c

Pistlar:

28. mars 2018 kl. 15:35

Edda Jónsdóttir (eddajonsdottir.blog.is)

Þetta reddast!

Ef hægt er að ganga svo langt að alhæfa um viðhorf Íslendinga til áskorana, mætti segja að fólk sé almennt frekar bjartsýnt á að hlutirnir reddist. Sjálf var ég svo þekkt fyrir að segja „þetta reddast“ að ég var kölluð Redda á tímabili, sem rýmar auðvitað vel við nafnið mitt - Edda.

Þetta reddast viðhorfið og fjármálin

En þrátt fyrir að jákvætt viðhorf og lausnamiðaður þankagangur komi fólki vissulega áfram, er reddingarhugsunarhátturinn hættulegur þegar kemur að fjármálunum.

Ef við nálgumst fjármálin sem átaksverkefni – eða vandamál sem þarf að leysa, er til dæmis ólíklegt að við náum að leggja fyrir eða setja okkur fjárhagsleg markmið. Þetta getur valdið bæði hugarangri og streitu þegar til lengri tíma er litið. Fjármálahegðun af þessu tagi getur einnig haft djúpstæð áhrif á samskipti í fjölskyldum og þá sér í lagi á sambönd hjóna og para. 

 

Algengar fjármálaáskoranir

Á þeim árum sem ég hef sinnt fjármálatengdri markþjálfun hef ég fengið það staðfest að áskoranir tengdar peningum eru mismunandi og birtingarmynd þeirra ólík. En við glímum öll við einhvers konar áskoranir tengdar peningum.

Þegar ég tala um áskoranir er ég ekki að vísa til þess að vera í verulegum fjárhagsvanda. Nei, ég er fremur að vísa til áskorana á borð við að þú náir ekki fjárhagslegum markmiðum þínum, eins og til dæmis að leggja fyrir. Margir kannast við að vera með há laun en ná ekki að spara. Þrátt fyrir að langa virkilega til þess að leggja fyrir og vita innst inni að þú ættir að geta það, þar sem þú ert með ágætis laun. En peningarnir hverfa jafnóðum og þú upplifir jafnvel að vera peningalaus í lok mánaðarins eða lifa á kreditkortinu, mánuð eftir mánuð.

En fjármálaáskoranir eru af ýmsum toga. Sumir eiga í ástar/haturs sambandi við peninga. Þeir eiga það til að þurfa að reiða sig á aðra peningalega og eru jafnvel óöruggir hvað varðar eigin hæfileika til að afla tekna. 

Aðrir laðast að skjótfengnum gróðatækifærum og eru tilbúnir til að taka fjárhagslega áhættu ef hún gæti haft mikinn fjárhagslegan ávinning í för með sér. Þetta getur komið illa við budduna og kemur oft í veg fyrir að fólk geti staðið við fjárhagsleg markmið.

Aðrir meta peninga sem tæki til að geta viðhaldið ákveðnum lífstíl og ímynd til að öðlast viðurkenningu annarra. Það er áskorun fyrir þá að safna peningum þó þeir geti gert það í ákveðnum tilgangi. Oft getur hvatvís peningaeyðsla sett strik í reikninginn hjá þessum hópi.

En sama hvort peningaáskoranirnar rýma við eitthvað af ofantöldu, eða eru af öðru tagi eru til lausnir við þeim.

Með von um fjárhagslegt frelsi

Sumir gera sér vonir um að upplifa fjárhagslegt frelsi á næstu mánuðum eða árum. Aðrir upplifa hugmyndina um fjárhagslegt frelsi fremur sem góða hugmynd en eitthvað sem gæti orðið að veruleika í þeirra lífi. Enn aðrir eru einhvers staðar þarna á milli. En hvernig sem persónuleg afstaða þín til fjárhagslegs frelsis kann að vera – þá er staðreyndin sú að allir sem hafa náð fjárhagslegu frelsi hafa haft áætlun og farið eftir henni.

En hvernig í ósköpunum á maður að gera slíka áætlun? Hvert er fyrsta skrefið?

Einfalt og skemmtilegt kerfi

Flest erum við önnum kafin og margir upplifa að þeir glími við tímaskort. Ég hafði þetta í huga þegar ég hannaði skapandi og skemmtilega lausn sem er auðvelt að innleiða í dagsins önn. Markmiðið er að það sé auðvelt að breyta sambandi sínu við peninga dag frá degi og uppskera varanlegan árangur.

Ýmsar rannsóknir benda til að það taki 21 dag að losna við óvana eða festa nýjan vana í sessi. Lausnin mín - Fjárhagslegt frelsi á 12 vikum er netnámskeið sem tekur mið af þessum rannsóknum. Þátttakendur eru leiddir áfram, skref fyrir skref á ferð um lendur fjármála sinna.

Sjónum er ýmist beint að því að skoða samband sitt við peninga eða að því að innleiða nýja siði þegar kemur að peninganotkun og peningaumsýslu.

Netnámskeiðið byggir á áralangri vinnu og margreyndum aðferðum sem hafa nýst fjöldamörgum til að umbreyta sambandi sínu við peninga. Það besta er að þessi vinna er bæði skapandi og skemmtileg!

Fjárhagslegt frelsi á 12 vikum hefst 11. apríl. Nánari upplýsingar og skráning hér.

Edda Jónsdóttir

Edda Jónsdóttir

Edda er leiðtogamarkþjálfi CPC sem sérhæfir sig í valdeflingu einstaklinga og teyma. Pistlar Eddu fjalla um fjárhagslega hæfni, leiðtogafærni og hugarfarsbreytingar.

Edda á og rekur EddaCoaching - www.eddacoaching.com. 

Meira