c

Pistlar:

14. júlí 2015 kl. 0:39

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Magnesíum er lífið

Undanfarin ár höfum bæði ég og Hallgrímur heitinn Magnússon læknir, skrifað ótal greinar um magnesíum, svo mörgum kann að þykja nóg um. Ég rakst hins vegar nýlega á grein sem OrganicOlivia, skrifaði um þetta merkilega steinefni á vefnum Collective-Evolution.com og gat ekki á mér setið að þýða hluta af henni, því upplýsingarnar í henni eru svo skýrar og skilmerkilegar.Hún telur magnesíum einfaldlega vera lífið.

Olivia segir magnesíum vera fjórða magnmesta steinefnið í líkamanum, næst á eftir brennisteini (sulfur), sem er ALVEG jafn mikilvægt. Auk þess að vera steinefni, er magnesíum einnig rafvaki. Sagt er að í “íþróttadrykkjum” (stundum nefndir sykurfylltir platdrykkir) sé að finna rafvaka eins og magnesíum, kalíum og natríum vegna þess að við losum um þessi mikilvægu næringarefni í gegnum svita þegar við stundum líkamsrækt, og að skortur á þeim leiði til ýmissa almennra vandamál sem íþróttamenn standa frammi fyrir, svo sem krampa í vöðvum! En trúið mér – rafvakar (einkum magnesíum) gera svo miklu meira en að meðhöndla og koma í veg fyrir vöðvakrampa.

Í fyrsta lagi eru rafvakar það sem gerir okkur að lifandi, rafmögnuðum verum. Þeir bera ábyrgð á allri rafvirkni (þar með talið eðlisleiðni í heila) í líkamanum. Án rafvaka eins og magnesíums, geta vöðvar ekki hreyft sig, hjartað ekki slegið og heilinn tekur ekki á móti neinum merkjum. Við þurfum á magnesíum að halda til að halda lífi, svo einfalt er það. Um leið og við höfum ekki nóg af því, byrjum við að tapa orku og þeirri leiðni sem heldur okkur gangandi. Tæknilega séð byrjum við að deyja um leið og við förum að líða magnesíumskort, við finnum fyrir meiri verkjum og sársauka dag frá degi, og líður ver ár frá ári. Ég get ekki undirstrikað það nægilega mikið... en magnesíumskortur er alls staðar sjáanlegur, bara ef maður lítur í kringum sig.

Magnesíum er hluti af meira en þrjú hundruð boðskiptum í líkamanum, nauðsynlegt fyrir miðlun taugaboða, stjórnun líkamshita, afeitrun lifrar og myndun beina og tanna. Magnesíum er kannski mikilvægast þegar kemur að hjarta- og æðasjúkdómum. The Weston E. Price stofnunin skrifar: “Magnesíum eitt og sér getur gegnt hlutverki margra algengra hjarta- og æðalyfja; magnesíum aftrar blóðtappa (líkt og apsrín), þynnir blóðið (líkt og Coumadin), hindrar kalkupptöku (líkt og kalkblokkerandi lyf eins og Procaria) og slakar á æðunum (líkt og ACE blokkarar eins og Vasotec) (Pelton, 2001).”

Nánast ALLIR sýna merki um magnesíumskort, án þess að við gerum okkur grein fyir því. Einkennin geta verið:

Hægðatregða – Háþrýstingur – Kvíði – Þunglyndi – Svefnleysi – Hegðunarvandamál – Slen og sinnuleysi – Skert minni/hugsun – Flogaköst – Síþreyta – Svefntruflanir – Sársauki – Vöðvakrampi – Stöðugir bakverkir – Höfuðverkir – Mígreni – Vöðvaverkir – Sinabólga – Reiði – Árásarhneigð – ADHD – Heilaþoka – Spenna – Ýmsar birtingar á kvíða.

Allt sem veldur spennu og streitu gæti hugsanlega tengst magnesíumskorti. Ef þú getur ekki slakað á eða hægt á þér – leitaðu þá í magnesíum! Meiriháttar heilsufarsvandamál má rekja til skorts á þessu mikilvæga steinefni. Flestir með HVAÐA króníska sjúkdóm sem er geta fengið mikinn bata ef þeir eru settir á magnesíummeðferð. Þetta er vegna þess að krónískur sjúkdómur = streitu, og streita eyðir upp magnesíum.

Greinin hjá OrganicOlivia er mun lengri, en ég læt þennan hluta hennar duga í bili. Meginatriði er að allir geri sér grein fyrir hversu MIKILVÆGT steinefni magnesíum er. Lesa má meira HÉR

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira