c

Pistlar:

19. apríl 2016 kl. 10:15

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Góðgerlar geta hjálpað þér að grennast

Það getur vafist fyrir sumum að skilja hvers vegna góðgerlar (probiotics), eða velviljaðar bakteríur, séu góðar fyrir þarmana okkar. Við tökum sýklalyf til að drepa skaðlegar bakteríur og notum í dag sem aldrei fyrr bakteríudrepandi sápur og krem. Rétt er að rangar bakteríur á röngum stað geta valdið skaða, en réttar bakteríur á réttum stað geta hins vegar gert mikið gagn.

Góðgerlar (probiotics) eru örverur sem stuðla að betri heilsu hjá þeim sem þá hýsa. Góðgerla má finna í ýmissi fæðu, til dæmis í hreinni jógúrt, súrkáli, miso og sumum sojadrykkjum, auk þess sem þeim hefur verið bætt í ýmsar fæðutegundir. Einnig er hægt að fá góðgerla sem fæðubótarefni í hylkjum. Til eru margir tegundir góðgerla, en algengastir eru Lactobacillus og Bifidobacterium.

Greinar í læknatímaritum fjalla um þann ávinning sem líkaminn hlýtur af notkun góðgerla og rannsóknir hafa sýnt að þeir koma jafnvægi á meltingarflóruna, geta stuðlað að betri heilastarfsemi, lækkað slæma kólesterólið, lækkað háþrýsting og komið jafnvægi á ýmsar meltingartruflanir. Einnig er talað um að góðgerlar vinni gegn síþreytu og psoriasis, en ýmsir læknar telja að psoriasis sé mjög tengt meltingarvandamálum hjá fólki.

GÓÐGERLAR HAFA ÁHRIF Á ÞYNGDARTAP
Í bók sinni HREINT MATARÆÐI talar hjartasérfræðingurinn Alejandro Junger um mikilvægi þess að hreinsa ristilinn vel og endurnýja svo flóruna með góðgerlum, til að byggja upp nýja og öflugri þarmaflóru. Hann segir hana ekki bara hafa áhrif á betri meltingu, heldur draga úr fæðuofnæmi og efla ónæmis kerfið – en jafnframt að heilbrigð þarmaflóða skipti miklu máli ef við viljum halda meðalþyngd á líkamanum. Innan læknisfræðinnar eru ýmsir sem telja að það hafi meiri áhrif á þyngdartap að hafa nægt magn af góðgerlum í þörmunum en að hætta að borða kolvetni.

Samkvæmt Chris Kesser, sem er nálastungulæknir og stundar heildrænar lækningar, skipta góðgerlar og þyngdartap miklumáli í meðhöndlun offitu og sykursýki. “Samsetning lífveranna sem þrífast í þörmum þínum ákvarðar – að minnsta kosti að einhverju leiti – hvernig líkami þinn nýtir fæðuna sem þú borðar og hversu auðvelt (eða erfitt) það er fyrir þig að léttast – og hversu góð efnaskipti þín eru.

Sjálf nota ég reglulega góðgerla og hef undanfarið verið að nota Gr8-Dophilus frá NOW, er sú góðgerlablanda er samsett af 8 mismunandi tegundum af bakteríum sem eiga að stuðla að betri þarmaflóru og öflugra ónæmiskerfi. Hylkin eru þannig unnin að þau leysast ekki upp í sýrum magans, heldur skila þau örflóru sinni beint í þarmana. Góðgerlarnir eru líka mjólkurlausir sem skiptir máli fyrir mig, því ég er með mjólkuróþol. Svo er ekki verra að þessir góðgerlar tapa ekki virkni sinni þótt þeir séu ekki geymdir í kæli.

Meira úr heimildum HÉR

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira