c

Pistlar:

31. janúar 2020 kl. 10:50

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Eru veirusýkingar hættulegri ef seleníum skortir?

Eftir að kórónaveiran kom upp í Kína birtist eftirfarandi grein á vefsíðunni liverdoctor.com. Ég hef lengi fylgst með Dr. Sandra Cabot og það birtast yfirleitt mjög áhugaverðar greinar á síðunni hennar. Í þessari grein er fjallað um seleníumskort og minna viðnám gegn veirusýkingum eins og kórónavírusnum.

Greinin birtist 23. janúar – en vegna hraðrar útbreiðslu veirusýkingarinnar hefur ýmislegt breyst á þessum stutta tíma. Ég sleppi því tilvísun í fréttir sem hafa breyst mikið frá því að 41 einstaklingur var smitaður í Wuhan og þar til í dag þegar tæplega tíu þúsund eru smitaðir og nokkuð margir látnir – en tilvísun í greinina hefst hér:

SPÆNSKA VEIKIN

Í gegnum söguna hafa reglulega komið upp nýir og mannskæðir vírusar vegna stökkbreytinga og við megum eiga von á að svo verði áfram. Þekktasta veirusýkingin sem olli heimsfaraldri er Spænska veikin (janúar 1918-desember 1920), sem smitaði að talið er 500 milljón manns um allan heim, eða um einn þriðja hluta íbúa Jarðar. Talið er að 20 til 50 milljón manns hafi látist á þessum tveimur árum.

NÝJASTI VÍRUSINN

Nýjasti vírusinn sem veldur áhyggjum víða um heim nú, er nýtt afbrigði af kórónavírusnum í Kína, sem hefur verið að breiðast út síðan í desember 2019. Kórónavírusar eru klasi vírusa sem geta valdið sýkingum, allt frá mildum og yfir í mjög alvarlegar, í öndunarfærum fólks. Vírusinn sem olli SARS (Severe Acute Respiratory Syndrome) var eitt afbrigði af kórónavírusnum. SARS kom upp í Kína árið 2002 og samtals létust 800 einstaklingar í heiminum af þeim vírus.

SELENÍUMSKORTUR OG VEIRUSÝKINGAR

Rannsóknir hafa sýnt að næringarskortur leiðir til þess að upp koma nýjar veirusýkingar. Seleníumskortur leiðir til veikari varna gegn smitsjúkdómum, einkum þeim sem vírusar valda. Seleníumskortur getur líka leitt til stökkbreytinga í veirum sem eru góðkynja (mildir) vírusar yfir í mjög skæða (hættulega) vírusa.

Fullnægjandi magn undirstöðufrumefna og snefilefna er nauðsynlegt til að styrkja ónæmisvarnir og mótstöðu gegn hættulegum örverum sem valda sjúkdómum. Nútíma mataræði dugar oft ekki til að mæta aukinni þörf á snefilefnum til varnar gegn smitsjúkdómum. Víða um heim skortir seleníum alveg í jarðveginn.

Steinefnablanda sem inniheldur 100 til 200 mcg dagskammt af seleníum er örugg og ódýr meðferð gegn veirusýkingum. Bætiefni sem innihalda góða snefilefnablöndu með seleníum gætu líka gagnast vel til að styrkja ónæmiskerfi sjúklinga sem þjást af nýlegum Ebóla veirusýkingum, eins og í Ebólufaraldrinum í Vestur-Afríku. 

Íbúar í flestum þeim löndum sem þar sem Ebólufaraldur hefur geisað bæði fyrr og nú (t.d. Líbería, Gínea og í lýðveldinu Kongó), eru í mikilli hættu vegna seleníumskorts. Reyndar er minnsta magn af seleníum í fæðu í Afríkuríki að finna í Líberíu, þar sem dagleg neysla á því er 23 mcg. 

Fólk sem er að takast á við eftirköst alvarlegra eða krónískra veirusýkinga, til dæmis vírusa eins og Epstein Barr vírusins (einkirningasótt), Coxackievírus, herpes, Ross river og svo framvegis, gæti hugsanlega náð bata fyrr með seleníumbætiefni. Samhliða því er ráðlegt að taka nóg af sinki (zinc) og C-vítamíni, vegna sannreyndra ónæmisvarna þeirra gegn veirum.

Vísað er í eftirfarandi heimildir í greininni á Liverdoctor.com
Adv Nutr. 2015 Jan; 6(1): 73–82.
Published online 2015 Jan 7. doi: 10.3945/an.114.007575
The Journal of Nutrition, Volume 133, Issue 5, May 2003, Pages 1463S-1467S, https://doi.org/10.1093/jn/133.5.1463S
Seleniumfacts.com

NÆRINGARSNAUÐUR JARÐVEGUR SKERÐIR ÓNÆMISVARNIR

Áratuganotkun á tilbúnum áburði í landbúnaði víða um heim hefur gert það að verkum að í jarðveginn vantar fjölda snefilefna, eins og til dæmis seleníum. Sá skortur leiðir til þess að ónæmisvarnir líkamans minnka. – Sjá greinina: UMHVERFIÐ OG HEILSAN.

Bætiefnin C-1000 C-vítamín, L-OptiZinc og Selenium frá NOW fást í öllum helstu matvörumörkuðum og apótekum víða um land. Bendi einnig á steinefnablönduna Full Spectrum Mineral frá NOW. Í þeirri blöndu er bæði sink og seleníum, auk fleiri mikilvægra steinefna. Hins vegar inniheldur það ekki C-vítamín.

Hvort sem kórónavírusinn berst hingað eða ekki, geta þessi bætiefni alltaf styrkt ónæmiskerfi líkamans.

www.gudrunbergmann.is 

 

 

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira