c

Pistlar:

14. apríl 2015 kl. 22:10

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Ekkert skelfilegt gerst!

graennapril-profilemynd-01_1258083.jpgÉg hjó eftir því í viðtali í Síðdegisútvarpinu í dag þegar verið var að spjalla við viðmælanda um erindi sem hún ætlaði að halda um veðurfarsbreytingar í Kvennaskólanum á Blöndósi að þáttastjórnandinn sagði: “En hva, það hefur ekkert skelfilegt gerst!”

Kannski skýrir þessi litla setning meira en nokkuð annað viðhorf fólks til umhverfismála og veðurfarsbreytinga. Meðan ekkert skelfilegt hefur gerst er rétt að halda bara áfram án nokkurrar ábyrgðar. Þegar hið skelfilega gerist svo rekur fólk væntanlega upp ramakvein og spyr af hverju einhver hafi ekki gert eitthvað.

Það er búið að vera að vara fólk við þessu ferli í næstum þrjátíu ár. Þrátt fyrir ýmsa fellibylji og aftakaveður, jafnvel hér á landi, og aðrar veðurfarslega breytingar hefur greinilega enn ekkert nógu skelfilegt gerst til að tekið sé almennilegt mark á viðvörnunum.

Kannski fólk sé tilbúið til þess nú í GRÆNUM APRÍL að opna eyru og augu og sjá að mikið af þessum breytingum má rekja til mannanna verka og gera að minnsta kosti sitt til að draga úr þessum áhrifum.

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira