c

Pistlar:

3. október 2015 kl. 10:45

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Gömul sannindi og ný

Það eru gömul sannindi og ný – þótt margir vilji ekki viðurkenna það – að mataræði okkar skiptir miklu máli. Maturinn sem við neytum er eldsneyti líkamans. Líkaminn umbreytir því eldsneyti í næringu fyrir frumur, bein, vöðva og allt annað sem næra þarf til að viðhalda sterkum og heilbrigðum líkama.

Líkamlega vanlíðan eða veikindi eru oft ein helsta ástæða þess að fólk ákveður að grípa til róttækra aðgerða og breyta alfarið um mataræði og lífsstíl. Ótal reynslusögur sanna okkur að óþægindi eins og bólgur við liðamót, bjúgur, verkir í öxlum og hálsi, höfuðverkir, slím í nefgöngum og ýmislegt annað hverfur með breyttu mataræði.

Mörgum finnst þó flókið að breyta um mataræði, einkum vegna þess að matur tengist svo mörgum félagslegum þáttum. Þú sest niður með vinum þínum, vinnufélögum eða fjölskyldu til að borða og spjalla – og þar sem við erum hópsálir, hvað sem hver segir um það, viljum við gjarnan falla inn í hópinn. Því borðum við oft eitthvað sem er ekki það besta fyrir okkur, bara til að skera okkur ekki úr hópnum eða vera til vandræða með sérþarfirnar.

Stundum er þó gott að taka sér tíma til að hvíla líkamann og leyfa honum að gera við sig og endurnýja með breyttu mataræði. Því hef ég nokkrum sinnum á þessu ári boðið upp á stuðningsnámskeið við HREINT MATARÆÐI, byggð á samnefndri bók eftir hjartasérfræðinginn Alejandro Junger. Þrjár vikur eru ekki langur tími af lífi fólks, en þessar þrjár vikur geta svo sannarlega breytt lífi þess. Næsta námskeið hefst 12. október.

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira