c

Pistlar:

26. nóvember 2016 kl. 10:48

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Glútenlaust kynlíf

glu_769_tenlaust.jpgÉg er nýbúin að gefa út fræðslu- og matreiðslubókina HREINT Í MATINN, en í henni eru réttir sem eru án glútens, sykurs og mjólkur. Ein helsta ástæða þess að ég skrifaði bókina, er að ég hef komist að raun um það í gegnum námskeiðin mín hversu margir eru að glíma við óþol fyrir þessum fæðutegundum. Reynslan hefur sýnt að með því að breyta mataræðinu má meðal annars laga ýmsa meltingarsjúkdóma og losna við bólgur í líkamanum.

GLÚTENLAUST KYNLÍF
Það kom mér skemmtilega á óvart og fékk mig til að brosa út að eyrum, þegar ég sá að vinur minn, Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi, skrifaði einn daginn á vegginn sinn á Facebook, meðan ég sat við að skrifa bókin eftirfarandi texta: „Í gamla daga þótti töff að nota áfengi og stunda kynlíf, í dag er það að borða glútenlaust og hjóla mikið. Er þetta framför?“

Ég skrifaði ekki svar við færslunni hans á Facebook, en ég get alveg staðhæft að það þarf hvorki að hætta að stunda kynlíf né fara að hjóla til að vera glútenlaus. Áfengisneyslan færist kannski úr bjór og vodka yfir í lífrænt ræktuð léttvín og glútenlausan bjór. Hvort það sé töff er auðvitað alltaf spurning, en mér finnst töff að hugsa um heilsuna.

Hvað varðar framförina er hún auðvitað mat hvers og eins. Í mínu tilviki finnst mér framförin við glútenlaust mataræði helst liggja í betri líðan og færri heilsufarsvandamálum og það er í mínum huga MIKIL framför.

Ef þér finnst töff að hugsa um heilsun og hefur áhuga á að stunda glútenlaust kynlíf, færðu HREINT Í MATINN í Eymundsson, Mál og menningu, Nettó og svo á vefsíðunni minn.

Mynd: Can Stock Photo

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira