c

Pistlar:

16. maí 2019 kl. 12:51

Gunna Stella (einfaldaralif.blog.is)

Er hægt að einfalda lífið?

Flórída, febrúar 2016 

 

En er ekki flókið að byrja að einfalda? Nei, alls ekki.

10:7

Gefðu þér 10 mínútur á dag í eina viku til að fara um heimilið þitt, horfa á hlutina í kringum þig og spyrja sjálfa þig eftirfarandi spurningar: Þarf ég á þessu að halda? Ef svarið er nei, settu það þá í kassa og farðu með það á næsta Nytjamarkað.

Þetta einfalda atriði mun hjálpa þér að byrja og koma þér vel af stað. Þ Þú munt finna mun þegar þú losar þig við hlutina í stað þess að endurraða þeim.

Ég þrái að hafa heimilið mitt einfalt vegna þess að það gefur mér meiri tíma með börnunum mínum, gefur mér meira svigrúm til þess að sinna áhugamálum mínum og það gefur mér meiri ró.

Það eru til ýmsar góðar aðferðir til þess að einfalda heimilið og það er ferli Þess vegna ákvað ég að deila af reynslu minna og einfalda málið fyrir aðra sem vilja hefja þessa vegferð. Þess vegna samdi ég námskeiðið Einfaldara líf - Betra líf.

 

Þetta námskeið leiðir þig skref fyrir skref í átt að einfaldara lífi. Einn af kostunum við þetta námskeið er að þú getur hafist handa strax í dag, hlustað á þínum hraða og unnið verkefnin eftir þinni hentisemi.

 

En þú nærð ekki árangri nema að þú byrjir. Þess vegna hvet þig til þess að taka skrefið í dag í átt að einfaldara lífi. 

 

Smelltu hér til þess að hefjast handa! 

 

Þangað til næst ....

Gunna Stella 
 

 

Gunna Stella

Gunna Stella

Gunna Stella starfar sem Heilsumarkþjálfi, kennari og fyrirlesari. Hún er fjögurra barna móðir og eiginkona sem er búsett á Selfossi.  Gunna Stella sérhæfir sig í því að hjálpa einstaklingum  að minnka hraðann, njóta lífsins og finna leiðir til þess að einfalda lífið, heilsuna og heimilið. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, lestur, gæðastundir með vinum og fjölskyldu og góður nærandi matur. Nánari upplýsingar má finna á www.einfaldaralif.is og á Instagram:gunnastella

 

Meira