c

Pistlar:

15. apríl 2020 kl. 13:19

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Adam og Eve eru góðir félagar

Síðustu vikur hef ég fjallað um ýmis bætiefni sem styrkt geta ónæmiskerfið. Sterkt ónæmiskerfi er í raun öflugasta vörnin gegn árásum inn í líkamann. Því öflugra sem það er, þeim mun betur á ónæmiskerfið með að ráðast gegn óvinainnrásum og vernda heilsu okkar.

MARGIR STUÐNINGSAÐILAR

Í hverjum skammti af fjölvítamíni eru mörg bætiefni, sem hafa styrkjandi áhrif á líkamann. Undanfarið hef ég hlustað á fyrirlestra ýmissa bandarískra náttúrulækna og margir þeirra tala um mikilvægi þess að taka inn A-vítamín, til að styrkja lungnaveggina. Það er einmitt efst á lista yfir vítamínin sem eru í ADAM og EVE fjölvítamínunum.

Reyndar eru bara 200 mg af C-vítamíni í fjölvítamínblöndunni, svo persónulega tek ég meira á þessum undarlegu kórónatímum eða þrisvar sinnum 1000 mg á dag. Í C-1000 frá NOW eru einmitt 1000 mg í hverri töflu og því auðvelt að taka eina á morgnana, aðra í hádeginu og þá þriðju á kvöldin.

MÖRG B-VÍTAMÍN, SELENÍUM OG SINK

Í þessum fjölvítamínum eru nokkrar tegundir af B-vítamínum, en þau eru mjög nauðsynleg likamanum. Einna nauðsynlegast og það sem flesta skortir er B-12, en besta formið af því er methylcobalamin. Það er einmitt í því formi bæði í EVE og ADAM fjölvítamínblöndunni.

Í henni er líka að finna seleníum og sink, en það telst sérlega góð vörn gegn vírusum að hafa nægilega mikið magn af þeim efnum í líkamanum.

GRAPE SEED OG GRÆNT TE STYRKJA ÓNÆMISKERFIÐ

Náttúrulæknar og þeir læknar sem stunda heildrænar lækningar líta almennt á þykkni úr vínberjafræjum sem styrkjandi fyrir ónæmiskerfið, en það er einmitt í þessum fjölvítamínum. 

Grænt te hefur af sumum verið kallað heilsusamlegasti drykkur í heimi, en þykkni úr því er einnig í báðum fjölvítamínblöndum. Bæði þessi efni eru styrkjandi fyrir ónæmiskerfið.

ÓTAL ÖNNUR BÆTIEFNI

Í ADAM og EVE er líka að finna D-3 vítamín, en það er í frekar litlum skömmtum, svo sjálf tek ég aukalega inn D-3 2000 iu á dag. Svo er líka K-vítamín sem gott er fyrr æðar og bein; járn og joð fyrir blóðbirgðirnar og skjaldkirtilinn; og magnesíum.

Reyndar er magnesíumskammturinn frekar lítill, svo ég tek aukalega inn Magnesium & Calcium 2:1 blönduna til að tryggja að nægilegar birgðir af þessu mikilvæga steinefni séu alltaf í líkama mínum. 

Í fjölvítamínunum er líka að finna Q-10, sem er gott fyrir hjartað og lutein, sem er gott fyrir augun. Ég hef bara minnist á nokkur af þeim þrjátíu og tveimur bætiefnum, sem finna má í hvorri fjölvítamínblöndu fyrir sig.

Það er því ekki úr vegi að gera ADAM fyrir strákana og EVE fyrir stelpurnar, að daglegum félögum, til að tryggja góða heilsu og öflugt ónæmiskerfi.

Heimildir:  healthline.com – livescience.com – ids.od.nih.gov – medicalnewstoday.com – healthline.com -  medicalnewstoday.com

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira