c

Pistlar:

25. júní 2011 kl. 20:24

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Eru hörfræ nýjasta æðið?

horfrae.jpgHörfræ gætu orðið að nokkurs konar æði þessa áratugar, líkt og hveitikím var fyrir svona tveimur áratugum síðan. Nú er hörfræjum stráð yfir jógúrt og blandað saman við ýmsan mat, brauð eða kökur til að auka næringargildi fæðunnar. Í hörfræjum eru þrír þættir sem í felst ávinningur fyrir heilsuna, þ.e. trefjar, omega-3 fitusýrur og lingan sem er andoxunarefni og phytoestrógen sem finnst í sumum plöntum, m.a. hörfræjum, graskersfræjum, rúg, sojabaunum, spergilkáli og ýmsum berjategundum. Ekki er þó lingan að finna í öllum hörfræsolíum.

Þetta plöntuefni sem á ensku kallast lingan og ég hef ekki íslenskt heiti yfir, er nú verið að rannsaka vegna þeirra eiginleika sem það virðist hafa til að draga úr vexti ákveðinna krabbameina. Í hörfræjum er að finna plöntuestrógen, sem hegðar sér eins og brjóstakrabbameinslyf sem kallast tamoxifen, sem vinnur á því estrógeni í líkamanum sem virðist valda því að sum krabbamein vaxa.
Rannsókn sem framkvæmd var við Krabbameinsdeild Linkjöping háskóla í Svíþjóð á þessu ári leiddi í ljós að: „Mataræði með miklu magni af phytoestrógeni, eins og í hörfræjum...getur hindrað framþróun brjóstakrabbameina á sama hátt og anti-estrógenlyfið tamoxifen.“

Til að hægt sé að taka upp öll þau næringarefni sem í hörfræjunum er, þarf að mala þau fyrir notkun, því annars skilum við þeim bara út úr líkamanum í heilu lagi. Margir nota hörfræsolíu, en hún er þó ekki talin jafngóð og möluð hörfræ. Máli skiptir hvort möluð hörfræ eru borðuð í bland við hollt mataræði, en þá er líklegt að meiri næring fáist úr þeim.

Stuttlega þýtt úr: http://www.lef.org/news/LefDailyNews.htm?NewsID=11318&Section=NUTRITION&source=DHB_110625&key=Body+ContinueReading&utm_source=DHB_110625&utm_medium=email&utm_term=Nutrition&utm_content=Body%2BContinueReading&utm_campaign=DailyHealthBulleti

Sjá meira um lignan hér: http://www.moscowfood.coop/archive/lignan.html

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira