c

Pistlar:

7. febrúar 2016 kl. 18:43

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Ég hefði ekki trúað því

Oft efumst við um eitthvað nýtt, trúum ekki að það virki eða hafi einhver áhrif á okkur, þótt umsagnir segi annað. Sjálf hef ég iðulegt lent í því að efast um gildi nýrrar þekkingar og slegið því frá mér að kynna mér málið betur – og stundum tapað á því. Ég var næstum fallin í þá gryfju þegar tengdadóttir mín kynnti mig fyrir bókinni HREINT MATARÆÐI eftir hjartasérfræðinginn Alejandro Junger.

Mér fannst ég vera búin að kynna mér svo margar leiðir í mataræði að ein ný gæti nú ekki miklu breytt – en þar hafði ég svo sannarlega rangt fyrir mér. Sem betur fer byrjaði ég af rælni að fletta bókinni og komst að raun um hversu frábær hún er og hversu magnað það er að breytt mataræði og bætiefni geti haft svona öflug áhrif á að hreinsa líkamann og endurnýja frumur hans, sem ég sannfærðist um með því að fara sjálf á HREINT MATARÆÐI.

Salka forlag ákvað að gefa bókina út og ég tók að mér að þýða hluta hennar. Síðan bókin kom út hef ég haldið fimm stuðningsnámskeið fyrir þá sem vilja fara á HREINT MATARÆÐI og allir sem þau hafa sótt eru sammála um að án stuðnings, hefðu þau aldrei farið í gegnum allt ferlið. Það eru auðvitað fleiri en ég sem ekki trúa fyrirfram á að HREINT MATARÆÐI geri eitthvað sérstakt gagn, meðal annars einn þátttakandi á janúarnámskeiðinu. Hún sagði í lok þess: “Ég segi bara enn og aftur takk fyrir mig. Þetta fæði hefur bætt lífsgæði mín svooo mikið að ég hefði ekki trúað því að óreyndu.”

Fyrir þá sem hafa áhuga á að prófa HREINT MATARÆÐI og eiga von á að losna m.a. við ennis- og kinnholubólgur, exembletti, daglegan höfuðverk, fá aukna orku og kraft og “gleði í líkamann” eins og einn þátttakandinn sagði, þá er nýtt námskeið að hefjast 23. febrúar. Nánar um það HÉR.

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira