c

Pistlar:

25. mars 2015 kl. 22:17

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Sumir eru sigurvegarar

Það er bara einfaldlega þannig að sumir eru sigurvegarar í lífinu, aðrir ekki. Þeir sem ná mestum árangri eru yfirleitt þeir sem eru tilbúnir til að gera góða hluti dag eftir dag, aftur og aftur, uns þeir ná einn daginn frábærum árangri.

Einn svona sigurvegari var á síðasta stuðningsnámskeiði mínu við HREINT MATARÆÐI. Hún borðaði “hreint” mataræði í þrjár vikur eins og flestir sem á námskeiðinu voru (nokkur frávik). Að þeim þremur vikum liðnum var henni farið að líða svo vel að hún ákvað að halda áfram í nokkrar vikur enn. Hún hafði losnað við liðbólgur og bjúg og ýmsir verkir úr líkama voru einnig horfnir. Húðin í andlitinu á henni hafði líka breyst til batnaðar og var nú sléttari og þéttari.

Hún hafði gefið eiginmanninum að borða sama mat og hún borðaði og honum var líka farið að líða betur. Saman ákváðu þau að halda sig við eins hreint mataræði og þau mögulega geta. Þessi sigurvegari hefur haldið áfram að bæta inn einni og einni fæðutegund eftir að hreinsikúrnum lauk og meðal annars komist að því að þegar hún borðar kjöt fer henni að líða illa í kviðarholinu, nánar tiltekið í meltingarveginum, svo hún hefur ákveðið að sleppa því. Hún hefur lést heilan helling og vill glöð léttast meira, nú þegar hún er búin að finna leið til að borða hollan mat án þess að verða svöng.

Sumir eru einfaldlega sigurvegarar og þessi kona er ein af þeim, ekki af því hún hafi sigrað aðra, heldur af því hún hefur sigrað sjálfa sig og tekið stjórn á eigin lífi. Það gerði hún með því að fylgja einföldum og árangursríkum leiðbeiningum í bókinni HREINT MATARÆÐI eftir hjartasérfræðinginn Alejandro Junger.

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira