c

Pistlar:

19. desember 2015 kl. 3:36

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Hverjar verða gjafir jólanna?

Nú er síðasta helgi fyrir jól og sennilega margir sem ætla að nota hana til að kaupa gjafir eða pakka þeim inn, baka eitthvað eða bara kaupa kökur í bakaríi eða stórmarkaði, skrifa á jólakortin sem þarf að póstleggja næstu daga – eða bara láta allt það lönd og leið og fara á jólatónleika.

Margir velta sennilega fyrir sér hvort þeir séu tilbúnir að taka á móti jólunum. Verður jólamaturinn góður eða fellur hann í skuggann fyrir öllum jólahlaðborðunum sem hafa verið í boði frá í nóvember. Tekst að brúna kartöflurnar? Eitthvað sem bara er gert einu sinni á ári. Verður sósan með aðalréttinum nógu góð, svo og heimalagaði ísinn eftir uppskriftinni hennar mömmu? Verða fjölskylduboðin skemmtileg eða leiðinleg? Verður bók undir jólatrénu, eða trefill eða skyrta?

Svo má líka spyrja hvort í kringum jólin verði gefnar gjafir sem virkilega skipta máli, eins og góðvild, hvatning til annarra og kærleikur, sem felst stundum í því að sinna þeim sem sjaldan fá faðmlag eða koss á kinn frá öðrum. Oft eru það bestu gjafirnar og þær sem fólk er þakklátast fyrir.

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira