c

Pistlar:

26. október 2016 kl. 7:56

Edda Jónsdóttir (eddajonsdottir.blog.is)

Gjöf til þín: Fyrsta skrefið í átt að fjárhagslegu frelsi

Frelsi er hugtak sem hefur mismunandi þýðingu fyrir ólíka einstaklinga. Að sama skapi hefur fjárhagslegt frelsi einstaka merkingu fyrir hvert og eitt okkar. Skilgreiningarnar tengjast gjarnan kjarnagildum okkar en eiga sér rætur í peningasögu okkar.

Flest getum við verið sammála um að við stefnum að fjárhagslegu frelsi. Á einn eða annan hátt er það að minnsta kosti það sem við þráum. Það er þó reynsla mín að fæst okkar eru með áætlun um það hvernig við ætlum að láta það verða að veruleika.

Hvert er fyrsta skrefið?

Eftir að hafa unnið með fjölmörgum einstaklingum að fjárhagslegri valdeflingu, sem markþjálfi get ég fullyrt að fyrsta skrefið í átt að fjárhagslegu frelsi er eitt og hið sama sama, hver svo sem fjárhagsstaða okkar er. Því hef ég sett saman gjöf handa þér sem inniheldur leiðbeiningar um það hvernig þú getur stigið þetta fyrsta skref.

Fylgdu þessum hlekk til að nálgast gjöfina þína

Peningaáskoranir eru ekki háðar tekjum

Sjáðu fyrir þér hvernig líf þitt væri ef þú þyrftir ekki að kljást við áskoranir tengdar peningum. Athugaðu að hér á ég ekki aðeins við áskoranir á borð við skuldir og ónóga innkomu. Ég á einnig við áskoranir eins og að halda fast í peningana sem þú hefur safnað, af einskærum ótta við að fjárfesta. Annað dæmi er að óttast fjármálaumsýslu, þrátt fyrir háar tekjur. Í því tilfelli glímir þú sennilega við hugsanir sem snúa að því að finnast þú eiga að kunna að fara betur með peningana sem þú aflar en fyllist svo vonleysi eða óöryggi við tilhugsunina um að taka völdin í peningamálunum.

Önnur áskorun getur verið sú tilhneyging að eyða því sem þú aflar, þrátt fyrir að í raun og veru þráir þú að leggja fyrir til að skapa fjárhagslegt öryggi til framtíðar. Enn aðrir glíma við að ná ekki peningamarkmiðum sínum vegna þess að þarfir annarra ganga fyrir og þeir eiga erfitt með að setja mörk þegar kemur að peningum. Áskoranirnar geta því verið af ýmsum toga og þetta eru aðeins nokkur dæmi um það.

Fjárhagslegt frelsi á 12 vikum

Hvort sem þú hefur það að markmiði að ná fjárhagslegu frelsi á næstu mánuðum eða árum – eða fjárhagslegt frelsi er fjarlæg hugmynd í huga þér, þá er sannleikurinn sá að öll þurfum við skýra áætlun til að geta náð því markmiði að skapa fjárhagslegt frelsi.

Undanfarið hef ég unnið hörðum höndum að því að setja saman netnámskeið sem ber yfirskriftina Fjárhagslegt frelsi á 12 vikum. Þar er leiðin að fjárhagslegu frelsi vörðuð, skref fyrir skref.

Efnið byggir á áralangri reynslu minni af fjárhagslegri valdeflingu og aðferðirnar hafa gagnast fjölmörgum til að ná fjárhagslegum markmiðum sínum og búa til sjálfsbært fjármálakerfi sem það getur notfært sér til frambúðar.

Það sem er mest um vert er þó að upplifun hvers og eins af námskeiðinu helgast af sambandi viðkomandi við peninga..

Markmiðið er að hver og einn þátttakandi hafi smíðað sér einstaklingsmiðað fjármálakerfi að 12 vikum liðnum. Þar er sérstaklega tekið mið af mismunandi áskorunum sem fólk hefur þegar kemur að peningum auk þess sem byggt er á styrkleikum hvers og eins.

Kerfið á að vera einfalt í notkun og vekja tilhlökkun og góðar tilfinningar gagnvart peningum. Með því móti verður fjármálaumsýsla skemmtileg í stað þess að valda streitu eins og reyndin er hjá mörgum.

Nánari upplýsingar um Fjárhagslegt frelsi á 12 vikum er að finna hér

Edda Jónsdóttir

Edda Jónsdóttir

Edda er leiðtogamarkþjálfi CPC sem sérhæfir sig í valdeflingu einstaklinga og teyma. Pistlar Eddu fjalla um fjárhagslega hæfni, leiðtogafærni og hugarfarsbreytingar.

Edda á og rekur EddaCoaching - www.eddacoaching.com. 

Meira