c

Pistlar:

11. júlí 2017 kl. 20:58

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Ertu með mígreni?

Ertu með mígreni eða þekkirðu einhvern sem fær reglulega mígreniköst? Ég fór í gegnum langt tíma bil í lífi mínu, frá tólf ára aldri til þrjátíu og fimm ára aldurs, þar sem ég var með nánast dagleg mígreniköst. Þrátt fyrir lyfjatöku og alls konar ráð frá læknum, losnaði ég ekki við mígreniköstin fyrr en ég umbreytti mataræði mínu algerlega. Frá þeim tíma hef ég vitað að fái ég mígrenikast, tengist það einhverju sem ég hef borðað eða eituráhrifum (sterkri málningar- eða lakklykt eða öðru slíku) úr umhverfinu.

Ýmsar rannsóknir benda til þess að mígreni sé ekki bara slæmur höfuðverkur, heldur orsakist hann af röskun á taugaboðum og efnasamböndum í heilanum. Mígreni telst vera þriðji algengasti sjúkdómur í heimi og er í sjötta sæti yfir sjúkdóma sem gera fólk óvinnufært.

Talið er að í Bandaríkjunum þjáist einn af hverjum tíu af mígreni. Mígrenisjúklingar sem eru bæði konur, karlar og börn, verða oft óvinnufærir og geta hvorki sótt skóla né lifað eðlilegu lífi ef höfuðverkjaköstin eru mjög slæm. Læknar sem stunda heildrænar lækningar líta svo á að það ríki takmarkaður skilingur á því hvers vegna fólk fær mígreni, því verkjaköstin eru oftast meðhöndluð með lyfjum, þótt grunnorsök vandans geti verið af allt öðrum toga og að hægt sé að sneiða hjá orsakavaldinum með því að breyta um lífsstíl. Ég rakst nýlega á grein frá Dr. Peter Osbourne, þar sem hann fjallar einmitt um þessa áhrifaþætti, svo ef þú færð reglulega mígreniköst gætu upplýsingar hans komið þér á óvart.

16 ALGENDIR ORSAKAVALDAR MÍGRENIS
Það eru ýmsir þættir sem geta valdið mígreni-höfuðverkjum, allt frá erfðaþáttum, hormónaójafnvægi og umhverfisþáttum, en talið er að eftirfarandi fæða og umhverfisþættir hafi mest áhrif:

 • Skortur á næringarefnum
 • Ójafnvægi á hormónum í líkamanum
 • Ofnæmi
 • Glútenóþol eða glútennæmi
 • Áfengi – vegna áhrifa á lifur
 • Kinnholubólgur – grunnorsök þeirra tengist mjólkurneyslu
 • Koffín – í heitum og köldum drykkjum
 • Mjólkurafurðir – allar nema helst hrein jógúrt
 • Unnar matvörur og skyndibitamatur
 • Vöðvaverkir í t.d. fótleggjum
 • Innri streita
 • Sykur – í öllum sínum formum
 • Streituáhrif úr umhverfinu (tímapressa)
 • Gervisætuefni
 • MSG (monosodium glutamate)
 • Súkkulaði

SYKUR OG GERVISÆTA GETA VALDIÐ MÍGRENI
Rannsóknir hafa sýnt fram á að MSG (m.a. í kryddi) og koffín geta valdið mígrenikasti. Þeir sem nota gervisætu hafa greint frá höfuðverkjum, svima, ógleði og truflun á meltingarferlinu. Rennið yfir eftirfarandi lista og veljið frekar að nota efnin á hægri listanum til að sæta með fæðu og drykki, en gervisætuna á vinstri listanum, til að forðast mígreni eða annars slags höfuðverki.

FORÐIST ÞESSI SÆTUEFNI                            NOTIÐ FREKAR ÞESSI SÆTUEFNI 
Acesulfame-K (Ace K, Sweet One)                   Agave síróp
Aspartame (Nutrasweet, Equal)                     Hunang
Saccharin (Sweet’N Low)                           Maple síróp (hreint hlynsíróp)
Sucralose (Splenda)                               Stevíu (hreina og unna úr stevíalaufi)
Unninn sykur (glúkósa, súkrósa, dextrósa)         Sykuralkahól (Xylitol)

GETUR GLÚTEN VALDIÐ MÍGRENI?
Glúten er talið vera taugaeitur, sem getur meðal annars valdið taugaskemmdum, auk þess sem það veldur bólguviðbrögðum í líkamanum. Nýlegar rannsóknir sýna að glúten er tengt röskun á taugaboðefnum hjá þeim sem eru með glútenóþol (e. celiac disease) eða glútennæmi (e. non-celiac gluten sensitivity). Í væntanlegri bók minni HREINN LÍFSSTÍLL eru frekari upplýsingar um glútenóþol og glútennæmi og sjálfsmatslisti, sem hjálpar þér að meta hvort glúten sé að valda heilsufarsskaða hjá þér. Bókin er á forsölutilboði sem stendur með góðum afslætti.

Rannsóknir hafa sýnt að mígreni er algengara hjá þeim sem eru með glútenóþol eða glútennæmi, sem er vísbending til þeirra sem eru með mígreni að þeir geti dregið úr höfuðverkjunum með því að fjarlægja glúten úr mataræði sínu. Gangi það erfiðlega og glúten slæðist inn annað slagið, er hægt (í neyðartilvikum) að nota Gluten Digest Enzymes frá NOW, en það eru meltingarensím, sem hjálpa til við niðurbrot glútens í meltingarveginum.

Í næstu grein fjalla ég um mikilvægi þess að nota ákveðin næringarefni til að styrkja taugakerfið og taugaboðsferla og draga þannig úr líkum á mígreni höfuðverkjum.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.
www.gudrunbergmann.is

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira