c

Pistlar:

25. júlí 2015 kl. 7:06

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Hvers vegna skortir okkur magnesíum?

Enn einn pistillinn um magnesíum, en svo lofa ég að skrifa ekki meira um það í bili. Þetta er þriðji og síðasti hluti þýðingar minnar úr pistlinum hennar OrganicOlivia, sem birtur var á Collective-Evolution.com. Hér á eftir fylgir stuttur listi frá henni yfir helstu ástæður þess að okkur skortir flest magnesíum og upplýsingar um bestur leiðir til að fá það:

Hvers vegna þessi skortur?

Í fyrsta lagi – Við verðum fyrir eituráhrifum af matnum sem við neytum.

Í öðru lagi – Við erum sífellt yfirkeyrðari af streitu. Við keyrum okkur áfram til að geta haldið í við lífið og það tæmir okkur. Framleiðsla á streituhormónum krefst mikils magns af magnesíum og hvers kyns streituálag leiðir til þess að við eyðum upp magnesíumbirgðum okkar.

Í þriðja lagi – Við neytum meiri sykurs en nokkru sinni fyrr. Fyrir hvert mólekúl af sykri sem við neytum, notar líkami okkar 54 mólekúl af magnesíum til að vinna úr því.

Í fjórða lagi – Lítið magn af magnesíum í jarðvegi og nútíma ræktunaraðferðir draga úr magnesíum í fæðunni.

Í fimmta og síðasta lagi – Mikið af lyfseðilsskyldum lyfjum, eins og getnaðarvarnarpillur, sýklalyf, kortísón, prednisone og blóðþrýstingslyf (“Drug-induced nutrient depletion handbook,” Pelton, 2001) valda því að magnesíum eyðist upp. Þvagræsiáhrifin af kaffi og te (koffíni) leiða líka til þess að líkaminn losar sig við magnesíum. Ó, já og meðal annarra orða – flúor keppir við magnesíum um upptöku!

Nú til dags skortir nánast alla magnesíum – og það þarf engar prófanir til að vita það. Unnar matvörur eru gjörsneiddar öllum steinefnum, bætiefnum og trefjum. Þetta eru í raun næringarsnauðar matvörur, því þær ræna líkamann magnesíum svo hann geti melt þær. Þegar þeirra er neytt, er nauðsyn fyrir okkur að taka inn aukaskammta af magnesíum, því annars liggur fyrir okkur að verða alvarlega veik vegna mikils skorts á því. Eins og ég hef sagt (OrganicOilvia), er sykur mesti skaðvaldurinn. Sérhvert mólekúl af sykri sem neytt er sogar til sín 50 sinnum það magn af magnesíum einhvers staðar úr líkamanum.

En hvað ef ég borða heilbrigða fæðu? Því miður eru unnar matvörur ekki einu matvörurnar sem er gersneyddar magnesíum. Almennt séð, hefur magnesíum verið eytt úr efstu jarðvegslögum, sem dregur úr því magni sem við getum fengið í gegnum fæðuna, en á sama tíma hefur þörf okkar fyrir magnesíum aukist, vegna allrar þeirrar mengunar sem við eru útsett fyrir í daglegu lífi okkar (loft, vatn, plastefni, alls konar tilbúin efni o.s.frv.). Jarðvegurinn er magnesíumsnauður vegna allra eiturefnanna sem úðað er á þær plöntur sem ræktaðar eru á hefðbundinn hátt og mengun andrúmsloftsins hefur mengað jafnvel hreinustu akrana. Skordýraeitur drepur líka hagnýtu bakteríurnar/sveppina sem eru naðusynleg til að plönturnar geti umbreytt næringu úr jarðveginum í plöntunæringu sem mannfólkið getur nýtt sér.

Bestu leiðir til að fá magnesíum

  1. Borða magnesíumríkar fæðutegundir sem ræktaðar eru með lífrænni ræktun, eins og sólblómafræ, ristuð graskersfræ, sesamfræ, heil brún hrísgrjón, spínat og möndlur.
  2. Taka inn magnesíum dropa.
  3. Bera magnesíum olíu á húðina. Þetta er önnur besta leiðin til að auka magnesíum í líkamanum.
  4. Liggja í baði með epsom salti. Þannig færðu ekki bara magnesíum, heldur líka súlfúr fyrir lifrina.”

Í þýðingum mínum hef ég látið þær tilvísanir í heimildir, sem voru í grein OrganicOliva halda sér, en undir grein sinni vísar hún einnig til: Oxford Journals – Magnesium Basics og Dr. Carolyn Deam, MD

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira