c

Pistlar:

22. júní 2017 kl. 9:01

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Astaxanthin fyrir húð, heila og hjarta

AstaxanthinMeginefni greinarinnar:

 • Astaxanthin er öflugt og breiðvirkt andoxunarefni sem virkar vel á mörg kerfi líkamans, veitir vörn gegn geislun sólarinnar og stuðlar að heilbrigði augna, heila og hjarta.
 • Astaxanthin dregur úr bólgum og nýtist vel gegn nánast hvaða bólguástandi sem er, allt frá liðvandamálum eins og liðagigt til krabbameina.
 • Astaxanthin er almennt talið gott fyrir heilsu húðarinnar, þar sem það verndar hana gegn útfjólubláum sólarskemmdum, eykur teygjanleika hennar, dregur úr fínum hrukkum og eykur rakastig hennar.

ASTAXANTHIN ER ÖFLUGT ANDOXUNAREFNI
Astaxanthin frá NOW er eitt af þeim bætiefnum sem ég tek nokkuð reglulega, einkum og sér í lagi þegar fer að vora eða ef ég er á leið til sólarlanda, því það verndar mig gegn skaðlegum geislum sólarinnar. Jafnframt verð ég aldrei eins fallega brún og þegar ég hef tekið inn astaxanthin í einhvern tíma fyrir sólarferð.

Astaxanthin verndar húðina sérstaklega gegn frumudauða sem orsakast af útfjólubláum (UV) geislum sólarinnar. Ólíkt sólkremum sem borin eru á húðina, blokkar astaxanthin ekki UV geislana, þannig að það kemur ekki í veg fyrir að UVB geislarnir breytist í D–vítamín í húðinni. Það ver húðina einfaldlega gegn skemmdum.

UNNIÐ ÚR ÖRÞÖRUNGUM
Astaxanthin er unnið úr Haematococcus örþörungum (sjá mynd), sem framleiða astaxanthin til að vernda viðkvæma þörungana fyrir sterkum útfjólubláum (UV) geislum sólarinnar og öðru álagi úr umhverfinu. Það er skylt beta-karótíni, lúteini og canthaxanthin, þótt einstök sameindauppbygging þess geri það bæði öflugra og einstakara en önnur karótín.

Astaxanthin er öflugt og breiðvirkt andoxunarefni sem virkar vel á mörg kerfi líkamans, veitir vörn gegn geislun og stuðlar að heilbrigði augna, heila og hjartans.

Að auki hefur það reynst vel gegn hvers konar krabbameinum, meltingarvandamálum, sykursýki, ýmsum meltingarsjúkdómum, lifrarsjúkdómum, ófrjósemi karla og nýrnabilun.

Astaxanthin dregur úr bólgum og nýtist vel gegn nánast hvaða bólguástandi sem er, allt frá liðvandamálum eins og liðagigt, hvers konar úlnliðsvandamálum eða tennisolnboga. Að auki hefur það stuðlað að auknum árangri hjá íþróttamönnum.

ÞESSI FIMM ATRIÐI GERA ASTAXANTHIN EINSTAKT
Astaxanthin er 550 sinnum öflugra andoxunarefni en E-vítamín og 6000 sinnum áhrifaríkara en C-vítamín. Nokkur önnur lykilatriði aðgreina astaxanthin frá öðrum karótínum, þar með talin eftirfarandi fimm atriði.

 1. Líkt og önnur andoxunarefni, gefur astaxanthin frá sér elektrónur sem gera frjálsar stakeindir hlutlausar. Það ferli eyðir upp flestum öðrum andoxunarefnum, en astaxanthin býr yfir miklum birgðum, sem þýðir að það er virkara lengur – samanborið við önnur andoxunarefni.

  Astaxanthinið helst líka óskaddað, sem þýðir að það eru engin efnaviðbrögð sem brjóta það niður, en slíkt gerist hjá flestum öðrum andoxunarefnum.

 2. Astaxanthin ræður við fleiri frjálsar stakeindir í einu, en önnur bætiefni eins og t.d. C- og E-vítamín og ýmis önnur, sem ráða aðeins við eina frjálsa stakeind í einu. Astaxanthin getur ráðist á allt að 19 frjálsar stakeindir í einu, með því að mynda rafeindaský í kringum sameindirnar (mólekúlin).

 3. Einn af einstökum eiginleikum astaxanthins er að geta varið bæði vatns- og fituuppleysanlega hluta frumunnar. Karótínin skiptast yfirleitt í vatnsuppleysanlega eða fituuppleysanlega hópa, en astaxanthin tilheyrir hópi sem er mitt á milli og getur haft áhrif á bæði vatn og fitu.

 4. Þetta þýðir að astaxanthin sameindirnar geta haft áhrif á og þanið út himnu allra frumna og fljóta því ekki um í blóði okkar, heldur samlaga sig frumuhimnunni. Þetta á líka við um hvatberana í frumum hjartans, sem er ein ástæða þess að astaxanthin er svo gott fyrir hjartað. Þar sem ástand hvatberanna skiptir máli þegar við eldumst, þá er stuðningur við þá eitt af því besta sem hægt er að gera til að hægja á öldrunarferlinu.

  Astaxanthin getur líka farið í gegnum heilatálmann, sem er hluti af eiginleikum þess til verndar taugunum.

 5. Einn af lykileiginleikum astaxanthin er að það getur ekki valdið oxun. Mörg andoxunarefni, valda oxun frekar en andoxun, þegar nægilega mikið er til staðar af þeim. Þess vegna viltu ekki taka of mörg andoxandi bætiefni í einu. Þar sem astaxanthin veldur ekki oxun, jafnvel þótt mikið sé af því í líkamanum, er það bæði öruggara og öflugra andoxunarefni en mörg önnur.

 6. Astaxanthin virkar á í það minnsta fimm mismunandi bólguferla, svo það er öflugt í að slá á bólgur í líkamanum og viðhalda jafnvægi á kerfum hans.

AÐRIR ÖFLUGUR EIGINLEIKAR ASTAXANTHINS
Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum astaxanthins á hjarta og æðakerfið, sem sýna að það skilar góðum árangri þar. Tvíblind rannsókn sýndi meðal annars fram á að hjá fólki sem tók 12mg af astaxanthin á dag í 8 vikur, lækkaði C-afturvirka próteinið (CRP) um 20%, en það er einmitt talið leiða til hjartasjúkdóma.

Rannsóknir bandaríska læknisins Gerald Cysewski sýna að astaxanthin verndar hjartað með því að auka blóðflæðið, draga úr blóðþrýstingi og bæta samsetningu blóðsins með því að auka HDL kólesterólið og lækka LDL kólesterólið og lækka þríglýseríð.

Astaxanthin verndar líka taugafrumurnar og hægir á áhrifum aldurstengdra minnisglapa og skynhreyfigetu. Að auki hafa rannsóknir á dýrum sýnt að astaxanthin getur dregið verulega úr þeim skaða sem fylgir heilablóðfalli.

Það tekur astaxanthin 12-19 klukkustundir að hámarkast í blóði þínu og eftir það brotnar það niður á 3-6 klukkustundum. Þess vegna þarf að taka eina daglega og ef þú ert að nota það til að verja þig fyrir sólinni er gott að taka það í nokkrar vikur áður en farið er í sólarfrí til að leyfa því að byggjast upp í kerfinu.

Heimildir: www.drmercola.com

Finndu mig á Facebook

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira