c

Pistlar:

28. október 2016 kl. 12:52

Eyja Bryngeirsdóttir (eyjab.blog.is)

Fíll í rólu

Ég er svo þakklát fyrir að hafa verið dregin út í að taka þátt í Lífstílsbreytingu Smartlands og Sporthúsins. Þvílík heppni. Ég velti því stundum fyrir mér hvernig staðan væri í dag ef ég hefði ekki verið svona heppin. Það er til dæmsi brjálað að gera í mastersnáminu mínu og stundum sit ég í 10 klukkutíma í skólanum að læra og líkaminn orðin stirður og stífur. Ég get bara rétt ímyndað mér hvernig ég væri ef ég hefði ekki þessa góðu hreyfingu sem ég fæ í Sporthúsinu. Og svo ég tali nú ekki um allt þetta frábæra fólk sem maður er búin að kynnast.

Á miðvikudaginn fórum við í leikfimishópnum í Anti-Gravity Aerial yoga í Sporthúsinu sem var frábært. Fyrir ykkur sem ekki vita þá er þetta yoga þar sem maður er í svona rólu sem hangir í loftinu. Væri svoldið hægt að líkja þessu við loftfimleika. Og vá hvað ég var stolt af mér þegar tímanum lauk, ég gat gert næstum því allt, með smá aðstoð stundum. En þarna snéri ég mér í hringi, var á hvolfi, flaug eins og fiðrildi og rólaði mér eins og fíll. Mér leið svona frekar eins og fíl en fiðrildi en ég sé mig alveg nálgast fiðrildið eftir nokkra tíma. Það var líka svo gott að taka þennan fyrsta tíma með stelpunum sem ég þekki þar sem við vorum allar á byrjunarreit og við gátum hlegið að okkur sjálfum.

Annars eru síðustu dagar búnir að vera eitthvað skrítnir hjá mér. Ég er búin að vera eitthvað slöpp og þreklaus þessa vikuna sem hefur áhrif á hreyfinguna hjá mér og ég afboðaði mig í tímann í gær sökum þess. Ég hef þó náð að halda mataræðinu í góðu lagi og það skiptir mig fíkilinn mestu máli.

En framundan er yndisleg helgi þar sem ég ætla að læra og læra aðeins meira, fara í matarboð með frábærum vinum og eiga yndislegar kósýstundir með fjölskyldunni.

Eyja Bryngeirsdóttir

Eyja Bryngeirsdóttir

Stelpukona með flott markmið og stóra drauma Meira