c

Pistlar:

21. maí 2018 kl. 12:40

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Ekki sexý en hefur mikið notagildi

Heitið er ekki sérstaklega sexý, enda dettur flestum í hug hægðalosandi áhrif laxerolíunnar þegar minnst er á hana. Fæstur vita nefnilega að laxerolían hefur öldum saman verið notuð til lækninga víða um heim, þar sem hún gagnast m.a. einstaklega vel við bólgum og býr yfir bakteríudrepandi eiginleikum.

Talið er að Egyptar til forna hafi verið þeir fyrstu til að byrja að nota olíuna og þar hafa fundist Castor-baunir í grafhýsum frá 4.000 f. Krist. Sögusagnir herma að Cleopatra hafi notað hana til að gera hvítuna í augum sínum hvítari (betri hægðalosun hefur m.a. þau áhrif) og sem áburð á húðina.

NÁTTÚRULEGAR OLÍUR BESTAR

Laxerolían er unnið úr fræjum Castor plöntunnar og kallast Castor oil á ensku. Hún er mikið notuð í dag sem lífrænn grunnur við framleiðslu á snyrtivörum, sápum, vefnaði, nuddolíum og jafnvel lyfjum. Þar sem hún er unnin úr náttúrulegu hráefni er laxerolían með þeim bestu olíum sem við getum sett á húðina okkar.

David Suzuki, þekktur náttúruverndarsinni minnir okkur á að eitt af hverjum átta af þeim 82.000 innihaldsefnum sem notuð eru við framleiðslu á húð- og hárvörum og snyrtivörum almennt, eru “iðnaðarefni”, þar á meðal efni sem geta valdið krabbameinum, meindýraeitur, eiturefni sem hafa áhrif á æxlunarfæri mannslíkamans og sem hafa raskandi áhrif á hormónakerfi líkamans.

SVONA MÁ NOTA LAXEROLÍU Á HÚÐINA 

Ef húðin bólgnar eftir sólbruna eða í kringum bólur, er hægt að bera laxerolíu á svæðið með bómullarplötu og láta hana liggja á húðinni í eina klukkustund, áður en hún er þvegin af með volgu vatni.

1-FITUKIRTLAR UNDIR HÚÐ

Stundum eiga fitukirtlar það til að stíflast. Þá safna þeir í sig fitu og geta stækkað ótrúlega mikið. Ég veit um eitt slíkt dæmi, þar sem viðkomandi vildi ekki í aðgerð til að láta fjarlægja kirtilinn. Hann bar í þess stað laxerolíu á svæðið, setti plastfilmu yfir og síðan hitapoki þar ofan á og endurtók ferlið í 6 vikur - og fituhnúðurinn hvarf.

2-DREGUR ÚR ÖLDRUN HÚÐARINNAR

Þegar laxerolía er notuð útvortis getur hún dregið úr öldunareinkennum húðarinnar, því hún gengur djúpt inn í hana og örvar framleiðslu á kollageni og elastíni. Það mýkir húðina og eykur rakann í henni og seinkar hrukkumyndun og fínum línum og gerir húðina silkimjúka.

3-RAKAGEFANDI FYRIR HÚÐINA

Eins og fram hefur komið hér að framan er laxerolía mjög rakagefandi fyrir húðina. Öflugar fitusýrur hennar ganga vel inn í húðina og því er gott að bera hana á þurra bletti eða bara til að koma rakajafnvægi á hana á ný. Laxerolía er notuð sem grunnur í ýmsar vörurtegundir, einkum þó í húðvörur vegna þess hversu rakagefandi hún er.

Aukið raka húðarinnar með því að hreinsa húðina í andlitnu vel og nudda svo laxerolíunni inn í hana með hringlaga hreyfingum. Það má að sjálfsögðu einnig nota olíuna til að bera t.d. á fótleggina, en húðin þar er oft mjög þurr.

4-ÖR OG SLIT Á HÚÐ

Laxerolía er mjög rakagefandi og fitusýrur hennar ganga vel inn í húðina. Því er gott að bera hana á ör sára sem eru að gróa, en eins og með annað þarf að endurtaka ferlið daglega í nokkuð langan tíma til að sjá árangur.

Húðslit er oft fylgifiskur meðgöngu, þegar húðin á kviðnum tognar ótrúlega mikið á stuttum tíma. Með því að bera laxerolíu á kviðinn á meðgöngunni dregur úr líkum á húðsliti – og ef húðin slitnar eða er slitin dregur það úr örunum að bera laxerolíu á þau.

SVONA NÝTIST LAXEROLÍA FYRIR HÁRIÐ

Hefurðu nokkurn tímann látið þér detta í hug að nota laxerolíu í hárið í stað mótunargels? Þú ættir að prufu það, því hún virkar frábærlega vel og mótar ekki bara hárið vel, heldur er mjög nærandi fyrir það. En það er ýmislegt annað sem laxerolía getur gert fyrir hárið.

1-EYKUR HÁRVÖXT

Með því að nudda laxerolíu – gott að blanda henni til helminga við ólífuolíu – í hársvörðinn er hægt að auka hárvöxtinn. Olían eykur blóðflæði til hársekkjanna, sem leiðir til aukins hárvaxtar.

Í laxerolíunni eru omega-9 fitusýrur en þær eru góðar fyrir heilbrigt hár. Olían dregur líka úr sliti á hári og veitir því raka og næringu.

2-VINNUR Á SÝKINGUM Í HÁRSVERÐINUM 

Sýkingar í hársverðinum geta valdið miklum vanda eins og t.d. blettaskalla, flösu og kláða. Laxerolían býr yfir sveppa- og bakteríudrepandi eiginleikum og getur því unnið á ýmsum meinvöldum og örverum sem valda sýkingu.

Berið hana í hársvörðinn, setjið frottéhettu yfir og sofið með yfir nótt. Byrjið á að setja sjampó í hárið áður en þið bleytið það til að þvo mestu olíuna úr næsta morgun.

3-HÁRNÆRING

Laxerolía getur gert kraftaverk þegar kemur að þurru og skemmdu hári. Rakagefandi eiginleikar olíunnar stuðla að því að rakinn lokist inni í hárinu og gerir það því sléttara og mýkra.

Blandið 1 tsk af laxerolíu saman við hárnæringu, sem látin er vera í hárinu eftir þvott og berið í hárið.

  

SVONA NÝTIST LAXEROLÍA Á BÓLGUR OG LIÐAGIGT

Laxerolía er góð gegn bólgum hvar sem er í líkamanum, hvort sem það er í ökkla- eða hnjáliðum, mjöðmum eða mjóbaki, kvið (ristli og þörmum), úlnliðum eða öxlum. Vegna bólguhamlandi áhrifa sinna dregur olían bæði úr bólgum og sársauka sem t.d. fylgir gigtarverkjum.

Ef um útlimi er að ræða er einfaldast að bera olíuna á aum og bólgin svæði og vefja þau svo með plastfilmu. Stundum þola aum bólgusvæði illa hita, svo þá borgar sig ekki að leggja hitapoka við þau. Olían ein og sér, einangruð undir plastfilmunni gengur inn í húðina og gerir sitt gagn, en ef sársaukamörk þola það, setja hitapokyfir baksturinn.

SVONA NÝTIST LAXEROLÍA VIÐ HÆGÐAVANDAMÁLUM

Það er ekki alltaf nauðsynlegt að taka laxerolíuna inn til að bæta hægðalosun. Hún er frekar þykk og ólystugt að kyngja henni, svo það er mun einfaldara að taka bara inn Castor Oil hylkin frá NOW ef leysa á hægðavandamálin á þann hátt.

Hægðavandamálum fylgja oft bólgur í ristli og þörmum og þá er upplagt að setja á kviðinn laxerolíubakstur. Olían gengur vel inn í húðina, vinnur á bólgunum og losar um stíflur í útþöndum kvið. Við það mýkjast uppsafnaðar harðar hægðir og þá er auðveldara að losna við þær.

Laxerolíubakstur á kvið virkar vel bæði fyrir börn og fullorðna, en hann má gera svona:

1 – Hellið laxerolíu í bómullarstykki og leggið á kviðinn – eða berið laxerolíuna bara beint á kviðinn – og leggið svo tilklipptan plastpoka eða plastfilmu yfir. Plastið einangrar olíuna og gerir það að verkum að hún leitar inn í húðina.

2 – Setjið þunnt handklæði eða viskastykki yfir plastið og hitapokann ofan á það.

3 – Hafið baksturinn á kviðnum í minnst 30 mínútur. Endurtakið ferlið daglega í minnst einn mánuð – eða lengur ef með þarf.

Guðrún Bergmann hefur haldið námskeið,fyrirlestra og skrifað um heilsumál frá árinu 1990.
www.gudrunbergmann.is 

Heimildir: https://www.diamondherbs.co/castor-oil/

http://www.styelcraze.com/articles/amazing-benefits-of-castor-oil/#HealsInflamedSkin

https://davidsuzuki.org/queen-of-green/dirty-dozen-cosmetic-chemicals-avoid/

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira