c

Pistlar:

8. september 2018 kl. 10:27

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Er lifrin þreytt eftir sumarið?

Eftir ferðalög sumarsins, grillveislur, hvítvínsglös og bjór sem oft fylgja bæjarhátíðum landsmanna, svo og skyndibitafæðið í vegasjoppunum er líklegt að lifrin sé orðin þreytt. Sé hún undir miklu álagi í langan tíma við að halda blóðinu í líkamanum hreinu, getur það leitt til annarra heilsufarsvandamála eins og ofnæmis, höfuðverkja og síþreytu.

Þá þarf hún á stuðningi og góðum bætiefnum að halda eins og til dæmis Silymarin frá NOW, sem er virka efnið í mjólkurþistli, en það efni stuðlar að endurnýjun frumna í lifrinni.

LIFRIN HEFUR MIKIÐ AÐ GERA

Á hverri mínútu fara um það bil 6 bollar af blóði í gegnum lifrina, sem þýðir að hún á mjög annríkt. Það á einkum við ef hún er undir miklu álagi í hlutverki sínu, því listin yfir mikilvæga starfsemi hennar er langur og felur meðal annars í sér eftirfarandi:

  • Framleiðslu á galli, sem stuðlar að því að flytja úrgang og brjóta niður fitu í smáþörmunum meðan á meltingu stendur. 
  • Framleiðlsu á ákveðnum prótínum fyrir blóðvökvann.
  • Framleiðslu á bindandi prótínum fyrir kynhormóna – en góð lifrarheilsa er nauðsynleg fyrir góða kynorku. Sé lifrin í einhverri hættu, sem leiði ti of mikillar framleiðslu á þessu prótíni, getur það dregið úr kynorkunni. 
  • Framleiðslu á kólesteróli og sérstökum prótínum til að stuðla að fituflutningi um líkamann. 
  • Halda jafnvægi á meltingu kolvetna – með því að umbreyta umfram glúkósa í glýkógenforða. 
  • Geyma A-, D- og mörg af B-vítamínunum, járn og kopar.
  • Umbreyta eitruðu ammoníaki í þvagefni (verður til við meltingu próteina og skilast út með þvagi).
  • Hreinsa lyf og önnur eitrandi efni úr blóðinu.
  • Hindra sýkingar með því að framleiða ónæmisvarnir og hreinsa bakteríur úr blóðinu. 

Einkenni lirfrarsjúkdóma er erfitt að greina, þar sem það ekki eitthvað sérstakt einkenni sem bendir til að eitthvað sé að lifrinni, sama hversu alvarlegt það er. Síþreyta er samt eitt af þeim einkennum sem benda til vandamála í lifur.

SÍÞREYTA TENGIST ÁLAGI Á LIFUR

Síþreyta er ekki það sama og svefnhöfgi. Síþreyta einkennist af minnkandi getur til að beita sér – vegna skorts á líkamlegum og huglægum hvata. Síþeyta tengist oft því að fólki finnst það þreytt, leitt, veikburða eða pirrað. Hjá flestum birtist hún strax á morgnana, fljótlega eftir að farið er á fætur en sumir finna fyrir þessari síþreytu allan daginn.

Nokkrir þættir stuðla að síþreytu og má þar nefna skort á svefni og hvíld almennt, áfengis- og lyfjanotkun, streitu og þunglyndi, stöðuga verkir, skort á líkamsrækt, lélegt mataræði, vatnsskort, lélegt ónæmiskerfi og ákveðnar læknismeðferðir.

LIFRIN ER ORKUGJAFI

Með því að skilja hvernig lifrin starfar, er auðveldara að skilja af hverju lifur undir álagi getur leitt til síþreytu. Eins og fram hefur komið umbreytir lifrin glúkósa í glýkógen til geymslu til síðari tíma. Þegar líkaminn þarf á orku á halda, umbreytist glýkógenið í glúkósa sem verður að orkugjafa.

Með því að framleiða, geyma og sjá líkamanum fyrir glúkósa, skiptir miklu máli að lifrin sé í lagi til að koma megi í veg fyrir síþreytu. Heilbrigð lifur sér líkamanum fyrir orku allan daginn, en veik lifur hefur minni getu til að framleiða glúkósa og minna rými til að geyma hann.

SVONA STYRKIRÐU LIFRINA

Til að styrkja lifrina eftir annasamt sumar er gott að taka inn bæti efni eins og Silymarin frá NOW, en silymarin er heitið á virka efninu í mjólkurþistli. Rannsóknir hafa sýnt að það styrkir lifrarfrumurnar í að endurnýja sig og er því mikilvægt fyrir lifrina.

Andoxandi bætiefni eins og C-vítamín, E-vítamín og Beta-carotene eru líka sérlega góð og B-vítamín stuðlar meðal annars að niðurbroti alkahóls. Besta formið af B-vítamíni er að mínu mati Ultra B-12 droparnir frá NOW, en í þeim er methylcobalamin formið af B-vítamíni. Steinefni eins og L-OptiZink fá NOW er einnig sérlega gott fyrir lifrina, svo og seleninum.

Í nokkrum verslunum eins og t.d. Nettó og Fjarðarkaupum eru vítamíndagar í september, þar sem kaupa má NOW bætiefnin með 25% afslætti. Því er frábært að nýta sér afsláttartækifærið og styrkja lifrina með góðum bætiefnum.

Heimildir: www.liverdoctor.com og www.webmd.com 

 

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira