c

Pistlar:

23. mars 2015 kl. 13:49

Edda Jónsdóttir (eddajonsdottir.blog.is)

Umbreyttu peningamálunum

 Við glímum flest við einhvers konar áskoranir tengdar peningum. Við viljum gjarnan hafa meiri peninga milli handanna svo við getum gert það sem skiptir okkur máli. Hvort sem það er að fara í frí með fjölskyldu eða vinum, greiða skuldir, fjárfesta til framtíðar, eignast fallegt heimili eða eitthvað allt annað. Þrátt fyrir þennan vilja okkar til að hafa úr meiru að spila, verður oft lítið úr peningalegum áformum okkar. Ástæða þess er helst sú að við vitum ekki hvernig við eigum að fara að því að afla meira, hvað þá að halda meiru eftir af þeim peningum sem við öflum.

Mörgum þykir mjög óþægilegt að ræða um peninga. Sú tilhneiging hefur víðtæk áhrif og endurspeglast til dæmis í því að vinnuframlag fólks er mikið þó launaumslagið sé þunnt. Einnig getur þessi tilhneiging endurspeglast hjá frumkvöðlum í því að þeir eiga erfitt með að biðja um greiðslu fyrir störf sín.

En hvort sem þú ert starfsmaður hjá öðrum eða átt þinn eigin rekstur, þá er líklegt að þú upplifir ekki að þú sért við stjórnvölinn þegar peningar eru annars vegar. Þrátt fyrir að þú verðir að taka undir að peningar eru nauðsynlegur hluti af hinu daglega lífi.

Peningastreita

Ef þú ert ekki við stjórnvölinn þegar kemur að þínum peningamálum – þá ert þú undir stjórn peninga. Hvernig þá? Jú, ef þú upplifir stöðuga streitu vegna þess að peningamálin eru í flækju, þá kemur sú streita í veg fyrir að þú getir aflað meiri tekna. Þessi streita kemur einnig í veg fyrir að þú getir haft yfirsýn yfir peningamálin og haft stjórn á útgjöldum og sparnaði.

Tökum dæmi um mann sem leitaði til mín og ég hjálpaði honum að ná stjórn á peningamálum sínum. Við skulum kalla hann Tómas. Hann var tekjuhár en hafði ekki yfirsýn yfir útgjöld sín. Hann upplifði að tekjur hans fuðruðu upp í hverjum einasta mánuði og undir lok mánaðarins var hann farinn að bíða eftir næstu launagreiðslu. Við fórum í gegnum Peningaumbreytinguna saman og í kjölfarið öðlaðist hann yfirsýn á útgjöld sín og fór að hafa stjórn á þeim. Hann setti sér raunhæf fjárhagsleg markmið, byrjaði að leggja fyrir og saman bjuggum við til áætlun sem gerði honum kleift að greiða niður skuldir. Hann upplifði valdeflingu tengda peningum í fyrsta skipti á ævinni.

Góðar fréttir

Peningar eru harður húsbóndi og því er mjög valdeflandi að vera við stjórnvölinn þegar kemur að peningamálunum. Ég þekki það sjálf að vera á kafi í skuldasúpunni en ég lærði að synda og náði tökum á mínum peningamálum. Ekki svo að skilja að það sé allt fullkomið hjá mér. Ónei, ég glími enn við peningaáskoranir eins og allir aðrir. En ég hef öðlast kjark til að horfast í augu við áskoranirnar og mæta þeim. Ég hef lært að nota kerfisbundnar aðferðir til að greiða niður skuldir, leggja fyrir og setja mér fjárhagsleg markmið sem standast.

Nú býð ég þér að slást í hóp þeirra sem hafa náaunhæf markmið, ka undir það . nig ðir til að greiða niður skuldir, leggja fyrir og bmfram allt annað m skiptir okkur mð árangri í peningamálunum. Ég býð þér að taka við stjórnartaumunum og verða fjárhagslegur leiðtogi í eigin lífi. Skoðaðu nýju vefsíðuna mína og kynntu þér námskeiðsúrvalið.

Edda Jónsdóttir

Edda Jónsdóttir

Edda er leiðtogamarkþjálfi CPC sem sérhæfir sig í valdeflingu einstaklinga og teyma. Pistlar Eddu fjalla um fjárhagslega hæfni, leiðtogafærni og hugarfarsbreytingar.

Edda á og rekur EddaCoaching - www.eddacoaching.com. 

Meira