c

Pistlar:

7. maí 2020 kl. 12:42

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Styrking fyrir hormónakerfið og skjaldkirtilinn

Þegar kemur að því að styrkja hormónakerfi líkamans og starfsemi skjaldkirtils eftir náttúrulegum leiðum er Potassium Iodine bætiefnið einn besti valkosturinn.

Iodine (joð) er líkamanum mikilvægt til að skjaldkirtillinn geti starfað eðlilega. Sé of lítið af því í líkamanum verður skjaldkirtillinn vanvirkur, en sé of mikið af því getur það verið ein ástæða fyrir ofvirkni í honum.

HVERS VEGNA ER IODINE MIKILVÆGT?

Iodine skipar stórt hlutverk í efnaskiptaferlum líkamans og þar spilar skjaldkirtill stórt hlutverk. Að auki kemur iodine (joð) jafnvægi á hormónakerfi líkamans, styrkir ónæmiskerfið og er gott fyrir geðheilsuna.

Mesta samþjöppun iodines (joðs) er í skjaldkirtlinum sjálfum, en vöðvar, heili, munnvatnskirtlar og húðin þurfa líka á iodine að halda.

Iodine (joð) er einstaklega mikilvægt fyrir heilsu kvenna, þar sem það er mikilvæg byggingarblokk í hormónaframleiðslu eggjastokkanna.

Iodine er líka mjög mikilvægt fyrir fóstur á meðgöngu og þroska barna eftir fæðingu. Þess vegna ættu allar konur að vera meðvitaðar um iodine þarfir sínar. Skortur á iodine (joði) á meðgöngu getur leitt til fósturskaða. 

AFEITRUNAREIGINLEIKAR IODINES

Margir velja að nota Potassium Iodine eða önnur joðrík bætiefni til að afeitra líkamann. Það er gert með því að veita skjaldkirtlinum nægilega mikið af joði, en það örvar losun á óæskilegum halógenum eins og klór og flúor úr honum.

Potassium Iodine hefur einnig verið notað til að verja fólk útgeislun frá kjarnorkuverum, eins og gert var víða í Evrópu eftir sprenginguna í Chernobyl kjarnorkuverinu árið 1986 og í Japan eftir skemmdir á Fukushima Daiichi kjarnorkuverinu, þegar flóðalda skall á landinu.

Potassium Iodine kom í veg fyrir krabbamein hjá þessum þjóðum eftir slysin. Í löndum eins og Belarus og Úkraníu var hins vegar ekki gefið Potassium Iodine og varð því 30 til 60 földun á krabbameinum hjá börnum næstu fjögur ár eftir slysið í Chernobyl og allt að 100 föld auking á árunum þar á eftir.

VANVIRKUR SKJALDKIRTILL

Mjög margar konur mælast í dag með vanvirkan skjaldkirtil. Læknar ráðleggja gjarnan lyf, en lyfin slökkva á virkni kirtilsins og framleiða gervihormón.

Fyrir rúmum tíu árum var ég greind með vanvirkan skjaldkirtil. Ég valdi að taka ekki lyf, heldur vinna að því að koma jafnvægi á hann með Potassium Iodine bætiefni frá NOW.

RHODIOLA OG OMEGA-3

Náttúrulæknirinn, Dr. Sharon Stills, sem ég leitaði til í Bandaríkjunum og staðfesti vanvirknina ráðlagði mér jafnframt að styrkja nýrnahetturnar og nýrun. Hún sagði að í raun þyrfti fyrst að styrkja nýrnahettur og nýru, áður en skjaldkirtillinn færi að virka eðliega á ný. 

Auk sérstaks mataræðis sem var án glútens, mjólkur og sykurs, notað ég meðal annars stóra skammta af Omega-3 og Rhodiola (burnirót) frá NOW til að styrkja nýru og nýrnahettur.

Ég er enn lyfjalaus og allar mælingar sýna góða virkni í skjaldkirtli, enda tek ég reglulega kúra af Potassioum Iodine og Rhodiola og tek daglega inn Omega-3.

Heimildir:  DrEddyMd.com

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira