c

Pistlar:

18. september 2020 kl. 9:02

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Bætiefni gegn sykurpúkanum

Nú stendur yfir átakið SYKURLAUS SEPTEMBER á Smartlandinu, þar sem hvatt er til þess að taka allan viðbættan sykur út mataræðinu. Stundum dugar hvatning ekki til og illa gengur að losa sig undan þeirri fíkn sem sykurneyslan veldur. Þá er gott að grípa til náttúruvöru, sem getur stutt þig í að losna við sykur úr líkamanum.

BÆTIEFNI SEM DREGUR ÚR SYKURLÖNGUN

Ef þér finnst þú ekki vera að sigrast á sykurpúkanum upp á eigin spýtur, geturðu nýtt þér bætiefnið GLUCOSE METABOLIC SUPPORT frá NOW. Í því er blanda af völdum næringarefnum og jurtum sem stuðla að eðlilegum efnaskiptum sykurs og kolvetna.

Lykilhlutverki í þeirri blöndu gegnir indverska lækningajurtin Gymnema, sem hefur verið notuð frá örófi alda af Ayurvedískum læknum til að draga úr sykurlöngun og minnka sykurmagn í blóði. Þar sem hún hefur örvandi áhrif á efnaskipti líkamans, hefur hún mikið verið notuð í meðferðum við ofþyngd og fitulifur.

Í böndunni er einnig efnið Glucofit, sem samanstendur af corosolic acid. Rannsóknir hafa sýnt að það stuðli að eðlilegum efnaskiptum glúkósa í líkamanum. 

FLEIRI NÆRINGAREFNI

Að auki eru í GLUCOSE METABOLIC SUPPORT ýmis fleiri næringarefni eins og króm, bíótín, B-1, B-5, L-glútamín, Alpha lipoic acid og vanadium. Öll þessi næringarefni eru mikilvæg fyrir efnaskipti glúkósa í líkamanum og stuðla að meira jafnvægi á blóðsykrinum.

Auk þess að búa yfir eiginleikum til að stuðla að viðgerð þarmaveggjanna er amínósýran L-glútamín talin draga úr sykurlöngun og koma jafnvægi á blóðsykur líkamans.

Króm er snefil­efni sem marga skortir, en það er talið mik­il­vægt stuðnings­efni fyr­ir virkni insúlí­ns og hefur þar af leiðandi áhrif á stjórnun blóðsyk­urs í líkamanum. Króm eyk­ur insúlí­nnæmni frumna og er nauðsynlegt í efna­skipt­um kol­vetna, fitu og próteina.

Alpha lipoic acid er öflugt andoxun­ar­efni og orkugjafi fyrir hvat­ber­a frumnanna (orkuframleiðsluhluta þeirra), en eyk­ur jafnframt insúlí­nnæmni svo frum­urn­ar geti auðveld­lega nýtt glúkósa til orku­mynd­unar.

GLUCOSE META­BOLIC SUPP­ORT frá NOW er því gagn­legt og ómiss­andi bæti­efni til að sigr­ast á sykurpúkanum, koma jafn­vægi á blóðsyk­ur og halda syk­ur­löng­un í skefj­um.

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira