c

Pistlar:

11. apríl 2015 kl. 9:33

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Fimm leiðir til að gera innkaupin grænni

graennapril-profilemynd-01_1257899.jpgUmhverfisvitundarátakið GRÆNN APRÍL hefur verið í gangi í fimm ár og þótt aðaláherslan sé lögð á aprílmánuði í þessu verkefni, ættu auðvitað allir mánuðir að vera grænir. Ýmis önnur umhverfisverkefni eru í gagni í þessum mánuði, meðal annars DAGUR JARÐAR, sem er 22. apríl. DAGUR JARÐAR hefur orðið að alþjóðlegu verkefni, þótt átakið hafi hafist í Bandaríkjunum fyrir meira en fjörutíu árum síðan. Dagurinn er, á sama hátt og GRÆNN APRÍL, árleg áminning um að við þurfum að huga að Jörðinni til að við getum haldið áfram að búa á henni á lífvænlegan hátt.

Stóra spurningin er alltaf hvað hver og einn getur gert, því ein og sér erum við lítils megnug, en ef margir leggjast á eitt, verða breytingarnar áþreifanlegan. Taktu endilega þátt í GRÆNUM APRÍL og æfðu þig í að gera innkaupin þín grænni með því að fylgja þessum tillögum:

  1. Notaðu margnota innkaupapoka þegar þú kaupir í matinn. Þegar átakið GRÆNN APRÍL hófst fyrir fimm árum síðan voru fáir matvörumarkaðir sem buðu upp á margnota innkaupapoka. Nú er nánast hægt að kaupa þá eða poka gerða úr maíssterkju í öllum matvörumörkuðum.
  2. Æfðu þig í að kaupa ekkert nema mat í tvær vikur. Þetta er auðvelt ef þú útbýrð matseðil fyrir vikuna, skrifar niður það sem þarf í hann og kaupir bara það.
  3. Kauptu fleiri lífrænar vörur. Á undanförnum árum hefur vörum sem eru vottaðar lífrænt ræktaðar (án eiturefna) eða framleiddar eftir ákveðnum vottuðum umhverfisferlum fjölgað mjög í verslunum, svo nú finnast þær í flestum vöruflokkum.
  4. Nýttu matinn betur með því að nota afganga. Æfðu þig í að henda engum mat í tvær vikur. Oft má nota afgang af kvöldmatnum í hádeginu næsta dag og spara þá um leið pening.
  5. Notaðu fjölnota götumál þegar þú kaupir þér kaffi á kaffihúsi í þessar tvær vikur. Þau fást núorðið í mörgum útgáfum og eru mun umhverfisvænni, bæði fyrir líkamann og Jörðina, en pappamálin.

Deildu endilega árangri þínum með okkur á Facebook síðu GRÆNS APRÍL.

 

 

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira