c

Pistlar:

8. júní 2015 kl. 20:20

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Jákvæðnigírinn

slide1.jpgÞegar vorið tekur eins vel á móti manni og það gerir í ár hér á landi, verður maður að setja sig í ákveðinn gír alla morgna til að stilla á jákvæðni og halda henni allan daginn. Hún mætir ekki inn um lúguna á morgnana í umslagi sem hægt er að opna og strá svo innihaldinu yfir sig eins og gert var með litina í Color Run. Hver og einn þarf að draga fram sínar jákvæðu staðfestingar, hlusta á uppörvandi tónlist eða hugsa jákvæðar hamingjuhugsanir til að láta ekki lægðir veðurguðanna slá sig út af laginu.

Sumir spyrja mig af hverju ég sé alltaf með jákvæðar staðfestingar út um allt heima hjá mér. Einfalda svarið er að ég nota þær daglega – líkt og ég fer í sturtu daglega – til að minna mig á að það er svo miklu skemmtilegra að fara jákvæður í gegnum lífið, sama hvernig veðrið er, en að vera fýlupúki. Og það er ekki nóg að vera bara jákvæður einn dag, ekki frekar en fara bara í sturtu einu sinni og halda að það dugi út árið.

Ég hlusta gjarnan á Happy lagið hans Pharrell Williams á morgnana og dansa eftir því til að lyfta jákvæðniorkunni hærra upp eða syng með einhverju skemmtilegu lagi í útvarpinu, jafnvel þótt ég sé laglaus, bara til að komast í jákvæðnigírinn. Svo finn ég stundum svona skemmtilega minnislista á Netinu eins og þennan sem ég snaraði yfir á íslensku í jákvæðniskasti til að geta deilt með ykkur. 

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira