c

Pistlar:

8. apríl 2020 kl. 20:37

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

3 heilsuráð fyrir páskana

Þrátt fyrir alla heimavistina og bann við sumarbústaðaferðum eru allar líkur á að flestir ætli að gera vel við sig í mat og drykk um páskana. Til að lágmarka álag þess á líkamann tók ég saman þrjú heilsuráð, sem hægt er að nýta sér um páskana.

#1 - MELTING OG NIÐURBROT FÆÐUNNAR

Upp úr fertugu dregur mikið úr framleiðslu á þeim meltingarensímum sem eiga að hjálpa okkur að brjóta niður fæðuna svo líkaminn eigi betur með að nýta sér hana.

Til að styðja við þetta ferli meltingarinnar er því gott að taka ínn meltingarensím eins og Digest Ultimate frá NOW, sem bæta þér upp þau ensím sem vantar og stuðla að betri nýtingu fæðunnar.

Þeir sem eru með glútenóþol og gera ráð fyrir að fara eitthvað út fyrir strangt glútenlaust mataræði geta nýtt sér Gluten Digest frá NOW – og þeir sem eru með mjólkuróþol, en ætla samt að borða eitthvað með rjóma í um páskana geta nýtt sér Dairy Digest frá NOW.

Öll þessi bætiefni stuðla að betra niðurbroti fæðunnar og auðvelda líkamanum að vinna úr henni.

#2 - LOSUN ER LYKILATRIÐI

Mikilvægt er að halda losun úrgangs (hægðum) í lagi yfir páskana. Ef hægðalosun stoppar í einn dag vegna þess að það myndast stífla einhvers staðar í meltingarveginum byrjar úrgangurinn sem á að skilast út daglega, að safnast upp í líkamanum.

Þegar úrgangur safnast saman innan á ristilveggjunum, lamar hann þær hreyfingar ristilsins, sem eiga að ýta úrganginum út. Samkvæmt kínverskri læknisfræði er tími ristilsins frá klukkan 5 til klukkan 7 á morgnana.

Eðli málsins samkvæmt ættu því allir að hafa hægðir fljótlega eftir að þeir vakna á morgnana – og stundum nokkrum sinnum yfir daginn.

Ef það er einhver hægðatregða í þínum líkama er gott að taka inn Castor Oil hylkin frá NOW. Þetta eru laxerolíuhylki og það er hægt að taka allt að 2 hylki tvisvar á dag í stuttan tíma til að viðhalda góðri losun.

Laxerolían er líka græðandi og hefur góð áhrif á slímhúð þarma og ristils.

#3 - STYRKTU ÖRVERUFLÓRUNA OG ÓNÆMISKERFIÐ

Öflug og sterk örveruflóra þarmanna styrkir líka ónæmiskerfi okkar. Talað er um að 70-80%, og sumir segja jafnvel 90% af ónæmiskerfi okkar sé í þörmunum. Þaðan dreifist fæðan eftir upptöku til annarra hluta líkamans.

Þeir eru því eins og dreifistöð og því mikilvægt að hafa þá í góðu lagi. Það gerum við meðal annars með því að taka inn góðgerla eins og Probiotic 10 góðgerlana frá NOW með 25-50 eða 100 billion örverum.

Þar sem allir „hlýða Víði“ og halda sig heima um páskana, ætti að vera auðvelt að muna að taka góðgerla og önnur bætiefni inn daglega. 

Þú ert velkomin/-n í Facebook hópinn minn HEILSA OG LÍFSGÆÐI sem er fyrir fólk sem hefur áhuga á náttúrulegum leiðum til að efla heilsuna.

GudrunBergmann.is  

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira