. Það er mjög þakklátt starf og hefur djúpstæð áhrif á líf þeirra sem hafa til þess hugrekki að horfast í augu við áskoranir sínar. Það sem færri vita er að síðastliðin ár hef ég einnig verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna árlegt verkefni fyrir bandarískan háskóla. Gæfan hefur að mestu falist í meira
24. nóvember 2018 kl. 11:04

Ertu skapandi og með fjármálaáskoranir?

„Það dregur ákaflega úr sköpunarkraftinum að hafa fjárhagsáhyggjur“, sagði ung myndlistarkona þegar ég spurði hana hvernig henni gengi að sjá sér farborða.   Þónokkrir listamenn hafa tjáð mér að það sé nær ómögulegt að lifa á listinni á Íslandi. Sumir vinna við kennslu til að drýja tekjurnar og aðrir vinna önnur störf til að geta haldið áfram að sinna listinni.   Gildi meira
12. nóvember 2018 kl. 12:52

Einfaldar leiðir til að auka tekjurnar

Margir eru í þeim sporum að geta ekki aukið tekjurnar á núverandi vinnustað. Þar geta legið ýmsar ástæður að baki. Ein gæti verið sú að fyrirtækið hefur ekki bolmagn til að greiða hærri laun en þú sættir þig við núverandi launakjör í von um að bráðum komi betri tíð. Önnur ástæða gæti verið að þú gegnir stjórnendastöðu og kemst hvorki hærra í metorðastiganum né á launaskalanum. Launin eru jafnvel meira
11. september 2018 kl. 18:15

Draumar á dagskrá

Nýlega átti ég samræður sem snéru að æskudraumi mínum. Í kjölfar samtalsins áttaði ég mig á að þessi draumur hefur haft djúpstæð áhrif á líf mitt þrátt fyrir að ég hafi ekki enn upplifað hann, ef svo má segja. Eitt sinn munaði litlu að hann yrði að veruleika og ég vann að því öllum árum að svo gæti orðið. En stundum er eins og örlögin grípi hreinlega inn í atburðarásina og hlutir æxlast öðruvísi meira
24. ágúst 2018 kl. 8:39

Vinsamlegur eða fjandsamlegur heimur?

Albert Einstein sagði að mikilvægasta ákvörðun okkar snéri að því hvort við upplifðum að umheimurinn væri okkur vinsamlegur eða fjandsamlegur. En eru þeir sem líta heiminn vinsamlegum augum einfaldir? Láta þeir blekkjast og verða ef til vill fyrir skakkaföllum sem hljótast af samskiptum við fólk sem nýtir sér jákvætt viðmót þeirra og traust á náunganum? Er heimurinn fjandsamlegur og ætti fólk meira
7. maí 2018 kl. 13:43

Hvað ef þú ættir sex mánuði eftir ólifaða?

Mjög líklega hefur yfirskrift pistilsins annað hvort vakið forvitni þína eða hneykslað þig. Hvort heldur sem er, þá er tilganginum náð og tilgangurinn helgar meðalið í þessu tilfelli.   Nýtt samhengi Ég man þegar ég heyrði þessa spurningu í fyrsta skipti þegar ég var í markþjálfunarnámi. Hvað ef þú ættir sex mánuði eftir ólifaða? Kennarinn útskýrði að tilgangurinn með spurningunni, væri að fá meira
28. mars 2018 kl. 15:35

Þetta reddast!

Ef hægt er að ganga svo langt að alhæfa um viðhorf Íslendinga til áskorana, mætti segja að fólk sé almennt frekar bjartsýnt á að hlutirnir reddist. Sjálf var ég svo þekkt fyrir að segja „þetta reddast“ að ég var kölluð Redda á tímabili, sem rýmar auðvitað vel við nafnið mitt - Edda.   Þetta reddast viðhorfið og fjármálin En þrátt fyrir að jákvætt viðhorf og lausnamiðaður meira
23. febrúar 2018 kl. 14:42

Hugleiðingar um föstu

 „Upp, upp, mín sál og allt mitt geð, upp mitt hjarta og rómur með.“ Þessi orð þekkja flestir, enda marka þau upphaf Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Það er tilvalið að rifja þau upp nú á páskaföstunni og setja þau í samhengi við hið daglega líf í nútímanum.  Fjölmargar rannsóknir á áhrifum föstu hafa sýnt fram á að áhrifin eru ekki aðeins líkamleg, heldur upplifa þeir sem meira
31. janúar 2018 kl. 11:42

Hver viltu vera?

Eitt sinni vann ég á vinnustað þar sem menningin einkenndist af útilokun og flokkadráttum. Sumt fólk á vinnustaðnum notaði gagngert særandi orð gegn þeim sem af einhverjum ástæðum þeir höfðu valið að níðast á. Þetta var þó gjarnan gert undir fjögur augu svo engin vitni voru að hegðuninni. Vandamálið var því bæði dulið og óáþreifanlegt. Þeir sem beittu þessarri tegund hegðunar, sem ég leyfi mér að meira
29. desember 2017 kl. 8:52

Nýtt ár - ný tækifæri?

Áramót eru tilvalinn tími til að líta um öxl og gera upp árið sem er senn á enda. Ef til vill hefur þetta verið heillavænlegt ár og þú notið þín til fullnustu. Nú eða árið hefur fært þér áskoranir og jafnvel sorgir. Kannski hefur árið verið tíðindalítið og líf þitt leiðigjarnt.   Gerum upp árið Hvað svo sem einkenndi árið í þínu lífi, er kominn tími til að gera það upp. Það er meira
6. desember 2017 kl. 15:13

Hvaða jólatýpa ert þú?

Í aðdraganda jólanna kemur kauphegðun okkar oft berlega í ljós. Á meðan skipulagsglaðir eru í essinu sínu, þurfa aðrir að beita sig hörðu til að standast væntingar.  Það er áhugavert að staldra við og skoða eigin mörk í samhengi við peninga og þá sér í lagi á þessum árstíma, þegar peningabuddan tæmist hraðar en ella. Frá sjónarhóli fræðanna um peningapersónugerðirnar, glímum við öll við meira
24. nóvember 2017 kl. 14:16

Kaupa, leigja eða deila bíl?

Margir eru þeirrar skoðunar að það sé hreinlega ekki hægt að búa á Íslandi án þess að eiga bíl. Í stormi og hríð er auðvelt að vera þessu sammála, sem endurspeglast hvað best í tölum frá Samgöngustofu en í lok ársins 2016 voru 277.360 ökutæki í umferð á Íslandi. Þessvegna er tilefni til að taka bílamálin til umræðu í þessum pistli. Byrjum á að beina sjónum að fjárhagslega þættinum og veltum fyrir meira
3. nóvember 2017 kl. 12:15

Heimsmeistarar í sparnaði?

Margir láta sig dreyma um að leggja fyrir en koma því ekki í verk. Aðrir setja sparnað í forgang og eiga alltaf fyrir öllu. Enn aðrir leggja fyrir en falla svo í þá gryfju að nota svo peningana sem þeir höfðu lagt fyrir í eitthvað annað en ætlunin var. Þeir sömu gefast þá gjarnan upp og sitja uppi með þá trú að þeim sé hreinlega ómögulegt að spara.   Ekki sparnaðarþjóð Þrátt fyrir að við séum meira
29. september 2017 kl. 9:32

Settu þér fjármálamarkmið fyrir haustið

Ef þú hefur ekki tamið þér að setja markmiðin þín í fjárhagslegt samhengi er tilvalið að nota tækifærið nú þegar haustið er gengið í garð.   Draumur eða markmið? Byrjum á að tala aðeins um muninn á draumum og markmiðum. Markmið verða til úr draumum. Við fáum hugmynd og byrjum að láta okkur dreyma um að eitthvað geti orðið að veruleika í lífi okkar. En til þess að svo megi verða, þurfum við að meira
12. september 2017 kl. 10:29

Eyðir þú of miklu í mat?

Margir upplifa að eyða of miklu í mat. En er raunhæft að lækka matarkostnaðinn fyrir fullt og allt? Sjálf hef ég lesið ógrynni af greinum og bókum þar sem fjallað er um ýmsar leiðir til að lækka kostnað við matarinnkaupin og skipuleggja eldamennskuna. Margir af þeim sem hafa verið hjá mér á námskeiðum og í einkaþjálfun hafa einnig deilt þeim áskorunum sem þeir standa frammi fyrir þessu tengt. Ég meira
11. ágúst 2017 kl. 14:10

Nokkrar leiðir til að ná árangri í fjármálum

Það dugar skammt að gera það sama aftur og aftur ef það hefur ekki skilað árangri fram að þessu. Þetta á einnig við um peningahegðun. Með öðrum orðum: ef núverandi peningahegðun hefur ekki skilað tilætluðum árangri – er kominn tími á breytingar.   Fyrsta skrefið til að ná árangri í peningamálum er að skoða samband þitt við peninga. Ein leið til þess er að að persónugera peninga. Þú meira
23. júní 2017 kl. 15:52

Hvernig týpa ert þú í sumarfríinu?

Sumarið er komið og margir eru þegar komnir í sumarfrí. Aðrir eiga frí seinna í sumar og leggja nú drög að upplifunum ársins með einum eða öðrum hætti. En hvernig endurspeglast samband okkar við peninga í ákvarðanatöku og peningahegðun á þessum árstíma? Ég ætla að gera tilraun til að varpa ljósi á líklega peningahegðun peningapersónugerðanna átta þegar sumarfrí eru annars vegar.   Skipulag og meira
29. maí 2017 kl. 11:22

Æ ég byrja að spara í næsta mánuði!

Margir kannast við að vera með há laun en ná ekki að spara. Fögur fyrirheit eru víst ekki nóg þegar kemur að sparnaði. Þó það væri voða gaman ef svo væri. En fjárhagsleg markmið lúta sömu lögmálum og önnur markmið. Það þarf að setja þau í forgang. Nokkur dæmi um fjármálaáskoanir Ég þori að fullyrða að við þráum öll fjárhagslegt frelsi, þó við skilgreinum þetta frelsi með mismunandi hætti. meira
25. apríl 2017 kl. 15:24

Með há laun - en nær ekki að spara

Velflestir þeirra sem leita til mín eru vel menntaðir, í góðri vinnu og með ágætis laun. En staðreyndin er sú að allir glíma við einhvers konar áskoranir tengdar peningum.   Mér finnst ég eiga að kunna þetta... Margir þeirra sem leita til mín segjast hálfskammast sín fyrir að þurfa að ræða fjármálin því þeim finnst að þetta ætti að vera á hreinu. Ég hef því komist að þeirri niðurstöðu að sú meira
4. apríl 2017 kl. 9:58

Í hvað fara peningarnir þínir?

Nýlega laukst upp fyrir mér nýtt lag af skilningi sem setti margt í annað samhengi en áður hafði verið. Mér finnst svo magnað að upplifa svona andartök. Næstum eins og þoku létti innra með manni.   Í stuttu máli Forsagan er sú að ég hafði tekið ákvarðanir sem ég var ósátt við. Þær ákvarðanir höfðu fjárhagslegar afleiðingar sem ég var enn ósáttari við en vandinn var sá að ég áttaði mig ekki á meira
21. mars 2017 kl. 18:08

Forsetafrúin og jafnréttismálin

Fyrri hluta dagsins í dag varði ég í návist fyrirfólks. Tilefnið var opinber heimsókn forseta Íslands til Noregs. Ég og fjölskylda mín vorum meðal þeirra sem fengum boð um að vera fyrir utan konungshöllina í Osló og taka á móti forsetahjónunum við upphaf heimsóknarinnar. Það var mikill heiður og mjög hátíðleg stund.   Ég þori, get og vil Í kjölfarið var opinn fundur í Oslóarháskóla þar sem meira
21. febrúar 2017 kl. 19:36

Fimm ráð til að ná betri tökum á fjármálunum

Mörgum finnst tilhugsunin um fjármál og fjármálaumsýslu, hreinlega leiðinleg. Ég var í hópi þess fólks um áraraðir og þessvegna fann ég skemmtilegar og skapandi leiðir til að ná tökum á fjármálunum þegar ég ákvað að verða fjárhagslegur leiðtogi í eigin lífi.   Ég viðurkenni þó fúslega að skattaskýrslur og bókhald eru enn á listanum yfir það sem mér finnst hreinlega leiðinlegt. Góðu fréttirnar meira
8. febrúar 2017 kl. 18:25

Hver er þín afsökun?

Kannastu við að hafa sagt setningar á borð við þessar: „Ég mundi vilja gera þetta en ég hef ekki tíma.“ eða „Mig langar en ég hef bara ekki efni á því“. Flest notum við svona afsakanir án þess að velta því fyrir okkur. Notkun þeirra er svo algeng að fæstir setja við þær spurningamerki. Ef betur er að gáð, liggur þó meira að baki.   Vald og ábyrgð Ættum við ekki að gefa meira
23. janúar 2017 kl. 12:27

Hvernig er samband þitt við peninga?

Samband hvers og eins okkar við peninga stjórnast að miklu leyti af því sem ég kalla peninga DNA. Það eru þræðir innra með okkur, sem eiga rætur í uppeldi okkar og peningasögu. Þessir þræðir stýra upplifunum okkar og væntingum, án þess þó að við séum almennt meðvituð um þá. Kostir þess að kynnast peninga DNA-inu sínu eru ótvíræðir. Aukin sjálfsþekking er alltaf til góðs og veitir okkur tækifæri meira
13. janúar 2017 kl. 12:21

Föstudagurinn þrettándi og fjármálin

Shakespeare skrifar í Hamlet að ekkert sé í raun gott eða vont - aðeins hugsun geti gert það annað hvort. Föstudagurinn þrettándi er gott dæmi um slíkt. Dagurinn í dag getur einkennst af varkárni fyrir þann sem býst við hinu versta. Eða hann getur orðið besti dagur lífs þíns. Nú eða bara venjulegur föstudagur. Það er algjörlega undir þér komið. Það sama á við hvar sem ber niður í lífi okkar allra. meira
27. desember 2016 kl. 9:05

Ertu klár fyrir nýtt ár?

Um áramót er tilvalið að líta yfir farinn veg. Rifja upp góðar minningar. Halda upp á það sem fór vel og draga lærdóm af því sem betur mátti fara.   Aldrei það kemur til baka Sum ár eru þannig að við kveðjum þau með feiginleik.Þá hefur svo margt gengið á að við fögnum nýju ári sem birtingarmynd nýrra tíma. Önnur ár kveðjum við með söknuði þess sem misst hefur ástvin. Þá lítum við til baka og meira
6. desember 2016 kl. 14:23

Tæmist buddan á aðventunni?

Er líða fer að jólum bresta ýmsar varnir. Peningahegðun okkar kemur þá berlega í ljós og sumir upplifa jafnvel að fara örlítið framúr sér. Hvort sem jólaútgáfan af okkur er ofurskipulögð og útsjónasöm - utangátta á síðustu stundu eða einhverstaðar þar á milli, þá er þetta sú árstíð sem peningar koma hvað mest við sögu. Gjafakaup, jólaföt, hátíðarmatur, jólahlaðborð, jólatónleikar, áramótagleði meira
21. nóvember 2016 kl. 18:04

Í draumi sérhvers manns...

Lengi vel átti ég brösótt samband við ljóð Steins Steinars sem hefst á orðunum í yfirskrift pistilsins. Átti erfitt með að skilja hvernig hann gat skrifað að í draumi sérhvers manns væri fall hans falið. Ég velti því fyrir mér hvort merking hans væri sú að draumar ættu ekki rétt á sér.   Samhengið skorti Nýlega laukst upp fyrir mér að sennilega hefði mig skort samhengi til að skilja ljóðið. meira
8. nóvember 2016 kl. 15:31

Peningar, peninganna vegna?

„Og þú ert alltaf að fjalla um peninga“, staðhæfði maður nokkur um leið og hann lét sig falla í djúpan hægindastól við hlið mér. Við vorum stödd í boði hjá sameiginlegum vinum. „Nei, ég fjalla um samband fólks við peninga og peningahegðun þess“, svaraði ég að bragði. „Ég tala alls ekki um peninga, peninganna vegna, heldur sem birtingarmynd af ákveðnu meira
26. október 2016 kl. 7:56

Gjöf til þín: Fyrsta skrefið í átt að fjárhagslegu frelsi

Frelsi er hugtak sem hefur mismunandi þýðingu fyrir ólíka einstaklinga. Að sama skapi hefur fjárhagslegt frelsi einstaka merkingu fyrir hvert og eitt okkar. Skilgreiningarnar tengjast gjarnan kjarnagildum okkar en eiga sér rætur í peningasögu okkar. Flest getum við verið sammála um að við stefnum að fjárhagslegu frelsi. Á einn eða annan hátt er það að minnsta kosti það sem við þráum. Það er þó meira
7. október 2016 kl. 9:40

Frúin í Hamborg

Flestir kannast við leikinn sem kenndur er við frúna í Hamborg. Þrátt fyrir að hann gangi út á að láta ekki leiða sig í þá gildru að segja já, nei, svart eða hvítt, þá snýr grunnspurningin að peningum. Ef til vill er stutt síðan þú lékst þennan leik en kannski hefurðu ekki leikið hann síðan í æsku. Hvort heldur sem er, langar mig að bjóða þér í stutt ferðalag. Mig langar að biðja þig um að staldra meira
19. september 2016 kl. 14:14

Til hvers að spara?

  Heilbrigð skynsemi er skömmtunarvara. Þeir sem hafa hana hljóta að spara.*   Þessa vísu er hægt að skilja á ýmsa vegu. En hver sem tilætluð merking vísuhöfundar var, eru velflestir á sama máli um að það sé skynsamlegt að spara. Þó er það svo að fæstir leggja fyrir. „Jú, ég hef lífeyrissparnaðinn“, segja sumir. En aðrir varasjóðir virðast nokkuð fátíðir. Á þeim árum sem ég meira
5. september 2016 kl. 11:07

Fékkstu gott fjármálauppeldi?

Aðspurður um hvað ég hefði kennt honum um peninga, svaraði tíu ára sonur minn að bragði: „Ekkert“. Í stundarkorn var ég algjörlega slegin útaf laginu því ég tel mig hafa lagt rækt við fjármálauppeldi hans. Skömmu síðar spurði ég hann hvað hann hefði lært af því að koma með mér út í matvörubúð og hjálpa mér að versla. Hann svaraði þá að hann hefði lært að það væri sniðugt að velja vel meira
22. ágúst 2016 kl. 18:12

Bleikir peningar

„Konur vilja það sama og karlar – bara meira.“* Þessi tilvitnun vakti áhuga minn enda er ég með ólæknandi áhuga á öllu sem viðkemur efnahagsmálum og þá sér í lagi frá sjónarhóli kvenna. Tilvitnunin er höfð eftir Marti Barletta, markaðssérfræðingi og höfundi bókarinnar Prime Time Women. Barletta vill meina að auglýsendur vanmeti kaupmátt kvenna stórlega. Rannsóknir hafa nefnilega meira
3. ágúst 2016 kl. 14:56

Fjármál hjóna

Sumarfrí er tilhlökkunarefni hjá flestum. Þá gefst tækifæri til að taka sér frí frá amstri dagsins og jafnvel leggja land undir fót. Þegar á hólminn er komið er þó margt sem getur farið öðruvísi en ætlað var. Rannsóknir hafa sýnt að það eru meiri líkur á að fólki verði sundurorða í sumarfríum og öðrum fríum, heldur en endranær. Svo virðist sem hversdagsleikinn með sinni rútínu og verkafjöld veiti meira
6. júlí 2016 kl. 12:14

Stórlaxar og skítseiði

Þegar fréttir bárust af forsvarsmönnum Íslensku þjóðarinnar á vordögum í tengslum við afhjúpun á Panamaskjölunum, kom tíu ára sonur minn með dásamlega lausn. „Mamma mín, þetta er allt í lagi. Við tölum bara ensku í viku og svo verður þetta gleymt.“ Hann reyndist sannspár því skömmu síðar snéri hópur snillinga í takkaskóm vörn í sókn í orðsins fyllstu merkingu. Árla morguns sveif ég meira
13. júní 2016 kl. 15:17

Peningamegrun í sumar?

Mín fyrstu kynni af fyrirbærinu megrun voru fyrir tilstilli móður minnar á fyrri hluta níunda áratugarins. Hún hafði fest kaup á bókinni Scarsdale kúrinn og fylgdi því sem þar stóð skrifað í hvívetna. Bókarkápan er mér einstaklega minnistæð en hana prýddi grafísk mynd af þéttholda eldri konu sem sat á bekk og sökkti tönnunum í stærðeflis hamborgara. Skammt frá bekknum gat að líta spengilega unga meira
1. júní 2016 kl. 11:56

Ástríða í stríðum straumi

Nýlega horfði ég á upptöku af erindi rithöfundarins Elisabeth Gilbert þar sem rauði þráðurinn er sá að sumir hafa sterka köllun og afgerandi hæfileika á afmörkuðu sviði en hæfileikar annarra liggja á fleiri sviðum. Hún segist alltaf hafa vitað að henni væri ætlað að skrifa. Áður en skrif hennar hlutu náð fyrir augum heimsins, vann hún við þjónustustörf til að geta séð sér farborða. En þráin til að meira
19. maí 2016 kl. 11:51

Það sem geiturnar þrjár vissu

Tungumálið endurspeglar menninguna og er uppspretta ýmissa undirliggjandi hugmynda sem við höfum tekið á móti án þess að hafa leitt hugann að því sérstaklega. Við erum jú hluti af samfélaginu því við erum samfélagið. Sumar þessarra hugmynda eru góðar og gildar og jafnvel undirstaða þeirra grunngilda sem við erum sammála um sem samfélag. Aðrar eru þess eðlis að þegar við kryfjum þær til mergjar meira
2. maí 2016 kl. 14:10

Handbók leiðtogans - ný rafbók

Í huga sumra eru leiðtogar aðeins þeir sem hafa allt sitt á hreinu og gera aldrei mistök. Staðreyndin er hins vegar sú að leiðtogar mæta áskorunum daglega. Það er í rauninni sama hvort fólk hefur gegnt leiðtogastöðu um langa eða skamma hríð, áskoranirnar láta ekki á sér standa. Þetta á við bæði hjá stórum fyrirtækjum og stofnunum og einnig hjá þessum litlu. Mín reynsla er sú að áskoranirnar eru meira
18. apríl 2016 kl. 11:48

Hvernig mælirðu þitt sjálfstraust?

Sjálfstraust er heillandi fyrirbæri. Þrátt fyrir að margir myndu skilgreina sjálfstraust sem hugtak og því óáþreifanlegt, má færa rök fyrir að sjálfstraust spili sterka rullu í mannlegum samskiptum og í upplifun okkar af lífinu. Þar á ég bæði við það sjálfstraust sem við búum yfir og einnig sjálfstraust annarra. Að sama skapi má segja að skortur á sjálfstrausti hafi áhrif á samskipti okkar og meira
4. apríl 2016 kl. 12:51

Ábyrgð leiðtogans

Hugtakið ábyrgð virðist menningarbundið að einhverju leyti. Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs frá árinu 1988 er sá ábyrgur sem svarar til ábyrgðar. Það að svara til ábyrgðar virðist þó síður en svo liggja beinast við hjá mörgum þeim sem gegna ábyrgðarstöðum og skilgreina sig sem leiðtoga.   Láttu það byrja hjá þér Það er gömul saga og ný að verkin tala. Þetta er þekkt fyrirbæri í barnauppeldi meira
21. mars 2016 kl. 9:45

Temdu þér þakklæti

Upplifun okkar á umhverfi og aðstæðum getur á stundum verið slík að við eigum ekki auðvelt með að vera þakklát. Þetta á einnig við þegar atvik verða sem við köllum slys eða þegar veikindi ber að höndum. Í slíkum kringumstæðum er þakklæti okkur sjaldnast efst í huga. Þegar frá líður verður okkur hins vegar stundum ljóst að það sem við upplifðum sem erfiðleika, var í raun og veru dulbúin blessun. meira
8. mars 2016 kl. 18:05

Konur, friður og fjárhagslegt öryggi

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti er haldinn hátíðlegur 8. mars. Upprunalegu hugmyndina að þessum degi má rekja til Clöru Zetkin sem var þýsk kvenréttindakona og sósíalisti. Clara bar hugmyndina fyrst upp á fundi Alþjóðasamtaka sósíalískra kvenna í Kaupmannahöfn árið 1910. Ákveðið var að dagurinn skildi haldinn í mars ár hvert en til að byrja með var hann haldinn á meira
23. febrúar 2016 kl. 10:54

Í sjálfheldu

Við erum aldrei jafn vanmáttug í lífinu eins og þegar við upplifum að við séum ekki við stjórnvölinn. Annað hvort vegna þess að aðstæður eru þannig að við fáum ekki rönd við reist, til að mynda þegar slys eða veikindi ber að höndum. Eða þegar við af einhverjum ástæðum tökum ekki ábyrgð á kringumstæðum okkar og lífi almennt. Það kalla ég að vera í sjálfheldu. Það er einstaklega vond tilfinning og meira
25. janúar 2016 kl. 12:47

Hver eru þín peningamarkmið?

Flest setjum við okkur markmið með einhverjum hætti, þó ekki sé nema í formi áramótaheita. Oft er þó minna um efndir. Rannsakendur hafa leitað að ástæðunum sem liggja að baki vanefndunum og komist að ákveðnu orsakasamhengi sem gott er að hafa í huga. Rannsóknir hafa sýnt að aðeins 5% fólks skrifar niður markmið sín en það er talinn vera lykilþáttur í markmiðasetningu. Góðu fréttirnar eru þær að meira
11. janúar 2016 kl. 15:39

Hvað einkennir líf þitt?

Ferðalagi okkar í gegnum lífið má líkja við göngu um dali og fjöll. Það skiptast á skin og skúrir og suma daga er gangan léttari en aðra daga. Þegar mótvindur geysar og við upplifum að okkur langi að gefast upp, er gott að muna að öll veður lægir um síðir. Að vetri loknum, kemur vor. Sá sannleikur er markaður í munstur náttúrunnar og má yfirfæra á þau munstur sem við greinum í lífinu sjálfu. Það meira
29. desember 2015 kl. 12:57

Nokkur ráð til að auka gleði

Margir líta svo á að skemmtun og gleði tilheyri aðeins afmörkuðum hluta lífsins. Athafnir sem flokkast undir skemmtanir eru gjarnan að hitta vini og jafnvel fjölskyldu þar sem opinberi tilgangurinn er sá að gleðjast. Aðrir skemmta sér best við líkamsrækt hverskonar og enn aðrir við að fylgjast með íþróttaiðkun annarra. Þar fyrir utan ríkir oft takmörkuð gleði í lífi fólks og það upplifir ekki að meira
14. desember 2015 kl. 11:44

Væntingavísitalan þín fyrir árið 2016

Hagfræði er að mínu mati heillandi fræðigrein. Færa má rök fyrir því að hagfræði sé meðal þeirra greina sem hefur hvað mest mótandi áhrif á daglegt líf einstaklinga og samfélaga. Minn áhugi liggur helst á sviði atferlishagfræði því mér finnst heillandi að hve miklu leiti peningahegðun hvers og eins okkar, stjórnast af straumum og stefnum í efnahagslífinu. Sjálf hef ég búið í þremur mismunandi meira
30. nóvember 2015 kl. 10:38

Peningahegðun á aðventu

Nú er aðventan gengin í garð í allri sinni dýrð. „Sælla er að gefa en þiggja“ er yfirskrift þessarar hátíðar ljóss og friðar og undirtitillinn ef til vill – sælla er að eta en fasta. Grunnstefið í peningahegðun okkar kemur berlega í ljós í aðdraganda jólanna og ég segi fyrir mitt leyti að ég þarf virkilega að taka á henni stóru minni. Freistingarnar liggja víða og sem betur fer meira
16. nóvember 2015 kl. 10:59

Í sambandi við peninga

Hefurðu leitt hugann að því að samband okkar við peninga hefst í móðurkviði og lýkur ekki fyrr en eftir að við erum komin undir græna torfu? Hvað á ég við með því? Jú, við heyrum samtöl um fjármál meðan við erum í móðurkviði. Hvernig skuli fjármagna komu okkar og það tímabil sem að minnsta kosti einn forráðamaður tekur sér frí frá störfum til að annast okkur. Hugmyndin um peninga og virði er því meira
2. nóvember 2015 kl. 7:52

Gjöf til þín: lykilspurningarnar þrjár

Albert Einstein benti á þá staðreynd að við gætum ekki leyst vandamál með sama hugsunarhætti og við notuðumst við þegar vandræðin urðu til. Það er einmitt það, segjum við en veltum þó fyrir okkur hvaða hugsunarháttur dugi til. Við erum jú vanadýr eins og fram hefur komið og gerum gjarnan meira til að viðhalda óbreyttu ástandi en við gerum til að breyta.   Áskoranir Öll getum við borið kennsl meira
19. október 2015 kl. 9:01

Úr viðjum vanans

Nú þegar haustmyrkrið vofir yfir og daginn hefur stytt til mikilla muna, eiga mörg okkar erfitt með að koma okkur frammúr á morgnana. Orkan sem leysist úr læðingi með vorsólinni og sumarnóttunum björtu, er í rénum og eftir sitjum við berskjölduð gagnvart snemmvetrarsleninu. Þrátt fyrir tryggð okkar við lýsisflöskuna og græna grænmetið, læðist gamall félagi inn í líf okkar – vaninn. Sá gamli meira
5. október 2015 kl. 8:29

Veldu núna

Fátt veldur mér jafnmiklum heilabrotum og það að hringja í þjónustufyrirtæki sem hafa símsvara með valmöguleikum. Þegar kemur að „veldu núna“ hlutanum, er ég oftast ennþá að velta möguleika tvö fyrir mér og möguleiki þrjú hefur farið forgörðum. Ég neyðist því til að hlusta á alla rununa aftur áður en ég get valið og komist í rétta biðröð til að tala við þjónustufulltrúa. Þessi meira
21. september 2015 kl. 10:48

Hvað stendur á þínum merkimiða?

Pistillinn sem fjallaði um þekkta slagara óttakórsins fór eins og eldur um sinu um netheima og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Í kjölfarið fór ég að velta ýmsu fyrir mér og meðal annars því sem hér á eftir kemur.   Andstæðar tvennur Það er gömul saga og ný að það eru tvær hliðar á öllum peningum. Þessar tvær hliðar eru andstæðar tvennur sem togast á og skapa hvor annarri tilverurétt. Svo meira
7. september 2015 kl. 16:23

Að hrökkva eða stökkva

„Framtíðin er þeirra sem trúa á fegurð drauma sinna“, sagði Eleanor Roosevelt. Það hljómar mjög vel en vandamál margra felst í því að þegar við látum okkur dreyma þá kemur óttinn upp. Hann tekur völdin með sinni lamandi hendi. Það er óttinn sem veldur því að við látum ekki drauma okkar rætast heldur sættum okkur við óbreytt ástand. Við látum okkur reka í stað þess að sigla seglum meira
24. ágúst 2015 kl. 11:44

Margur verður af aurum...

Líklega sagðirðu api, annað hvort upphátt eða í hljóði áður en þú smelltir til að lesa pistilinn. Orðatiltækið er eitt af mörgum sem endurspeglar víðteknar peningahugmyndir fólks. Það á uppruna sinn í Hávamálum og er inngreipt í samfélagslega vitund okkar, hvort sem við sem einstaklingar trúum því að margur verði af aurum api, eður ei.   Áhrif peningahugmynda En hvaða áhrif hafa meira
10. ágúst 2015 kl. 10:51

Leynist fjármálasnillingur innra með þér?

Ef einhver hefði spurt mig þessarar spurningar fyrir fimm árum, hefði ég sennilega hlegið og sagt þvert nei. Í dag trúi ég því hins vegar að það búi fjármálasnillingur innra með okkur öllum. Við þurfum bara mjög mismunandi aðferðir til að laða fram snilligáfuna. Flestir sem koma til mín í markþjálfun byrja setningar um fjármál á einhverju af eftirfarandi: „Ég hef ekki efni á...&ldquo meira
27. júlí 2015 kl. 8:43

Lesið milli lína

„Ég er að safna undirskriftum. Viltu skrifa undir?“ Svona hófst samtal sem ég átti á götu í erlendri borg nýverið. Maðurinn var alls ekki að safna undirskriftum heldur áheitum og tilgangurinn var sá að fá mig til að láta peninga af hendi fyrir óljósan málstað. Þessi samskipti urðu kveikjan að því að ég fór að velta fyrir mér samskiptaháttum og menningu. Fyrirbærið misskilningur var mér meira
13. júlí 2015 kl. 7:04

Ég fer í fríið...

„Sumarið er tíminn þegar hjartað verður grænt“, söng Bubbi Morthens svo eftirminnilega um árið. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að Bubbi noti samlýkinguna um grænt hjarta til að tákna nýjabrumið sem fylgir sumrinu. Nýtt upphaf. Ný von. Nýtt tímabil. Og nú þegar einhver lengsti vetur í manna minnum er að baki, andvarpa flestir af feginleik, að minnsta kosti innra með sér. Sumarnóttin meira
29. júní 2015 kl. 10:58

Ertu í sjálfsábyrgð?

Stærsta áskorun okkar sem einstaklinga felst í að bera ábyrgð á okkur sjálfum. Það kann að hljóma einkennilega og virðast einfalt en staðreyndin er sú að fæstum tekst þetta alla daga allt lífið. Ég leyfi mér reyndar að efast um að nokkrum takist það. Okkur hættir frekar til að horfa út um gluggann í leit að sökudólgi þegar eitthvað fer úrskeiðis í lífi okkar. En þeir sem taka ábyrgð á sjálfum sér meira
15. júní 2015 kl. 10:41

Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá

Þann 19. júní fögnum við aldarafmæli kosningaréttar íslenskra kvenna. Á þessum merku tímamótum er vert að staldra við og spyrja hvað við getum lært af útsjónasemi og elju þeirra kvenna sem ruddu brautina. Baráttan fyrir kosningarétti var löng og orðræðan oft hatrömm. En þær gáfust ekki upp og höfðu betur að lokum.   Ábyrgð hverrar kynslóðar Hver kynslóð þarf að vera meðvituð um verk sín og meira
1. júní 2015 kl. 7:10

Orð eru dýr

Daginn sem fyrsta orðið hraut af vörum þínum, breyttist allt. Foreldrar þínir fluttu ættingjum og vinum fregnir af þessu stórkostlega barni sem sagði fyrsta orðið. Þvílíkt undur! Svo bættust orð í safnið og smám saman fórstu að mynda setningar. Einn daginn varstu altalandi.   Orð eru merkilegt fyrirbæri og máttur þeirra stórlega vanmetinn. Setningar eins og orð eru til alls fyrst og í upphafi meira
18. maí 2015 kl. 8:07

Mánudagskonan

Nú er óvenjulangur vetur að baki og geislar maísólarinnar teknir að verma okkur - að minnsta kosti um hjartaræturnar. Lóan er komin og sumarið er á næsta leiti. Engu að síður kveinkuðu sér margir við tóna vekjaraklukkunnar í morgun og freistuðust jafnvel til að snúa sér á hina hliðina. „Ooh fimm daga vinnuvika framundan“ (sem er reyndar óvenjulegt í maí). „Ekki annar meira
5. maí 2015 kl. 11:02

Hvað skiptir þig mestu máli?

Það er nauðsynlegt að staldra við með reglulegum hætti og spyrja sig hvað skiptir mestu máli. Kjarnagildin okkar eða grunngildin ættu að vera rauður þráður í lífi okkar. Það er nauðsynlegt til að við upplifum samhljóm og hamingju. Ef við erum ekki trú okkar sannfæringu og sættum okkur við málamiðlanir, þá endurspeglast það á öllum sviðum lífs okkar.   Hamingjan í húfi Þeir sem eru meðvitaðir meira
20. apríl 2015 kl. 10:50

Tuttugu sekúndur af hugrekki

Nýlega lærði ég nytsamlega aðferð til að takast á við ótta. Hún byggir á þeirri hugmynd að við þurfum einungis að vera hugrökk í tuttugu sekúndur í senn til að framkvæma það sem við óttumst. Ég ætla að tileinka mér þessa aðferð til að verða hugrakkari.   Hugrakkir breyta heiminum Brautryðjendur eru hugrakkir. Fólk sem þorir að synda á móti straumnum, hugsa öðruvísi en ríkjandi hefðir segja meira
6. apríl 2015 kl. 11:11

Hvað er forysta?

Þessarri spurningu velti ég oft fyrir mér. Það eru til ýmsar skilgreiningar á því hvað er að vera leiðtogi og hverjir eru leiðtogar. Sitt sýnist hverjum og sérfræðingar eru ekki á einu máli. Vinsælar skilgreiningar á forystu þessi misserin eru meðal annars þjónandi forysta, leiðandi forysta og sönn forysta (e. authentic leadership). Allar þessar tegundir forystu eiga það sameiginlegt að leiðtoginn meira
23. mars 2015 kl. 13:49

Umbreyttu peningamálunum

 Við glímum flest við einhvers konar áskoranir tengdar peningum. Við viljum gjarnan hafa meiri peninga milli handanna svo við getum gert það sem skiptir okkur máli. Hvort sem það er að fara í frí með fjölskyldu eða vinum, greiða skuldir, fjárfesta til framtíðar, eignast fallegt heimili eða eitthvað allt annað. Þrátt fyrir þennan vilja okkar til að hafa úr meiru að spila, verður oft lítið úr meira
9. mars 2015 kl. 12:46

Fyrirtæki í eigu kvenna skipta sköpum

Forbes tímaritið hefur kallað kvenfrumkvöðla hina nýju kvennahreyfingu. Helsta ástæða þess er sú að fyrirtæki í eigu kvenna í Bandaríkjunum hafa átt stóran þátt í því að efnahagsbati þjóðarinnar hefur orðið eins mikill og raun ber vitni.   Samkvæmt staðtölum af vefsíðu Samtaka kvenna í fyrirtækjarekstri í Bandaríkjunum, voru meira en 9,1 milljón fyrirtækja í eigu kvenna þar í landi árið 2014. meira
23. febrúar 2015 kl. 12:00

Íkorninn og hnetan

Nýlega var ég á ferðalagi á fjarlægum slóðum. Daginn sem heimferðin var ráðgerð, kom bílstjóri og sótti mig á hótelið, því ég hafði pantað akstur út á flugvöll. Fljótlega eftir að við lögðum af stað, varð mér ljóst að bílstjórinn var einstakur maður. Við ræddum þá staðreynd að við erum sköpuð með tvö eyru og einn munn. Við ályktuðum að helsta ástæða þess sé sú að okkur er ætlað að hlusta meira en meira
9. febrúar 2015 kl. 15:06

Peningabyltingin

Ég er ein þeirra næstum 10.000 Íslendinga sem hafa flutt til Noregs á undanförnum árum. Það var skömmu eftir komuna til Noregs, ríkasta lands Evrópu, að ég áttaði mig á að peningaleg staða fólks ákvarðast fyrst og fremst af hugmyndum þess um peninga. Nú veit ég að sumir lesendur andvarpa, aðrir ranghvolfa augunum og enn aðrir geta ekki látið ógert að andmæla upphátt. En ef þú hefur hugrekki til að meira
mynd
26. janúar 2015 kl. 11:20

Peningar hafa aldrei verið vandamál í mínu lífi...

  Einn af mínum fyrstu vinnuveitendum sagði oft: „Peningar hafa aldrei verið vandamál í mínu lífi – en peningaleysi hefur hins vegar oft komið sér illa.“ Orð hans eru lýsandi um viðhorf landans til þess að ræða peningamál. Haltu þessu fyrir þig er viðkvæðið, hvort sem fólk á meira en nóg eða hvorki í sig né á.   Halda peningaáhyggjurnar fyrir þér vöku? Hefurðu meira
Edda Jónsdóttir

Edda Jónsdóttir

Edda er leiðtogamarkþjálfi CPC sem sérhæfir sig í valdeflingu einstaklinga og teyma. Pistlar Eddu fjalla um fjárhagslega hæfni, leiðtogafærni og hugarfarsbreytingar.

Edda á og rekur EddaCoaching - www.eddacoaching.com. 

Meira