c

Pistlar:

29. janúar 2016 kl. 12:25

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Breyttar matarvenjur

phone_table.jpgÉg fékk nokkuð skemmtilegan lista sendann frá vinkonu minni, sem er ensk að uppruna þótt hún búi nú í Suður-Afríku. Listinn er samantekt á matarvenjum í Englandi á sjötta áratug síðustu aldar. Hægt er að sjá samsvörun milli mataræðis þar og þess sem var hér á landi á þeim áratug. Mér fannst hann nokkuð skemmtilegur og ákvað að deila honum hér, en listinn er svona:

 • Pasta var ekki borðað í Englandi.
 • Curry var eftirnafn.
 • “Take-away” var heiti á stræðfræðilegu úrlausnarefni.
 • Pizza var eitthvað sem hafði að gera með skakkan turn.
 • Allar kartöfluflögur voru eins; eina valið var á milli þess hvort á þær væru saltaðar eða ekki.
 • Hrísgrjón voru bara borðuð sem grjónagrautur.
 • Calamari var kallaður smokkfiskur og við notuðum hann sem beitu við fiskveiðar.
 • “Big Mac” var eitthvð sem við gengum í þegar rigndi. (Í Englandi voru regnkápur í þá daga kallaðar Macintosh).
 • Brúnt brauð var eitthvað sem einungis þeir fátæku borðuðu.
 • Olía var notuð til að smyrja með, fita var notuð við eldamennsku.
 • Te var lagað í tekatli úr telaufum og þau voru aldrei græn.
 • Sykur naut virðingar í þá daga og á hann var litið sem hvítt gull. Molasykur þótti smart.
 • Fiskur var ekki með “fingur” í þá daga.
 • Það kallaðist fátækt að borða hráan fisk, ekki sushi.
 • Ekkert okkar hafði heyrt um jógúrt.
 • Heilbrigður matur samanstóð af öllu sem ætt var.
 • Fólk sem ekki skrældi kartöflurnar var talið latt.
 • Indverskir veitingastaðir voru bara á Indlandi.
 • Eldun utandyra kallaðist útilega.
 • Ekki var litið á þang sem viðurkennda fæðu.
 • “Kebab” var ekki einu sinni orð, hvað þá fæða.
 • Sveskjur voru taldar gott hægðalyf.
 • Það kann að koma á óvart, en músli var þegar á markaðnum. Það kallaðist nautgripafóður.
 • Vatn kom úr krananum. Ef einhver hefði stungið upp á því að setja það á flöskur og rukka meira fyrir það en bensín, hefði verið gert grín að honum!
 • Það eina sem aldrei var á borðum hjá okkur á sjötta áratugnum voru “olnbogar eða símar”!!!

Nú til dags situr fólk ekki einu sinni við borð þegar það borðar!

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira