c

Pistlar:

5. desember 2017 kl. 16:13

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

CoQ10 er mikilvægt fyrir hjartað

Í kringum jólin er alltaf eitthvað um hjartavandamál og því er ekki út vegi að kíkja á þessa grein, sem byggð er á útdrætti úr grein af vef Dr. Mercola, en greinin er byggð á samtali hans við bandaríska lækninn Robert Barry, sem hefur stundað miklar rannsóknir á CoQ10, sem er talið mjög gott fyrir hjartað.

Greinarnar á vefnum hans Dr. Mercola eru alltaf með nýjustu upplýsingum um það sem er að gerast í heilsuheiminum og hvernig við getum nýtt okkur náttúrulegar leiðir, eins og fæðu og bætiefni til að viðhalda sem bestri heilsu. Góð lífsgæði á meðan við lifum eru ekki endilega ávísun á langlífi, en þau gera svo sannarlega árin sem við eigum ánægjulegri.

CoQ10 MEÐAL VINSÆLUSTU BÆTIEFNA
Tímaritið NEW HOPE birti nýlega upplýsingar um að Q10 (CoQ10/ubuiquinol) væri meðal vinsælustu bætiefna, sem ætluð eru til að styrkja hvatbera (orkuframleiðsluhluta) frumna okkar. Fjöldi þeirra Bandaríkjamanna sem taka inn Q-10 fór úr 2 milljónum árið 2000 og upp í 24 milljónir árið 2016.

Talið er að þessi aukning eigi sér tvær skýringar. Önnur er sú að sífellt fleiri hjartasérfræðingar hvetja sjúklinga sína til að taka inn Q-10, en hin er sú að fólk er að verða meðvitaðra um mikilvægi þess að viðhalda heilbrigðum hvatberum í frumunum. Eins og með ýmislegt annað dregur með aldrinum úr framleiðslu á ubiqionoli í líkömum okkar og því er mikilvægt að bæta sér það upp með inntöku á CoQ10.

MARGT GERIR Q10 MIKILVÆGT FYRIR HEILSUNA
Ubiquinol – samþjappaða, elektrónríka formið af CoQ10 sem framleitt er náttúrulega af líkamanum – gegnir mikilvægu hlutverki í flutningskeðju hvatberanna, þar sem það greiðir fyrir umbreytingu á hvarfefnum og súrefni, yfir í líffræðilega orku (adenosine triphosphate eða ATP), sem viðheldur lífi, viðgerðum og endurnýjun í frumum okkar.

CoQ10 er fituuppleysanlegt andoxunarefni, sem þýðir að það virkar í fituhluta líkamans, svo sem í frumuhimnunum, þar sem það dregur í sig alls konar aukaefni úr meltingunni, sem þekkt eru sem gagnverkandi súrefnistegundir. Með því að taka inn CoQ10 ertu að vernda frumuhimnuna fyrir oxandi eyðileggingu, en það hefur sýnt sig að virkar vel gegn ýmsum heilsufarsvandamálum og krónískum sjúkdómum.

Í raun kemur það ekki á óvart, því ýmis heilsufarsvandamál, þar með taldir hjartasjúkdómar og mígreni – sem Q10 hefur virkað vel á – virðast tengjast truflun á starfsemi hvatberanna (orkuframleiðsluhluta frumna) í frumunum. Hver einasta fruma í líkamanum notar Q10, einkum þó hjartafrumurnar. Frumurnar í hjartavöðvanum eru með um 200 sinnum meira af hvatberum og þurfa því 200 sinnum meira af Q10 en vöðvar tengdir beinagrind líkamans.

CoQ10 ER MIKILVÆGT FYRIR HEILSU HJARTANS
Rannsóknir sýna að CoQ10 er mikilvægt fyrir þá sem eru með hjarta- og æðasjúkdóma, þar með talið þá sem fá hjartabilun og háþrýsting (háan blóðþrýsting). Rannsóknir gefa líka til kynna að CoQ10 stuðli að bata eftir stórar hjartaaðgerðir.

Hvað varðar hjartaheilsuna, er almennur ávinningur sá að ubiquinol virkar líka sem andoxunarefni í blóðinu, þar sem það kemur í veg fyrir oxun á LDL kólesterólinu (almennt vísað til sem slæma kólersterólsins), og dregur á þann hátt úr líkum á æðahrörnun vegna fituútfellinga. Rannsóknir sem gerðar voru árið 2015 leiddu í ljós að einstaklingar sem tóku blöndu af CoQ10 og selenium daglega í fjögur ár, fengu færri hjartaáföll, þurftu að dvelja færri daga á spítala og dánartíðni þeirra var lægri en hjá hinum sem ekki tóku neitt.

Báðir foreldrar mínir fengu hjartaáfall, svo ég telst vera í áhættuhópi og hef því tekið nokkuð reglulega inn CoQ10 frá NOW. Ég hef reyndar líka verið að taka inn Selenium frá NOW, vegna þess að það er talið gott gegn vanvirkni í skjaldkirtli. Hins vegar vissi ég ekki að þessi tvö bætiefni ynnu svona vel saman fyrr en ég las þessa grein hjá Dr. Mercola.

CoQ10 ER SAMSTARFSAÐILINN
Co-ið í CoQ10 stendur fyrir enska orðið “coenzyme” eða samstarfsensímið og það undirstrikar á vissan hátt mikilvægi CoQ10, því það vinnur með öðrum ensímum, til dæmis að því að melta fæðu.

CoQ10 býr líka yfir þeim eiginleika að auka upptöku líkamans á mikilvægum næringarefnum. Það stuðlar til dæmis að því að líkaminn nýti sem best bæði C- og E-vítamín.

Ubiquinol/CoQ10 slær líka á bólgur. Það hefur sýnt sig að hafa jákvæð áhrif á tvö bólgumerkigen, NT-proBNP og GGT (gamma-glutamyl transferase), en hið síðarnefnda er merkigetn fyrir hjartabilun. Magn þessara merkigena minnkar og genum sem tengd eru þeim fækkar líka þegar CoQ10 er tekið inn sem bætiefni. Inntaka á CoQ10 getur því ekki bara dregið úr líkum á hjartavandamálum, heldur einni úr ýmsum öðrum heilsufarsvandamálum sem tengjast krónískum bólgum.

Heimildir: Grein á vefsíðu Dr. Mercola

Guðrún Bergmann hefur haldið fyrirlestra og verið leiðbeinandi á ýmsum sjálfsræktarnámskeiðum undanfarin 28 ár. Hún er höfundur 17 bóka sem flestar fjalla um sjálfsrækt og náttúrulegar leiðir til betri heilsu. Nýjustu bækur hennar eru HREINT Í MATINN (uppseld) og HREINN LÍFSSTÍLL. Guðrún hefur leiðbeint um 900 manns í gegnum HREINT MATARÆÐI hreinsikúrinn á tæplega þremur árum.

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira